Innlent

Hand­tekinn vegna líkams­á­rásar og hótana

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum hávaðaútköllum í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum hávaðaútköllum í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók um miðnætti mann vegna líkamsárásar og þar sem hann hafi haft í hótunum við aðra í hverfi 110 í Reykjavík.

Frá þessu segir í dagbók lögreglu en þar er tekið fram að næturvaktin hafi annars verið róleg hjá lögreglu.

Skömmu fyrir miðnætti voru höfð afskipti af ungmennum á vespu sem voru hjálmlausir. Þá var ökumaður stöðvaður af lögreglu nokkru eftir miðnætti og reyndist hann sviptur ökuréttindum. „Ökumaður má búast við sekt fyrir athæfið.“

Loks segir að lögreglan hafi sinnt nokkrum hávaðaútköllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×