Oddvitaáskorunin: Finnst lognið flýta sér fullmikið í Borgarbyggð Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2022 12:00 Bjarney og fjölskyldan. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ég heiti Bjarney Bjarnadóttir og er oddviti sameiginlegs framboðs Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Ég er 43 ára grunnskólakennari og starfa við Grunnskólann í Borgarnesi. Ég er gift lögreglumanninum Sigurkarli Gústavssyni og samtals eigum við fjóra drengi, ég einn úr fyrra sambandi og hann þrjá. Auk þess eigum við hundinn Rökkva og kettina Grímu, Dimmu og Ólaf. Alltaf líf og fjör hér! Ég er uppalin í Breiðholtinu og gekk í Breiðholtsskóla, og fór svo í Fjölbrautaskólann í Breiðholti að því loknu. Mörgum árum síðar lá leiðin í Háskólann í Reykjavík þar sem ég útskrifaðist sem íþróttafræðingur og með kennsluréttindi fyrir grunn- og framhaldsskóla árið 2009. Árið 2010 flutti ég til Englands með barnsföður mínum en flutti heim aftur árið 2012, þá ólétt af syni mínum. Þegar sonur minn var 6 mánaða fékk ég starf sem grunnskólakennari og hef ég starfað sem slíkur allar götur síðan, í þremur mismunandi sveitarfélögum, núna síðast í Borgarbyggð. Í dag stunda ég að auki mastersnám í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun við Háskólann á Bifröst. Ég hef alltaf haft mikla réttlætiskennd og sterkar skoðanir, því lá beint við að feta út á braut stjórnmálanna. Ég er stundum kölluð „afskiptafræðingur“ í gríni, en öllu gríni fylgir alvara! Ég hef alltaf haft þörf fyrir að reyna að bjarga heiminum, þannig að þessi starfstitill er ekkert alveg úr lausu lofti gripinn. Ég brenn helst fyrir málefnum barna og mikilvægi þess að byrgja brunninn í tæka tíð. Eins og kemur fram í myndbandinu þá fæðumst við ekki með jöfn tækifæri í lífinu og það er undir ráðamönnum komið að jafna leikinn. Þar er skólakerfið gríðarlega mikilvægur hlekkur. En skólakerfið getur ekki staðið undir því eitt og sér, heilbrigðis-, velferðar- og félagslegu kerfin verða að stíga þar upp líka. Klippa: Oddvitaáskorun: Bjarney Bjarnadóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Margir fallegir, Borgarnesið t.d. eitt fallegasta bæjarstæði landsins. Ég bý við þau forréttindi að hafa útsýni yfir sjóinn og Hafnarfjallið og þ.a.l. með nýtt listaverk fyrir augunum á hverjum degi. En ef ég á að velja bara einn stað þá var nánast himneskt að dvelja við Álftavatn þegar ég labbaði Laugaveginn í fyrra með góðum hópi kvenna. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Mér finnst lognið stundum flýta sér fullmikið, veit samt ekki við hvern ég get rætt varðandi það. Bjarney í Álftavatni þegar hún labbaði Laugaveginn. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ætli það sé ekki að spila Netskrafl af miklum móð (BBjarna er notendanafnið fyrir áhugasama). Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Ætli það sé ekki þegar ég giftist löggu hérna um árið. Hvað færðu þér á pizzu? Get borðað flest nema ananas. Eins og mér finnst ferskur ananas góður og almennt ekki hlynnt miklum boðum og bönnum, þá er ég alveg hlynnt því að ananas verði bannaður á pizzur! Og nei, það er ekki hægt að plokka hann bara af... Hvaða lag peppar þig mest? Núna er það lagið Jerusalema, það er ekki hægt að hlusta á það án þess að byrja að dilla sér við það! Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Armbeygjur eru ofmetnar… Göngutúr eða skokk? Eftir alltof margar hnéaðgerðir er skokk ekki lengur valmöguleiki þannig að göngutúrar verða að duga. Tæki samt skokkið alltaf framyfir. Uppáhalds brandari? Ég og 9 ára sonur minn erum með svipaðan húmor þannig að hann var hafður með í ráðum varðandi þessa spurningu og þetta er brandarinn sem varð fyrir valinu: Tvær kindur voru að tala saman, „Meeeeeh“ sagði önnur kindin, þá sagði hin kindin:“Hey einmitt það sem ég ætlaði að segja!“ (Takk Gunni og Felix!) Hvað er þitt draumafríi? Við vinkonurnar fórum til Kenía þegar við urðum fertugar, ég held að ekkert muni nokkurn tímann toppa þá ferð. Bjarney í Kenía. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021 var ekki gott ár en það hafði meira með röð áfalla að gera frekar en heimsfaraldurinn. Heimsfaraldurinn breytti lífi mínu vandræðalega lítið. Uppáhalds tónlistarmaður? Ég hef alltaf verið svolítill sökker fyrir Whitney Houston. Ég beið til dæmis tímunum saman með útvarpið í gangi til að geta tekið I will always love you upp á kasettu og átti heila kasettu með laginu, báðum megin svo að ég þyrfti ekki að eyða tíma í að spóla tilbaka. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ég hef gert margt skrýtið, sumt man ég, annað ekki svona eins og gengur og gerist og sumt vil ég alls ekki muna (!) En það sem stendur upp úr er kannski ekkert svo skrýtið en það var svo sannarlega minnisstætt að dansa stríðsdans með Maasai þjóðflokknum þegar ég var í Kenía hérna um árið. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Nína Dögg yrði fyrir valinu ef ég fengi að ráða. Hefur þú verið í verbúð? Nei en vann í fiski í Bolungarvík eitt sumar þegar ég var 16 ára. Ég lærði þá að það er mjög mikilvægt að segja Í Bolungarvík og fullkomlega löglegt að tala um Á helginni, sú viska hefur fylgt mér allar götur síðan. Áhrifamesta kvikmyndin? Sliding doors með Gwyneth Paltrow í aðalhlutverki og kom út árið 1998. Svo magnað að hugsa til þess hvernig örlítil augnablik og ákvarðanir geta haft stórkostlega mikil áhrif á hvaða stefnu lífið tekur. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, enda hef ég ekki horft á Nágranna síðan seint á síðustu öld. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Eitthvert með skíðasvæði í bakgarðinum. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég reyndar skammast mín ekkert fyrir að vera með afleitan tónlistarsmekk en það eru nokkur Eurovision lög sem ég hlusta reglulega á, t.d. Euphoria og svo kom Shum með úkraínsku hljómsveitinni Go_A sterkt inn á síðasta ári. Það hafa ófá danssporin verið tekin með því hér heima, við lítinn fögnuð viðstaddra! Svo er reyndar eitthvað við lagið 9 to 5 með Dolly Parton líka... Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Viðreisn Borgarbyggð Oddvitaáskorunin Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Ég heiti Bjarney Bjarnadóttir og er oddviti sameiginlegs framboðs Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Ég er 43 ára grunnskólakennari og starfa við Grunnskólann í Borgarnesi. Ég er gift lögreglumanninum Sigurkarli Gústavssyni og samtals eigum við fjóra drengi, ég einn úr fyrra sambandi og hann þrjá. Auk þess eigum við hundinn Rökkva og kettina Grímu, Dimmu og Ólaf. Alltaf líf og fjör hér! Ég er uppalin í Breiðholtinu og gekk í Breiðholtsskóla, og fór svo í Fjölbrautaskólann í Breiðholti að því loknu. Mörgum árum síðar lá leiðin í Háskólann í Reykjavík þar sem ég útskrifaðist sem íþróttafræðingur og með kennsluréttindi fyrir grunn- og framhaldsskóla árið 2009. Árið 2010 flutti ég til Englands með barnsföður mínum en flutti heim aftur árið 2012, þá ólétt af syni mínum. Þegar sonur minn var 6 mánaða fékk ég starf sem grunnskólakennari og hef ég starfað sem slíkur allar götur síðan, í þremur mismunandi sveitarfélögum, núna síðast í Borgarbyggð. Í dag stunda ég að auki mastersnám í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun við Háskólann á Bifröst. Ég hef alltaf haft mikla réttlætiskennd og sterkar skoðanir, því lá beint við að feta út á braut stjórnmálanna. Ég er stundum kölluð „afskiptafræðingur“ í gríni, en öllu gríni fylgir alvara! Ég hef alltaf haft þörf fyrir að reyna að bjarga heiminum, þannig að þessi starfstitill er ekkert alveg úr lausu lofti gripinn. Ég brenn helst fyrir málefnum barna og mikilvægi þess að byrgja brunninn í tæka tíð. Eins og kemur fram í myndbandinu þá fæðumst við ekki með jöfn tækifæri í lífinu og það er undir ráðamönnum komið að jafna leikinn. Þar er skólakerfið gríðarlega mikilvægur hlekkur. En skólakerfið getur ekki staðið undir því eitt og sér, heilbrigðis-, velferðar- og félagslegu kerfin verða að stíga þar upp líka. Klippa: Oddvitaáskorun: Bjarney Bjarnadóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Margir fallegir, Borgarnesið t.d. eitt fallegasta bæjarstæði landsins. Ég bý við þau forréttindi að hafa útsýni yfir sjóinn og Hafnarfjallið og þ.a.l. með nýtt listaverk fyrir augunum á hverjum degi. En ef ég á að velja bara einn stað þá var nánast himneskt að dvelja við Álftavatn þegar ég labbaði Laugaveginn í fyrra með góðum hópi kvenna. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Mér finnst lognið stundum flýta sér fullmikið, veit samt ekki við hvern ég get rætt varðandi það. Bjarney í Álftavatni þegar hún labbaði Laugaveginn. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ætli það sé ekki að spila Netskrafl af miklum móð (BBjarna er notendanafnið fyrir áhugasama). Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Ætli það sé ekki þegar ég giftist löggu hérna um árið. Hvað færðu þér á pizzu? Get borðað flest nema ananas. Eins og mér finnst ferskur ananas góður og almennt ekki hlynnt miklum boðum og bönnum, þá er ég alveg hlynnt því að ananas verði bannaður á pizzur! Og nei, það er ekki hægt að plokka hann bara af... Hvaða lag peppar þig mest? Núna er það lagið Jerusalema, það er ekki hægt að hlusta á það án þess að byrja að dilla sér við það! Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Armbeygjur eru ofmetnar… Göngutúr eða skokk? Eftir alltof margar hnéaðgerðir er skokk ekki lengur valmöguleiki þannig að göngutúrar verða að duga. Tæki samt skokkið alltaf framyfir. Uppáhalds brandari? Ég og 9 ára sonur minn erum með svipaðan húmor þannig að hann var hafður með í ráðum varðandi þessa spurningu og þetta er brandarinn sem varð fyrir valinu: Tvær kindur voru að tala saman, „Meeeeeh“ sagði önnur kindin, þá sagði hin kindin:“Hey einmitt það sem ég ætlaði að segja!“ (Takk Gunni og Felix!) Hvað er þitt draumafríi? Við vinkonurnar fórum til Kenía þegar við urðum fertugar, ég held að ekkert muni nokkurn tímann toppa þá ferð. Bjarney í Kenía. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021 var ekki gott ár en það hafði meira með röð áfalla að gera frekar en heimsfaraldurinn. Heimsfaraldurinn breytti lífi mínu vandræðalega lítið. Uppáhalds tónlistarmaður? Ég hef alltaf verið svolítill sökker fyrir Whitney Houston. Ég beið til dæmis tímunum saman með útvarpið í gangi til að geta tekið I will always love you upp á kasettu og átti heila kasettu með laginu, báðum megin svo að ég þyrfti ekki að eyða tíma í að spóla tilbaka. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ég hef gert margt skrýtið, sumt man ég, annað ekki svona eins og gengur og gerist og sumt vil ég alls ekki muna (!) En það sem stendur upp úr er kannski ekkert svo skrýtið en það var svo sannarlega minnisstætt að dansa stríðsdans með Maasai þjóðflokknum þegar ég var í Kenía hérna um árið. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Nína Dögg yrði fyrir valinu ef ég fengi að ráða. Hefur þú verið í verbúð? Nei en vann í fiski í Bolungarvík eitt sumar þegar ég var 16 ára. Ég lærði þá að það er mjög mikilvægt að segja Í Bolungarvík og fullkomlega löglegt að tala um Á helginni, sú viska hefur fylgt mér allar götur síðan. Áhrifamesta kvikmyndin? Sliding doors með Gwyneth Paltrow í aðalhlutverki og kom út árið 1998. Svo magnað að hugsa til þess hvernig örlítil augnablik og ákvarðanir geta haft stórkostlega mikil áhrif á hvaða stefnu lífið tekur. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, enda hef ég ekki horft á Nágranna síðan seint á síðustu öld. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Eitthvert með skíðasvæði í bakgarðinum. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég reyndar skammast mín ekkert fyrir að vera með afleitan tónlistarsmekk en það eru nokkur Eurovision lög sem ég hlusta reglulega á, t.d. Euphoria og svo kom Shum með úkraínsku hljómsveitinni Go_A sterkt inn á síðasta ári. Það hafa ófá danssporin verið tekin með því hér heima, við lítinn fögnuð viðstaddra! Svo er reyndar eitthvað við lagið 9 to 5 með Dolly Parton líka... Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Viðreisn Borgarbyggð Oddvitaáskorunin Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning