Kolefnishlutlaus Kópavogur Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 25. apríl 2022 10:30 Loftslagsbreytingar af manna völdum eru raunverulegar, og hlýnun jarðar er eitt stærsta vandamál nútímans og framtíðarinnar. Þjóðir heims hafa flestar sammælst um að bregðast við og þar megum við ekki láta okkar eftir liggja. Kolefnishlutleysi er gríðarmikilvægt Það er margt sem við getum gert til að tryggja að samfélögin okkar verði kolefnishlutlaus. Þar mega sveitarfélögin ekki sitja hjá. Sem grunneiningar í uppbyggingu samfélagsins gegna þau lykilhlutverki til að markmið eins og þessi náist. Neyslan fer öll fram í sveitarfélögunum og þar er stór hluti ákvarðana teknar. Með því að stilla af innkaup á vöru og þjónustu þannig að alltaf séu valdir umhverfisvænustu kostirnir, annað hvort kolefnishlutlausir eða kolefnisjafnað á móti kaupunum, hjálpum við til við að gera umhverfið betra. Kópavogur er stór og kolefnishlutleysi hér skiptir máli Rúmlega 10% íbúa landsins býr í Kópavogi. Með einfaldri nálgun má ætla, að utan stóriðju, verði 10. hvert tonn af koltvísýringi í andrúmslofti, sem Íslendingar eru ábyrgir fyrir, til í Kópavogi. Hér er því til mikils að vinna. Við getum ekki breytt heiminum ein en við getum tekið góðar ákvarðanir sjálf sem á endanum hafa áhrif. Með ákvörðun stórs sveitarfélags um að öll innkaup á voru og þjónustu verði kolefnishlutlaus fyrir lok kjörtímabilsins verður ekki aðeins sett pressa á okkur, heldur munu aðrir fylgja í kjölfarið. Hér skiptir til dæmis miklu máli að við mat á framkvæmdum og í skipulagi sé gætt að þessum þáttum sérstaklega. Framkvæmdaaðilar munu þá þurfa að sýna fram á að þeirra verkáætlanir, tækjanotkun og efnisnotkun sé kolefnishlutlaus, og hvernig þeir ætla að tryggja að svo sé. Bærinn sjálfur mun þurfa að sýna að þau faratæki sem hann notar eða kaupir, þær skrifstofuvörur, matvæli og fleira og fleira sé kolefnishlutlaust, eða að minnsta kosti kolefnisjafna á móti þeirri losun sem þetta skapar. Bærinn getur svo ýtt undir að bæjarbúar og fyrirtæki í bænum geri hið sama, t.d. með því að hjálpa til við uppsetningu rafhleðslustöðva, með fleiri grenndargámum, hjóla og göngustígum og skipulagi þjónustu í nærumhverfi. Kópavogur fyrirmynd Kópavogur á að vera fyrirmynd annarra sveitarfélaga þegar kemur að umhverfismálum. Vinstri græn vilja setja metnaðarfull en raunhæf markmið í þeim efnum. Göngum lengra og gerum Kópavog að betra samfélagi fyrir okkur öll. Höfundur er læknir og oddviti Vinstri grænna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri græn Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar af manna völdum eru raunverulegar, og hlýnun jarðar er eitt stærsta vandamál nútímans og framtíðarinnar. Þjóðir heims hafa flestar sammælst um að bregðast við og þar megum við ekki láta okkar eftir liggja. Kolefnishlutleysi er gríðarmikilvægt Það er margt sem við getum gert til að tryggja að samfélögin okkar verði kolefnishlutlaus. Þar mega sveitarfélögin ekki sitja hjá. Sem grunneiningar í uppbyggingu samfélagsins gegna þau lykilhlutverki til að markmið eins og þessi náist. Neyslan fer öll fram í sveitarfélögunum og þar er stór hluti ákvarðana teknar. Með því að stilla af innkaup á vöru og þjónustu þannig að alltaf séu valdir umhverfisvænustu kostirnir, annað hvort kolefnishlutlausir eða kolefnisjafnað á móti kaupunum, hjálpum við til við að gera umhverfið betra. Kópavogur er stór og kolefnishlutleysi hér skiptir máli Rúmlega 10% íbúa landsins býr í Kópavogi. Með einfaldri nálgun má ætla, að utan stóriðju, verði 10. hvert tonn af koltvísýringi í andrúmslofti, sem Íslendingar eru ábyrgir fyrir, til í Kópavogi. Hér er því til mikils að vinna. Við getum ekki breytt heiminum ein en við getum tekið góðar ákvarðanir sjálf sem á endanum hafa áhrif. Með ákvörðun stórs sveitarfélags um að öll innkaup á voru og þjónustu verði kolefnishlutlaus fyrir lok kjörtímabilsins verður ekki aðeins sett pressa á okkur, heldur munu aðrir fylgja í kjölfarið. Hér skiptir til dæmis miklu máli að við mat á framkvæmdum og í skipulagi sé gætt að þessum þáttum sérstaklega. Framkvæmdaaðilar munu þá þurfa að sýna fram á að þeirra verkáætlanir, tækjanotkun og efnisnotkun sé kolefnishlutlaus, og hvernig þeir ætla að tryggja að svo sé. Bærinn sjálfur mun þurfa að sýna að þau faratæki sem hann notar eða kaupir, þær skrifstofuvörur, matvæli og fleira og fleira sé kolefnishlutlaust, eða að minnsta kosti kolefnisjafna á móti þeirri losun sem þetta skapar. Bærinn getur svo ýtt undir að bæjarbúar og fyrirtæki í bænum geri hið sama, t.d. með því að hjálpa til við uppsetningu rafhleðslustöðva, með fleiri grenndargámum, hjóla og göngustígum og skipulagi þjónustu í nærumhverfi. Kópavogur fyrirmynd Kópavogur á að vera fyrirmynd annarra sveitarfélaga þegar kemur að umhverfismálum. Vinstri græn vilja setja metnaðarfull en raunhæf markmið í þeim efnum. Göngum lengra og gerum Kópavog að betra samfélagi fyrir okkur öll. Höfundur er læknir og oddviti Vinstri grænna í Kópavogi.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun