Meira en helmingur treystir Bjarna mjög lítið Snorri Másson skrifar 25. apríl 2022 20:00 Ný könnun Maskínu leiðir í ljós mjög laskað traust formanna ríkisstjórnarflokkanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sjaldan eða aldrei mælst með eins lítið traust. 34,4% segjast treysta Katrínu frekar eða mjög lítið, mun fleiri en í nóvember 2021, þegar þau voru 18,7%, um það leyti sem sitjandi ríkisstjórn var mynduð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagst bera fullt traust til hvort tveggja Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar.Vísir/Vilhelm Undangengin er umdeild bankasala, sem 83,5% landsmanna eru sagðir óánægðir með, og mikil umræða um rasísk ummæli Sigurðar Inga. Traust til allra ráðherra nema Jóns Gunnarsson hefur dregist saman. 70% treysta Bjarna ekki Í nóvember 2021 naut Bjarni Benediktsson minnsts trausts á meðal formannanna; aðeins 37 prósent báru mikið traust til hans en 44 prósent lítið traust. Nú segjast rúm 70 prósent bera lítið traust til Bjarna Benediktssonar, þar af 58% mjög lítið traust. Aðeins 18% kveðast bera mikið traust til Bjarna. Sigurður Ingi var einhvers staðar í miðjunni í nóvember 2021; 54 prósent báru mikið traust til hans en um 18% lítið. Sigurður er sá sem mest högg hefur tekið; nú segjast um 39% bera lítið traust til innviðaráðherrans og aðeins 32,5% mikið. Miklar breytingar eru á trausti til formannanna.Maskína/Stöð 2 Allir ráðherra glata trausti nema Jón Það eru þannig formenn stjórnarflokkanna sem hafa misst mest traust en á eftir þeim koma Ásmundur Einar Daðason, Lilja Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson. Að öðru leyti er meira og minna litlar breytingar að sjá á trausti til flestra ráðherra. Minnstar breytingar eru á trausti til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, sem hefur jafnan mælst með minnst traust á meðal ráðherra. Hann er sá eini sem stendur í stað á milli kannana; 18% bera mikið traust til Jóns, en Bjarni Benediktsson er kominn á sama stað og hann. Allir ráðherrar nema Jón Gunnarsson njóta minna trausts nú en við myndun stjórnarinnar.Maskína/Stöð 2 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Salan á Íslandsbanka Skoðanakannanir Tengdar fréttir Einkavæðingin „stórkostlegt tækifæri“ Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. 25. apríl 2022 14:32 „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
34,4% segjast treysta Katrínu frekar eða mjög lítið, mun fleiri en í nóvember 2021, þegar þau voru 18,7%, um það leyti sem sitjandi ríkisstjórn var mynduð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagst bera fullt traust til hvort tveggja Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar.Vísir/Vilhelm Undangengin er umdeild bankasala, sem 83,5% landsmanna eru sagðir óánægðir með, og mikil umræða um rasísk ummæli Sigurðar Inga. Traust til allra ráðherra nema Jóns Gunnarsson hefur dregist saman. 70% treysta Bjarna ekki Í nóvember 2021 naut Bjarni Benediktsson minnsts trausts á meðal formannanna; aðeins 37 prósent báru mikið traust til hans en 44 prósent lítið traust. Nú segjast rúm 70 prósent bera lítið traust til Bjarna Benediktssonar, þar af 58% mjög lítið traust. Aðeins 18% kveðast bera mikið traust til Bjarna. Sigurður Ingi var einhvers staðar í miðjunni í nóvember 2021; 54 prósent báru mikið traust til hans en um 18% lítið. Sigurður er sá sem mest högg hefur tekið; nú segjast um 39% bera lítið traust til innviðaráðherrans og aðeins 32,5% mikið. Miklar breytingar eru á trausti til formannanna.Maskína/Stöð 2 Allir ráðherra glata trausti nema Jón Það eru þannig formenn stjórnarflokkanna sem hafa misst mest traust en á eftir þeim koma Ásmundur Einar Daðason, Lilja Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson. Að öðru leyti er meira og minna litlar breytingar að sjá á trausti til flestra ráðherra. Minnstar breytingar eru á trausti til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, sem hefur jafnan mælst með minnst traust á meðal ráðherra. Hann er sá eini sem stendur í stað á milli kannana; 18% bera mikið traust til Jóns, en Bjarni Benediktsson er kominn á sama stað og hann. Allir ráðherrar nema Jón Gunnarsson njóta minna trausts nú en við myndun stjórnarinnar.Maskína/Stöð 2
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Salan á Íslandsbanka Skoðanakannanir Tengdar fréttir Einkavæðingin „stórkostlegt tækifæri“ Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. 25. apríl 2022 14:32 „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Einkavæðingin „stórkostlegt tækifæri“ Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. 25. apríl 2022 14:32
„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55