Það hafa komið leikir þar sem við höfum fengið 30 færi og ekki skorað eitt einasta mark Sverrir Mar Smárason skrifar 25. apríl 2022 20:50 Dagur Dan, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason. Vísir/Vilhelm Breiðablik vann góðan sigur á KR á Meistaravöllum í Vesturbænum í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld, 0-1. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var gríðarlega sáttur í leikslok. „Okkur líður bara mjög vel. Strákarnir lögðu auðvitað mikið á sig og gaman að þeir skyldu uppskera. Þeir ýttu okkur mjög niður hérna í seinni hálfleik en mér fannst hann aldrei í neinni sérstakri hættu sigurinn sem slíkur. Fyrst og fremst stoltur af drengjunum,“ sagði Óskar Hrafn strax að leik loknum. Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson ræða málin í hálfleik.Vísir/Vilhelm KR liðið fékk fleiri og betri færi í fyrri hálfleik en vörn Breiðabliks hélt vel. Blikar komu svo töluvert sterkari út í síðari hálfleikinn og tóku yfir eftir að hafa lagað nokkra hluti í hálfleik. Blikar aftur á móti sköpuðu sér færri færi en vanalega en voru mjög klínískir þegar í besta færið var komið. „Við svo sem bara löguðum nokkra hluti sem að við gátum gert betur. Ég er svo sem ekkert endilega sammála því að þeir hafi verið mikið sterkari í fyrri hálfleik en það er annað mál. Fyrst og síðast þá stigum við kannski aðeins framar og löguðum nokkra hluti. Það skilaði sér í þessum sigri sem er bara fínt,“ sagði Óskar. Jason Daði Svanþórsson skoraði sigurmark Breiðabliks í kvöld.Vísir/Vilhelm „Það má vel vera [að við höfum skapað okkur fá færi] en mér fannst við reyndar alveg fá nokkur færi til að skora. Auðvitað var markið gott. Það hafa komið leikir þar sem við höfum fengið 30 færi og ekki skorað eitt einasta mark. Það hefur lítill smekkur verið hafður fyrir því þegar það hefur ekki gengið. Stundum er þetta svona og KR er með gott lið en í raun og veru sköpuðu sér ekkert færi eftir að við komumst yfir. Ég er ánægður með það,“ sagði Óskar Hrafn. Breiðablik hefur unnið báða að fyrstu leikjum sínum í mótinu. Óskar Hrafn segir of snemmt að fara að pæla í lokum mótsins. „Auðvitað er alltaf gott að vinna en það er jafn mikilvægt að vita það að á sunnudaginn erum við að fara að spila við FH. Það er þriðji leikurinn í mótinu, nú eru 25 leikir eftir og 75 stig í pottinum. Það er rosalega mikilvægt að missa sig ekki einhvern vegin í gleðinni. Það er rosalega mikilvægt líka að þó að menn byrji ekki vel að þá er það ekki upphaf og endir alls.“ „Vissulega gott að vinna fyrstu tvo leikina en það sem er mikilvægara er að frammistaðan er þannig að liðið er að vinna saman, menn eru að leggja sig mikið fram. Stundum ganga hlutirnir ekki upp fótboltalega, sendingarnar rata ekki rétta leið og spilið situr ekki. Þá er þeim mun mikilvægara að menn setji hjarta, sálina og allt í verkefnið og menn gerðu það svo sannarlega í dag,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Breiðablik 1-0 | Loks náðu Blikar í þrjú stig gegn KR Breiðablik sótti gull í greipar KR í kvöld er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta. Er þetta fyrsti sigur Breiðabliks á KR undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar í deild og bikar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 25. apríl 2022 19:55 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
„Okkur líður bara mjög vel. Strákarnir lögðu auðvitað mikið á sig og gaman að þeir skyldu uppskera. Þeir ýttu okkur mjög niður hérna í seinni hálfleik en mér fannst hann aldrei í neinni sérstakri hættu sigurinn sem slíkur. Fyrst og fremst stoltur af drengjunum,“ sagði Óskar Hrafn strax að leik loknum. Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson ræða málin í hálfleik.Vísir/Vilhelm KR liðið fékk fleiri og betri færi í fyrri hálfleik en vörn Breiðabliks hélt vel. Blikar komu svo töluvert sterkari út í síðari hálfleikinn og tóku yfir eftir að hafa lagað nokkra hluti í hálfleik. Blikar aftur á móti sköpuðu sér færri færi en vanalega en voru mjög klínískir þegar í besta færið var komið. „Við svo sem bara löguðum nokkra hluti sem að við gátum gert betur. Ég er svo sem ekkert endilega sammála því að þeir hafi verið mikið sterkari í fyrri hálfleik en það er annað mál. Fyrst og síðast þá stigum við kannski aðeins framar og löguðum nokkra hluti. Það skilaði sér í þessum sigri sem er bara fínt,“ sagði Óskar. Jason Daði Svanþórsson skoraði sigurmark Breiðabliks í kvöld.Vísir/Vilhelm „Það má vel vera [að við höfum skapað okkur fá færi] en mér fannst við reyndar alveg fá nokkur færi til að skora. Auðvitað var markið gott. Það hafa komið leikir þar sem við höfum fengið 30 færi og ekki skorað eitt einasta mark. Það hefur lítill smekkur verið hafður fyrir því þegar það hefur ekki gengið. Stundum er þetta svona og KR er með gott lið en í raun og veru sköpuðu sér ekkert færi eftir að við komumst yfir. Ég er ánægður með það,“ sagði Óskar Hrafn. Breiðablik hefur unnið báða að fyrstu leikjum sínum í mótinu. Óskar Hrafn segir of snemmt að fara að pæla í lokum mótsins. „Auðvitað er alltaf gott að vinna en það er jafn mikilvægt að vita það að á sunnudaginn erum við að fara að spila við FH. Það er þriðji leikurinn í mótinu, nú eru 25 leikir eftir og 75 stig í pottinum. Það er rosalega mikilvægt að missa sig ekki einhvern vegin í gleðinni. Það er rosalega mikilvægt líka að þó að menn byrji ekki vel að þá er það ekki upphaf og endir alls.“ „Vissulega gott að vinna fyrstu tvo leikina en það sem er mikilvægara er að frammistaðan er þannig að liðið er að vinna saman, menn eru að leggja sig mikið fram. Stundum ganga hlutirnir ekki upp fótboltalega, sendingarnar rata ekki rétta leið og spilið situr ekki. Þá er þeim mun mikilvægara að menn setji hjarta, sálina og allt í verkefnið og menn gerðu það svo sannarlega í dag,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Breiðablik 1-0 | Loks náðu Blikar í þrjú stig gegn KR Breiðablik sótti gull í greipar KR í kvöld er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta. Er þetta fyrsti sigur Breiðabliks á KR undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar í deild og bikar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 25. apríl 2022 19:55 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Leik lokið: KR - Breiðablik 1-0 | Loks náðu Blikar í þrjú stig gegn KR Breiðablik sótti gull í greipar KR í kvöld er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta. Er þetta fyrsti sigur Breiðabliks á KR undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar í deild og bikar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 25. apríl 2022 19:55