Betri bær fyrir börn og unglinga Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 27. apríl 2022 19:30 Félagsmiðstöðvar og forvarnarstarf sveitarfélaga hefur á síðastliðnum áratugum lyft grettistaki í forvarnarmálum á Íslandi í samstarfi við skólana, foreldra og annað íþrótta- og æskulýðsstarf. Með markvissu samstarfi og átaki í félags- og forvarnarmálum hafa unglingadrykkja og tóbaksreykingar snarminnkað og þátttaka ungs fólks í jákvæðu tómstundastarfi aukist til muna. Þátttaka í öflugu tómstundastarfi er einn af lykil verndandi þáttum þegar kemur að farsæld barna og ungmenna ásamt því að tómstundastarf skapar öruggan vettvang fyrir börn og ungmenni til að takast á við krefjandi verkefni á eigin forsendum, fræðast, vaxa og þroskast. Á Seltjarnarnesi er rekin öflug félagsmiðstöð og ungmennahús sem lenti í niðurskurðarhníf meirihluta Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi árið 2020 en þá var 40% af starfsgildum félagsmiðstöðvarinnar skorin út og staða æskulýðsfulltrúa lögð niður. Þessum niðurskurði mótmæltu íbúar og bæjarfulltrúar harðlega og bent var á þá hættu að niðurskurðurinn myndi bitna á farsæld barna og ungmenna á Seltjarnarnesi. Nú tveimur árum seinna hefur foreldrafélag grunnskóla Seltjarnarness, starfsfólk unglingadeildar grunnskólans og starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar sent inn áskorun til bæjarstjórnar um að endurráða eigi í þau stöðugildi sem skorin voru niður. Í áskorun foreldrafélagsins kemur fram að niðurskurðurinn hafi bitnað á faglegri forystu og stefnu í forvarnarmálum á Seltjarnarnesi og dregið hafi verið úr opnun félagsmiðstöðvarinnar ásamt getu starfsfólks til að sinna forvarnarmálum með sama hætti og áður. Einnig segir í áskoruninni að vísbendingar séu uppi um að vímuefnanotkun sé búin að aukast hjá unglingum á Nesinu. Nýr meirihluti bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi Þessu ákalli hefur nýr meirihluti bæjarfulltrúa svarað með tillögu sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi miðvikudaginn 27. apríl um að endurráða æskulýðsfulltrúa á Seltjarnarnesi og efla þannig aftur faglegt tómstundastarf á Nesinu. Þennan nýja meirihluta skipa bæjarfulltrúar Samfylkingar, Neslista/Viðreisnar og Bjarni Torfi Álfþórsson sem sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum fyrr í vetur og er nú í framboði á lista Samfylkingar og óháðra. Þessi sami meirihluti hækkaði útsvarsprósentu bæjarbúa lítillega síðastliðið haust, þ.e. úr 13,7% í 14,09%. Sú hækkun var gerð til að stoppa hallarekstur bæjarsjóðs sem er um 1400 milljónir á síðastliðnum 4 árum og skapa svigrúm til þess að sækja fram í þjónustu við íbúa. Nýr meirihluti bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi hefur þannig með tveimur ákvörðunum náð jafnvægi á rekstur bæjarins, skapað svigrúm til þess að mæta þjónustukröfum íbúa og nýtt það svigrúm til að svara ákalli foreldra og fagfólks. Við erum stolt af þessum ákvörðunum og óskum eftir umboði íbúa til að starfa áfram svona eftir kosningar, með íbúum og fyrir íbúa við að skapa betri bæ fyrir börn og unglinga. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Sjá meira
Félagsmiðstöðvar og forvarnarstarf sveitarfélaga hefur á síðastliðnum áratugum lyft grettistaki í forvarnarmálum á Íslandi í samstarfi við skólana, foreldra og annað íþrótta- og æskulýðsstarf. Með markvissu samstarfi og átaki í félags- og forvarnarmálum hafa unglingadrykkja og tóbaksreykingar snarminnkað og þátttaka ungs fólks í jákvæðu tómstundastarfi aukist til muna. Þátttaka í öflugu tómstundastarfi er einn af lykil verndandi þáttum þegar kemur að farsæld barna og ungmenna ásamt því að tómstundastarf skapar öruggan vettvang fyrir börn og ungmenni til að takast á við krefjandi verkefni á eigin forsendum, fræðast, vaxa og þroskast. Á Seltjarnarnesi er rekin öflug félagsmiðstöð og ungmennahús sem lenti í niðurskurðarhníf meirihluta Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi árið 2020 en þá var 40% af starfsgildum félagsmiðstöðvarinnar skorin út og staða æskulýðsfulltrúa lögð niður. Þessum niðurskurði mótmæltu íbúar og bæjarfulltrúar harðlega og bent var á þá hættu að niðurskurðurinn myndi bitna á farsæld barna og ungmenna á Seltjarnarnesi. Nú tveimur árum seinna hefur foreldrafélag grunnskóla Seltjarnarness, starfsfólk unglingadeildar grunnskólans og starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar sent inn áskorun til bæjarstjórnar um að endurráða eigi í þau stöðugildi sem skorin voru niður. Í áskorun foreldrafélagsins kemur fram að niðurskurðurinn hafi bitnað á faglegri forystu og stefnu í forvarnarmálum á Seltjarnarnesi og dregið hafi verið úr opnun félagsmiðstöðvarinnar ásamt getu starfsfólks til að sinna forvarnarmálum með sama hætti og áður. Einnig segir í áskoruninni að vísbendingar séu uppi um að vímuefnanotkun sé búin að aukast hjá unglingum á Nesinu. Nýr meirihluti bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi Þessu ákalli hefur nýr meirihluti bæjarfulltrúa svarað með tillögu sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi miðvikudaginn 27. apríl um að endurráða æskulýðsfulltrúa á Seltjarnarnesi og efla þannig aftur faglegt tómstundastarf á Nesinu. Þennan nýja meirihluta skipa bæjarfulltrúar Samfylkingar, Neslista/Viðreisnar og Bjarni Torfi Álfþórsson sem sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum fyrr í vetur og er nú í framboði á lista Samfylkingar og óháðra. Þessi sami meirihluti hækkaði útsvarsprósentu bæjarbúa lítillega síðastliðið haust, þ.e. úr 13,7% í 14,09%. Sú hækkun var gerð til að stoppa hallarekstur bæjarsjóðs sem er um 1400 milljónir á síðastliðnum 4 árum og skapa svigrúm til þess að sækja fram í þjónustu við íbúa. Nýr meirihluti bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi hefur þannig með tveimur ákvörðunum náð jafnvægi á rekstur bæjarins, skapað svigrúm til þess að mæta þjónustukröfum íbúa og nýtt það svigrúm til að svara ákalli foreldra og fagfólks. Við erum stolt af þessum ákvörðunum og óskum eftir umboði íbúa til að starfa áfram svona eftir kosningar, með íbúum og fyrir íbúa við að skapa betri bæ fyrir börn og unglinga. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun