Danir opnir fyrir því að hýsa landsleiki Íslands Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2022 08:01 Íslendingar og Danir hafa háð marga hildi á handboltavellinum en það kemur ekki í veg fyrir stuðning Dana ef á þarf að halda. Getty/Sanjin Strukic Forráðamenn Handknattleikssamband Íslands hafa enn sem komið er ekki rætt formlega við kollega sína í öðrum löndum um möguleikann á að hýsa hjá þeim leiki íslenskra landsliða vegna aðstöðuleysis á Íslandi. Formaður danska sambandsins tekur þó vel í að hjálpa Íslendingum. Lítið virðist þokast áfram hjá stjórnvöldum í ákvarðanatöku um, og hvað þá byggingu, nýrrar þjóðarhallar. Því vofir yfir ótti um að Íslendingar verði skikkaðir að spila heimaleiki erlendis, líkt og Færeyingar neyddust til að gera í undankeppni EM karla í handbolta 2020, þegar þeir spiluðu heimaleiki í Danmörku. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt stöðuna er Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari karla sem sagði móðgandi hvernig stjórnvöld kæmu fram við íslenska landsliðið. Fjallað var um þau ummæli í dönskum fjölmiðlum. Vísir sendi danska handknattleikssambandinu fyrirspurn um það hvort það kæmi til greina að hýsa landsleiki Íslands í Danmörku, og hvað það kæmi til með að kosta. Morten Stig Christensen, formaður danska sambandsins, svaraði og sagði að ekki hefði komið nein formleg beiðni frá HSÍ. Á meðan að aðeins væri um vangaveltur að ræða vildi hann því lítið tjá sig. „En almennt séð erum við alltaf jákvæð varðandi það að styðja við systursambönd okkar á Norðurlöndum eins og við best getum og við vitum að það er gagnkvæmt,“ sagði Christensen. Ísland hefur um árabil verið með undanþágu hjá evrópska handknattleikssambandinu til að spila landsleiki á Íslandi þar sem að hér er engin handboltahöll sem uppfyllir ýmsar kröfur sambandsins varðandi leiki á hæsta stigi, svo sem varðandi öryggi leikmanna, aðstöðu áhorfenda og fjölmiðla, og fleira. Ísland fékk svo raunar undanþágu ofan á þá undanþágu til að spila landsleiki á Ásvöllum vegna lokunar Laugardalshallar. Gólfið í Laugardalshöll eyðilagðist vegna vatnsskemmda í nóvember 2020 en vonir standa til þess að hægt verði að spila þar þegar strákarnir okkar hefja undankeppni EM í október. Þannig mætti koma fyrir fleiri áhorfendum en á Ásvöllum, þar sem eftirspurn eftir miðum var mun meiri en framboðið í leiknum gegn Austurríki fyrr í þessum mánuði. Enn góður vilji hjá EHF en aðdragandinn yrði lítill „Okkur er mikið í mun að fá áfram heimild til að spila heimaleikina okkar á Íslandi því það skiptir okkur, og við viljum meina land og þjóð, gríðarlegu máli,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, og bendir á að það yrði ekki bara „skelfilegt“ fyrir íslenska þjóð að þurfa að spila heimaleiki erlendis heldur afar kostnaðarsamt fyrir HSÍ. Færri komust að en vildu að sjá íslenska landsliðið vinna Austurríki á Ásvöllum fyrr í þessum mánuði, og tryggja sér sæti á HM.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við höfum því aðallega leitað til EHF eftir góðum vilja til að leyfa okkur að spila áfram í Laugardalshöll, eða eftir atvikum á Ásvöllum, og þær viðræður hafa hingað til gengið ágætlega. Á endanum, ef ekkert gerist, verður okkur samt hent út og það yrði væntanlega gert með litlum aðdraganda, eins og hjá Færeyingum,“ segir Róbert og bætir við: „Með hverri undankeppni Evrópumóts eru kröfurnar varðandi aðstöðu að aukast og þær aukast enn fyrir næstu undankeppni, EM 2024. Því lengur sem við bíðum, og því minni svör sem við getum veitt um framgang mála, því meiri hætta er á að við lendum einhvern tímann á leiðarenda. Við eigum að sleppa fyrir EM 2024 – 7, 9, 13 – en höfum svo sem ekki tekið umræðuna um hvað yrði ef Laugardalshöll klikkar. En ramminn okkar þrengist og þolinmæðin minnkar sífellt.“ Handbolti Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir „Mér finnst tölurnar sem Reykjavík hefur verið að nefna í þessu sambandi mjög lágar“ Bjarni Benediktsson gagnrýndi borgaryfirvöld í umræðu um þjóðarleikvang og þjóðarhöll í þættinum Sprengisandur í morgun. Hann segist hafa orðið orðlaus eftir fund um málið með borgaryfirvöldum. 24. apríl 2022 17:01 Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. 21. apríl 2022 13:47 Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
