Meira en helmingur treystir Bjarna mjög lítið Snorri Másson skrifar 25. apríl 2022 20:00 Ný könnun Maskínu leiðir í ljós mjög laskað traust formanna ríkisstjórnarflokkanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sjaldan eða aldrei mælst með eins lítið traust. 34,4% segjast treysta Katrínu frekar eða mjög lítið, mun fleiri en í nóvember 2021, þegar þau voru 18,7%, um það leyti sem sitjandi ríkisstjórn var mynduð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagst bera fullt traust til hvort tveggja Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar.Vísir/Vilhelm Undangengin er umdeild bankasala, sem 83,5% landsmanna eru sagðir óánægðir með, og mikil umræða um rasísk ummæli Sigurðar Inga. Traust til allra ráðherra nema Jóns Gunnarsson hefur dregist saman. 70% treysta Bjarna ekki Í nóvember 2021 naut Bjarni Benediktsson minnsts trausts á meðal formannanna; aðeins 37 prósent báru mikið traust til hans en 44 prósent lítið traust. Nú segjast rúm 70 prósent bera lítið traust til Bjarna Benediktssonar, þar af 58% mjög lítið traust. Aðeins 18% kveðast bera mikið traust til Bjarna. Sigurður Ingi var einhvers staðar í miðjunni í nóvember 2021; 54 prósent báru mikið traust til hans en um 18% lítið. Sigurður er sá sem mest högg hefur tekið; nú segjast um 39% bera lítið traust til innviðaráðherrans og aðeins 32,5% mikið. Miklar breytingar eru á trausti til formannanna.Maskína/Stöð 2 Allir ráðherra glata trausti nema Jón Það eru þannig formenn stjórnarflokkanna sem hafa misst mest traust en á eftir þeim koma Ásmundur Einar Daðason, Lilja Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson. Að öðru leyti er meira og minna litlar breytingar að sjá á trausti til flestra ráðherra. Minnstar breytingar eru á trausti til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, sem hefur jafnan mælst með minnst traust á meðal ráðherra. Hann er sá eini sem stendur í stað á milli kannana; 18% bera mikið traust til Jóns, en Bjarni Benediktsson er kominn á sama stað og hann. Allir ráðherrar nema Jón Gunnarsson njóta minna trausts nú en við myndun stjórnarinnar.Maskína/Stöð 2 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Salan á Íslandsbanka Skoðanakannanir Tengdar fréttir Einkavæðingin „stórkostlegt tækifæri“ Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. 25. apríl 2022 14:32 „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira
34,4% segjast treysta Katrínu frekar eða mjög lítið, mun fleiri en í nóvember 2021, þegar þau voru 18,7%, um það leyti sem sitjandi ríkisstjórn var mynduð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagst bera fullt traust til hvort tveggja Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar.Vísir/Vilhelm Undangengin er umdeild bankasala, sem 83,5% landsmanna eru sagðir óánægðir með, og mikil umræða um rasísk ummæli Sigurðar Inga. Traust til allra ráðherra nema Jóns Gunnarsson hefur dregist saman. 70% treysta Bjarna ekki Í nóvember 2021 naut Bjarni Benediktsson minnsts trausts á meðal formannanna; aðeins 37 prósent báru mikið traust til hans en 44 prósent lítið traust. Nú segjast rúm 70 prósent bera lítið traust til Bjarna Benediktssonar, þar af 58% mjög lítið traust. Aðeins 18% kveðast bera mikið traust til Bjarna. Sigurður Ingi var einhvers staðar í miðjunni í nóvember 2021; 54 prósent báru mikið traust til hans en um 18% lítið. Sigurður er sá sem mest högg hefur tekið; nú segjast um 39% bera lítið traust til innviðaráðherrans og aðeins 32,5% mikið. Miklar breytingar eru á trausti til formannanna.Maskína/Stöð 2 Allir ráðherra glata trausti nema Jón Það eru þannig formenn stjórnarflokkanna sem hafa misst mest traust en á eftir þeim koma Ásmundur Einar Daðason, Lilja Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson. Að öðru leyti er meira og minna litlar breytingar að sjá á trausti til flestra ráðherra. Minnstar breytingar eru á trausti til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, sem hefur jafnan mælst með minnst traust á meðal ráðherra. Hann er sá eini sem stendur í stað á milli kannana; 18% bera mikið traust til Jóns, en Bjarni Benediktsson er kominn á sama stað og hann. Allir ráðherrar nema Jón Gunnarsson njóta minna trausts nú en við myndun stjórnarinnar.Maskína/Stöð 2
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Salan á Íslandsbanka Skoðanakannanir Tengdar fréttir Einkavæðingin „stórkostlegt tækifæri“ Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. 25. apríl 2022 14:32 „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira
Einkavæðingin „stórkostlegt tækifæri“ Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. 25. apríl 2022 14:32
„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55