Það hafa komið leikir þar sem við höfum fengið 30 færi og ekki skorað eitt einasta mark Sverrir Mar Smárason skrifar 25. apríl 2022 20:50 Dagur Dan, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason. Vísir/Vilhelm Breiðablik vann góðan sigur á KR á Meistaravöllum í Vesturbænum í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld, 0-1. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var gríðarlega sáttur í leikslok. „Okkur líður bara mjög vel. Strákarnir lögðu auðvitað mikið á sig og gaman að þeir skyldu uppskera. Þeir ýttu okkur mjög niður hérna í seinni hálfleik en mér fannst hann aldrei í neinni sérstakri hættu sigurinn sem slíkur. Fyrst og fremst stoltur af drengjunum,“ sagði Óskar Hrafn strax að leik loknum. Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson ræða málin í hálfleik.Vísir/Vilhelm KR liðið fékk fleiri og betri færi í fyrri hálfleik en vörn Breiðabliks hélt vel. Blikar komu svo töluvert sterkari út í síðari hálfleikinn og tóku yfir eftir að hafa lagað nokkra hluti í hálfleik. Blikar aftur á móti sköpuðu sér færri færi en vanalega en voru mjög klínískir þegar í besta færið var komið. „Við svo sem bara löguðum nokkra hluti sem að við gátum gert betur. Ég er svo sem ekkert endilega sammála því að þeir hafi verið mikið sterkari í fyrri hálfleik en það er annað mál. Fyrst og síðast þá stigum við kannski aðeins framar og löguðum nokkra hluti. Það skilaði sér í þessum sigri sem er bara fínt,“ sagði Óskar. Jason Daði Svanþórsson skoraði sigurmark Breiðabliks í kvöld.Vísir/Vilhelm „Það má vel vera [að við höfum skapað okkur fá færi] en mér fannst við reyndar alveg fá nokkur færi til að skora. Auðvitað var markið gott. Það hafa komið leikir þar sem við höfum fengið 30 færi og ekki skorað eitt einasta mark. Það hefur lítill smekkur verið hafður fyrir því þegar það hefur ekki gengið. Stundum er þetta svona og KR er með gott lið en í raun og veru sköpuðu sér ekkert færi eftir að við komumst yfir. Ég er ánægður með það,“ sagði Óskar Hrafn. Breiðablik hefur unnið báða að fyrstu leikjum sínum í mótinu. Óskar Hrafn segir of snemmt að fara að pæla í lokum mótsins. „Auðvitað er alltaf gott að vinna en það er jafn mikilvægt að vita það að á sunnudaginn erum við að fara að spila við FH. Það er þriðji leikurinn í mótinu, nú eru 25 leikir eftir og 75 stig í pottinum. Það er rosalega mikilvægt að missa sig ekki einhvern vegin í gleðinni. Það er rosalega mikilvægt líka að þó að menn byrji ekki vel að þá er það ekki upphaf og endir alls.“ „Vissulega gott að vinna fyrstu tvo leikina en það sem er mikilvægara er að frammistaðan er þannig að liðið er að vinna saman, menn eru að leggja sig mikið fram. Stundum ganga hlutirnir ekki upp fótboltalega, sendingarnar rata ekki rétta leið og spilið situr ekki. Þá er þeim mun mikilvægara að menn setji hjarta, sálina og allt í verkefnið og menn gerðu það svo sannarlega í dag,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Breiðablik 1-0 | Loks náðu Blikar í þrjú stig gegn KR Breiðablik sótti gull í greipar KR í kvöld er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta. Er þetta fyrsti sigur Breiðabliks á KR undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar í deild og bikar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 25. apríl 2022 19:55 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Sjá meira
„Okkur líður bara mjög vel. Strákarnir lögðu auðvitað mikið á sig og gaman að þeir skyldu uppskera. Þeir ýttu okkur mjög niður hérna í seinni hálfleik en mér fannst hann aldrei í neinni sérstakri hættu sigurinn sem slíkur. Fyrst og fremst stoltur af drengjunum,“ sagði Óskar Hrafn strax að leik loknum. Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson ræða málin í hálfleik.Vísir/Vilhelm KR liðið fékk fleiri og betri færi í fyrri hálfleik en vörn Breiðabliks hélt vel. Blikar komu svo töluvert sterkari út í síðari hálfleikinn og tóku yfir eftir að hafa lagað nokkra hluti í hálfleik. Blikar aftur á móti sköpuðu sér færri færi en vanalega en voru mjög klínískir þegar í besta færið var komið. „Við svo sem bara löguðum nokkra hluti sem að við gátum gert betur. Ég er svo sem ekkert endilega sammála því að þeir hafi verið mikið sterkari í fyrri hálfleik en það er annað mál. Fyrst og síðast þá stigum við kannski aðeins framar og löguðum nokkra hluti. Það skilaði sér í þessum sigri sem er bara fínt,“ sagði Óskar. Jason Daði Svanþórsson skoraði sigurmark Breiðabliks í kvöld.Vísir/Vilhelm „Það má vel vera [að við höfum skapað okkur fá færi] en mér fannst við reyndar alveg fá nokkur færi til að skora. Auðvitað var markið gott. Það hafa komið leikir þar sem við höfum fengið 30 færi og ekki skorað eitt einasta mark. Það hefur lítill smekkur verið hafður fyrir því þegar það hefur ekki gengið. Stundum er þetta svona og KR er með gott lið en í raun og veru sköpuðu sér ekkert færi eftir að við komumst yfir. Ég er ánægður með það,“ sagði Óskar Hrafn. Breiðablik hefur unnið báða að fyrstu leikjum sínum í mótinu. Óskar Hrafn segir of snemmt að fara að pæla í lokum mótsins. „Auðvitað er alltaf gott að vinna en það er jafn mikilvægt að vita það að á sunnudaginn erum við að fara að spila við FH. Það er þriðji leikurinn í mótinu, nú eru 25 leikir eftir og 75 stig í pottinum. Það er rosalega mikilvægt að missa sig ekki einhvern vegin í gleðinni. Það er rosalega mikilvægt líka að þó að menn byrji ekki vel að þá er það ekki upphaf og endir alls.“ „Vissulega gott að vinna fyrstu tvo leikina en það sem er mikilvægara er að frammistaðan er þannig að liðið er að vinna saman, menn eru að leggja sig mikið fram. Stundum ganga hlutirnir ekki upp fótboltalega, sendingarnar rata ekki rétta leið og spilið situr ekki. Þá er þeim mun mikilvægara að menn setji hjarta, sálina og allt í verkefnið og menn gerðu það svo sannarlega í dag,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Breiðablik 1-0 | Loks náðu Blikar í þrjú stig gegn KR Breiðablik sótti gull í greipar KR í kvöld er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta. Er þetta fyrsti sigur Breiðabliks á KR undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar í deild og bikar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 25. apríl 2022 19:55 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Sjá meira
Leik lokið: KR - Breiðablik 1-0 | Loks náðu Blikar í þrjú stig gegn KR Breiðablik sótti gull í greipar KR í kvöld er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta. Er þetta fyrsti sigur Breiðabliks á KR undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar í deild og bikar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 25. apríl 2022 19:55