„Megum ekki láta það gerast að garðyrkjunám á Íslandi líði undir lok“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. apríl 2022 17:01 Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var harðorð í garð ríkisstjórnarinnar vegna stöðu Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki búið betur að málum þegar Garðyrkjuskólinn á Reykjum var skilinn frá Landbúnaðarháskólanum og færður undir Fjölbrautarskóla Suðurlands. Hann segir stjórnvöld hafa leyft skólanum að verða hornreka í íslensku menntakerfi. „Það er þyngra en tárum taki hvernig stjórnvöld hafa leyft sér að láta þennan mikilvæga skóla og þetta mikilvæga nám verða hornreka í íslensku menntakerfi. Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?“ Að þessu spurði Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í umræðu á Alþingi í dag. Fjórum kennurum Garðyrkjuskólans var í gær sagt upp störfum og segja þingmenn nemendur og starfsmenn í algerri óvissu fyrir komandi skólaár. Lilja Alfreðsdóttir tilkynnti í byrjun síðasta árs að færa til starfsmenntanáms í garðyrkju við Landbúnaðarháskólann á Reykjum í Ölfusi undir Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ákvörðunin féll í grýttan jarðveg. Lilja deildi til að mynda um tilfærsluna við Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtakanna og fyrrverandi formann Sambands garðyrkjubænda, sem endaði í óheppilegu atviki á Búnaðarþingi þar sem Lilja hafnaði faðmlagi Gunnars. Segir allt í uppnámi fyrir næsta skólaár Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu vakti athygli á stöðu Garðyrkjuskólans á þingi í dag og nefndi þar meðal annars að húsakynni skólans væru í mikilli niðurníðslu. „Húsunum hefur verið leyft að drabbast niður og nú er svo komið að umtalsverðra fjármuna er þörf til að bæta þar úr og það blasir við að það þarf að gera það,“ sagði Oddný. „Á síðasta kjörtímabili var ákveðið að færa Garðyrkjuskólann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands en það gleymdist að flytja fjármuni til FSU og gera stjórnendum þar fært að taka við rekstrinum. Nú er allt í uppnámi fyrir næsta skólaár.“ Allir þingmenn utan Framsóknar hafi hvatt til sjálfstæðis skólans Oddný sagði að vegna deilna milli ráðuneyta um hver ætti að gera hvað stæðu starfsmenn eftir með uppsagnarbréf í höndunum og svikin loforð ráðherra. Hún beindi þar næst spurningu að Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem er stjórnarþingmaður og þingmaður kjördæmisins, og spurði hvers vegna svo væri komið. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.Vísir/Vilhelm „Í gær var fjórum kennurum garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi sagt upp störfum. Þar var kastað fyrir róða 155 ára starfsreynslu í garðyrkju og skógrækt. 69 ára starfsreynsla við Garðyrkjuskólann er ekki meira metin en þetta. 120 nemendur eru í óvissu,“ sagði Guðrún. „Allir þingmenn Suðurkjördæmis hafa sett sig vel inn í málið og standa einhuga að baki skólanum og sem merki um það lögðu allir þingmenn Suðurkjördæmis, utan Framsóknar, fram þingsályktunartillögu um sjálfstæði skólans.“ Hún segir nauðsynlegt að renna styrkum stoðum undir Garðyrkjuskólann sem sjálfseignarstofnun með þjónustusamning við ríkið. „Við megum ekki láta það gerast að garðyrkjunám á Íslandi sé að líða undir lok.“ Alþingi Suðurkjördæmi Garðyrkja Háskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skólameistari í skógrækt – Garðyrkjuskólinn flyst á Selfoss Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands er fullur tilhlökkunar að taka við starfsemi eina Garðyrkjuskólana landsins, sem flyst frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Selfoss í haust. Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi. 24. apríl 2022 13:01 Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55 Væntanlegur ráðherra ósáttur við ráðherra vegna Garðyrkjuskólans Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi ráðherra er mjög ósátt við Ásmund Einar Daðason, ráðherra menntamála því hann hefur tilkynnt að eini Garðyrkjuskóli landsins verði fluttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Guðrún vill að skólinn verði sjálfstæður og áfram á Reykjum í Ölfusi. 20. mars 2022 21:04 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Það er þyngra en tárum taki hvernig stjórnvöld hafa leyft sér að láta þennan mikilvæga skóla og þetta mikilvæga nám verða hornreka í íslensku menntakerfi. Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?“ Að þessu spurði Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í umræðu á Alþingi í dag. Fjórum kennurum Garðyrkjuskólans var í gær sagt upp störfum og segja þingmenn nemendur og starfsmenn í algerri óvissu fyrir komandi skólaár. Lilja Alfreðsdóttir tilkynnti í byrjun síðasta árs að færa til starfsmenntanáms í garðyrkju við Landbúnaðarháskólann á Reykjum í Ölfusi undir Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ákvörðunin féll í grýttan jarðveg. Lilja deildi til að mynda um tilfærsluna við Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtakanna og fyrrverandi formann Sambands garðyrkjubænda, sem endaði í óheppilegu atviki á Búnaðarþingi þar sem Lilja hafnaði faðmlagi Gunnars. Segir allt í uppnámi fyrir næsta skólaár Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu vakti athygli á stöðu Garðyrkjuskólans á þingi í dag og nefndi þar meðal annars að húsakynni skólans væru í mikilli niðurníðslu. „Húsunum hefur verið leyft að drabbast niður og nú er svo komið að umtalsverðra fjármuna er þörf til að bæta þar úr og það blasir við að það þarf að gera það,“ sagði Oddný. „Á síðasta kjörtímabili var ákveðið að færa Garðyrkjuskólann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands en það gleymdist að flytja fjármuni til FSU og gera stjórnendum þar fært að taka við rekstrinum. Nú er allt í uppnámi fyrir næsta skólaár.“ Allir þingmenn utan Framsóknar hafi hvatt til sjálfstæðis skólans Oddný sagði að vegna deilna milli ráðuneyta um hver ætti að gera hvað stæðu starfsmenn eftir með uppsagnarbréf í höndunum og svikin loforð ráðherra. Hún beindi þar næst spurningu að Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem er stjórnarþingmaður og þingmaður kjördæmisins, og spurði hvers vegna svo væri komið. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.Vísir/Vilhelm „Í gær var fjórum kennurum garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi sagt upp störfum. Þar var kastað fyrir róða 155 ára starfsreynslu í garðyrkju og skógrækt. 69 ára starfsreynsla við Garðyrkjuskólann er ekki meira metin en þetta. 120 nemendur eru í óvissu,“ sagði Guðrún. „Allir þingmenn Suðurkjördæmis hafa sett sig vel inn í málið og standa einhuga að baki skólanum og sem merki um það lögðu allir þingmenn Suðurkjördæmis, utan Framsóknar, fram þingsályktunartillögu um sjálfstæði skólans.“ Hún segir nauðsynlegt að renna styrkum stoðum undir Garðyrkjuskólann sem sjálfseignarstofnun með þjónustusamning við ríkið. „Við megum ekki láta það gerast að garðyrkjunám á Íslandi sé að líða undir lok.“
Alþingi Suðurkjördæmi Garðyrkja Háskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skólameistari í skógrækt – Garðyrkjuskólinn flyst á Selfoss Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands er fullur tilhlökkunar að taka við starfsemi eina Garðyrkjuskólana landsins, sem flyst frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Selfoss í haust. Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi. 24. apríl 2022 13:01 Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55 Væntanlegur ráðherra ósáttur við ráðherra vegna Garðyrkjuskólans Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi ráðherra er mjög ósátt við Ásmund Einar Daðason, ráðherra menntamála því hann hefur tilkynnt að eini Garðyrkjuskóli landsins verði fluttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Guðrún vill að skólinn verði sjálfstæður og áfram á Reykjum í Ölfusi. 20. mars 2022 21:04 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Skólameistari í skógrækt – Garðyrkjuskólinn flyst á Selfoss Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands er fullur tilhlökkunar að taka við starfsemi eina Garðyrkjuskólana landsins, sem flyst frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Selfoss í haust. Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi. 24. apríl 2022 13:01
Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55
Væntanlegur ráðherra ósáttur við ráðherra vegna Garðyrkjuskólans Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi ráðherra er mjög ósátt við Ásmund Einar Daðason, ráðherra menntamála því hann hefur tilkynnt að eini Garðyrkjuskóli landsins verði fluttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Guðrún vill að skólinn verði sjálfstæður og áfram á Reykjum í Ölfusi. 20. mars 2022 21:04