„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Snorri Másson skrifar 25. apríl 2022 11:55 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir verra að eiga þinglega umræðu um söluna á Íslandsbanka í dag án þeirra upplýsinga sem hefðu átt að koma fram í máli Bankasýslu ríkisins á opnum fundi fjárlaganefndar í dag. Bankasýslan bað um tveggja daga frest. Vísir/Einar Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. „Auðvitað skiptir máli að hafa það í huga að ábyrgðin á þessu ferli liggur ekki bara hjá bankasýslunni en það liggur auðvitað fyrir að þessi framkoma núna eykur ekki trúverðugleika þessa ferlis,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Forstjóri Bankasýslu ríkisins vildi ekki veita fréttastofu viðtal þegar eftir því var óskað en fram hefur komið að Bankasýslan vinni að svörum við tugum spurninga frá fjárlaganefnd. „Þetta eru algerlega óásættanleg vinnubrögð. Þessi fundur var boðaður vel fyrir páska. Þessar spurningar voru sendar fyrir um þremur vikum síðan. Þetta mál hefur verið til umfjöllunar í samfélaginu og á Alþingi síðan þá, og Bankasýslan hefur bara ekki verið að sinna starfi sínu í millitíðinni,“ segir Kristrún. Til stendur að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flytji munnlega skýrslu um bankasöluna á Alþingi í dag. Það segir Kristrún að sé óheppilegt í ljósi þess að mikilvægar upplýsingar hefðu komið fram í minnisblaðinu sem hefði átt að kynna í morgun. „Eftir þessa munnlegu skýrslu síðar í dag verður ekki formleg umræða um Íslandsbankasöluna, nema þá að stjórnarandstaðan ákveði að taka þetta upp í störfum þingsins eða fundarstjórn. Og það er mjög slæmt fyrir þinglega umræðu að þessar upplýsingar hafi ekki komið á undan umræðunni um munnlegu skýrsluna í dag,“ segir Kristrún. Ferlið gekk ekki sem skyldi Stjórnarþingmenn hafa lýst miklum vonbrigðum með frest Bankasýslunnar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, vísar því þó á bug í samtali við fréttastofu að reynt sé með því að gagnrýna Bankasýsluna að varpa ábyrgðinni af ríkisstjórninni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm „Ég vísa því algerlega á bug. Það er þetta framkvæmdarferli sem við höfum verið að gagnrýna og viljum fá svör við. Við teljum það sýnt miðað við þær upplýsingar sem við höfum að það hafi ekki gengið sem skyldi. Því vörpum við fram þessum spurningum, til að fá þessi svör,“ segir Bjarkey. Tíminn sem Bankasýslan taki sér sé sannarlega of langur og það tefur eftirlitshlutverk Alþingis, að sögn Bjarkeyjar. „Mér finnst það eiginlega algerlega ótækt að biðja um frest með svona litlum fyrirvara þar sem ég tel nú að stærstur hluti þeirra spurninga sem við lögðum fyrir bankasýsluna hefði átt að liggja fyrir við útboðið sjálft,“ segir Bjarkey. Bryndís Haraldsdóttir, nefndarmaður í fjárlaganefnd og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í Morgunblaðinu miður að minnisblaðinu hafi ekki verið skilað í tæka tíð og segist hún mjög hissa á framgöngu Bankasýslunnar sem sé óásættanleg með öllu. Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Gerir athugasemdir við málflutning Bjarna Bjarni Benediktsson var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar sölu ríkisins á Íslandsbanka. Bjarni gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að öllum markmiðum sölunnar hafi verið náð. 24. apríl 2022 20:59 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
„Auðvitað skiptir máli að hafa það í huga að ábyrgðin á þessu ferli liggur ekki bara hjá bankasýslunni en það liggur auðvitað fyrir að þessi framkoma núna eykur ekki trúverðugleika þessa ferlis,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Forstjóri Bankasýslu ríkisins vildi ekki veita fréttastofu viðtal þegar eftir því var óskað en fram hefur komið að Bankasýslan vinni að svörum við tugum spurninga frá fjárlaganefnd. „Þetta eru algerlega óásættanleg vinnubrögð. Þessi fundur var boðaður vel fyrir páska. Þessar spurningar voru sendar fyrir um þremur vikum síðan. Þetta mál hefur verið til umfjöllunar í samfélaginu og á Alþingi síðan þá, og Bankasýslan hefur bara ekki verið að sinna starfi sínu í millitíðinni,“ segir Kristrún. Til stendur að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flytji munnlega skýrslu um bankasöluna á Alþingi í dag. Það segir Kristrún að sé óheppilegt í ljósi þess að mikilvægar upplýsingar hefðu komið fram í minnisblaðinu sem hefði átt að kynna í morgun. „Eftir þessa munnlegu skýrslu síðar í dag verður ekki formleg umræða um Íslandsbankasöluna, nema þá að stjórnarandstaðan ákveði að taka þetta upp í störfum þingsins eða fundarstjórn. Og það er mjög slæmt fyrir þinglega umræðu að þessar upplýsingar hafi ekki komið á undan umræðunni um munnlegu skýrsluna í dag,“ segir Kristrún. Ferlið gekk ekki sem skyldi Stjórnarþingmenn hafa lýst miklum vonbrigðum með frest Bankasýslunnar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, vísar því þó á bug í samtali við fréttastofu að reynt sé með því að gagnrýna Bankasýsluna að varpa ábyrgðinni af ríkisstjórninni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm „Ég vísa því algerlega á bug. Það er þetta framkvæmdarferli sem við höfum verið að gagnrýna og viljum fá svör við. Við teljum það sýnt miðað við þær upplýsingar sem við höfum að það hafi ekki gengið sem skyldi. Því vörpum við fram þessum spurningum, til að fá þessi svör,“ segir Bjarkey. Tíminn sem Bankasýslan taki sér sé sannarlega of langur og það tefur eftirlitshlutverk Alþingis, að sögn Bjarkeyjar. „Mér finnst það eiginlega algerlega ótækt að biðja um frest með svona litlum fyrirvara þar sem ég tel nú að stærstur hluti þeirra spurninga sem við lögðum fyrir bankasýsluna hefði átt að liggja fyrir við útboðið sjálft,“ segir Bjarkey. Bryndís Haraldsdóttir, nefndarmaður í fjárlaganefnd og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í Morgunblaðinu miður að minnisblaðinu hafi ekki verið skilað í tæka tíð og segist hún mjög hissa á framgöngu Bankasýslunnar sem sé óásættanleg með öllu.
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Gerir athugasemdir við málflutning Bjarna Bjarni Benediktsson var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar sölu ríkisins á Íslandsbanka. Bjarni gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að öllum markmiðum sölunnar hafi verið náð. 24. apríl 2022 20:59 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37
Gerir athugasemdir við málflutning Bjarna Bjarni Benediktsson var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar sölu ríkisins á Íslandsbanka. Bjarni gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að öllum markmiðum sölunnar hafi verið náð. 24. apríl 2022 20:59