Lítið virðist þokast áfram hjá stjórnvöldum í ákvarðanatöku um, og hvað þá byggingu, nýrrar þjóðarhallar. Því vofir yfir ótti um að Íslendingar verði skikkaðir að spila heimaleiki erlendis, líkt og Færeyingar neyddust til að gera í undankeppni EM karla í handbolta 2020, þegar þeir spiluðu heimaleiki í Danmörku. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt stöðuna er Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari karla sem sagði móðgandi hvernig stjórnvöld kæmu fram við íslenska landsliðið. Fjallað var um þau ummæli í dönskum fjölmiðlum. Vísir sendi danska handknattleikssambandinu fyrirspurn um það hvort það kæmi til greina að hýsa landsleiki Íslands í Danmörku, og hvað það kæmi til með að kosta. Morten Stig Christensen, formaður danska sambandsins, svaraði og sagði að ekki hefði komið nein formleg beiðni frá HSÍ. Á meðan að aðeins væri um vangaveltur að ræða vildi hann því lítið tjá sig. „En almennt séð erum við alltaf jákvæð varðandi það að styðja við systursambönd okkar á Norðurlöndum eins og við best getum og við vitum að það er gagnkvæmt,“ sagði Christensen. Ísland hefur um árabil verið með undanþágu hjá evrópska handknattleikssambandinu til að spila landsleiki á Íslandi þar sem að hér er engin handboltahöll sem uppfyllir ýmsar kröfur sambandsins varðandi leiki á hæsta stigi, svo sem varðandi öryggi leikmanna, aðstöðu áhorfenda og fjölmiðla, og fleira. Ísland fékk svo raunar undanþágu ofan á þá undanþágu til að spila landsleiki á Ásvöllum vegna lokunar Laugardalshallar. Gólfið í Laugardalshöll eyðilagðist vegna vatnsskemmda í nóvember 2020 en vonir standa til þess að hægt verði að spila þar þegar strákarnir okkar hefja undankeppni EM í október. Þannig mætti koma fyrir fleiri áhorfendum en á Ásvöllum, þar sem eftirspurn eftir miðum var mun meiri en framboðið í leiknum gegn Austurríki fyrr í þessum mánuði. Enn góður vilji hjá EHF en aðdragandinn yrði lítill „Okkur er mikið í mun að fá áfram heimild til að spila heimaleikina okkar á Íslandi því það skiptir okkur, og við viljum meina land og þjóð, gríðarlegu máli,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, og bendir á að það yrði ekki bara „skelfilegt“ fyrir íslenska þjóð að þurfa að spila heimaleiki erlendis heldur afar kostnaðarsamt fyrir HSÍ. Færri komust að en vildu að sjá íslenska landsliðið vinna Austurríki á Ásvöllum fyrr í þessum mánuði, og tryggja sér sæti á HM.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við höfum því aðallega leitað til EHF eftir góðum vilja til að leyfa okkur að spila áfram í Laugardalshöll, eða eftir atvikum á Ásvöllum, og þær viðræður hafa hingað til gengið ágætlega. Á endanum, ef ekkert gerist, verður okkur samt hent út og það yrði væntanlega gert með litlum aðdraganda, eins og hjá Færeyingum,“ segir Róbert og bætir við: „Með hverri undankeppni Evrópumóts eru kröfurnar varðandi aðstöðu að aukast og þær aukast enn fyrir næstu undankeppni, EM 2024. Því lengur sem við bíðum, og því minni svör sem við getum veitt um framgang mála, því meiri hætta er á að við lendum einhvern tímann á leiðarenda. Við eigum að sleppa fyrir EM 2024 – 7, 9, 13 – en höfum svo sem ekki tekið umræðuna um hvað yrði ef Laugardalshöll klikkar. En ramminn okkar þrengist og þolinmæðin minnkar sífellt.“
Handbolti Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir „Mér finnst tölurnar sem Reykjavík hefur verið að nefna í þessu sambandi mjög lágar“ Bjarni Benediktsson gagnrýndi borgaryfirvöld í umræðu um þjóðarleikvang og þjóðarhöll í þættinum Sprengisandur í morgun. Hann segist hafa orðið orðlaus eftir fund um málið með borgaryfirvöldum. 24. apríl 2022 17:01 Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. 21. apríl 2022 13:47 Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
„Mér finnst tölurnar sem Reykjavík hefur verið að nefna í þessu sambandi mjög lágar“ Bjarni Benediktsson gagnrýndi borgaryfirvöld í umræðu um þjóðarleikvang og þjóðarhöll í þættinum Sprengisandur í morgun. Hann segist hafa orðið orðlaus eftir fund um málið með borgaryfirvöldum. 24. apríl 2022 17:01
Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. 21. apríl 2022 13:47
Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00