Fjarskipti yfir farsíma í sveitum og þéttbýli Íslands Jón Frímann Jónsson skrifar 25. apríl 2022 07:01 Ég er áhugamaður um fjarskipti og hef verið í mörg ár. Þar á meðal fjarskipti sem fara um farsíma. Á Íslandi er staðan áhugaverð, miðað við nágrannalöndin. Þar sem fyrirtækin á Íslandi sem bjóða farsímaþjónustu virðast hafa þá stefnu að bjóða nýja þjónustu seint og illa. Þetta hefur lagast mikið undanfarin ár frá því sem þetta var áður. Það eru að verða miklar breytingar á farsímum og þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á. Tími farsíma með takka og engra möguleika er að renna sitt skeið á enda. Þeir verða í gangi nokkur ár í viðbót en munu síðan hverfa. Ástæðan er lokun 2G (GSM) og 3G kerfanna á Íslandi og allstaðar um heiminn. Lönd eru misjafnlega langt kominn í þessu ferli en í sumum ríkjum er ekkert 2G og 3G samband lengur. Þar er aðeins í boði 4G og 5G farsímasamband. Á Íslandi er það landslag sem kemur í veg fyrir að merki frá farsímasendum nái til sveitabæja sem eru staðsettir þannig að þeir eru í skugga frá öllum hliðum. Þetta er gamalt vandamál og hefur á tímum komið í veg fyrir að fólk nái jafnvel útvarpi og sjónvarpi heima hjá sér. Alveg þangað til fyrir nokkrum árum síðan. Þegar farið var að skipta yfir í ljósleiðara úr gamla heimasímanum yfir kopar. Þá gat fólk fengið sér útvarp sem virkar yfir internetið og þannig náð öllum íslensku útvarpsstöðvunum. Það sama gilti um íslenskar og erlendar sjónvarpsstöðvar, núna er hægt að ná þessu öllu saman yfir ljósleiðara (gegn áskriftargjaldi) án nokkura vandamála. Tími loftneta og lélegs sjónvarps og útvarpsmerkis eru hluti fortíðar í sveitum Íslands. Nema þegar það kemur af farsímum. Á Íslandi virðist hafa verið tekin sú stefna að keyra öll farsíma fjarskipti í gegnum sendakerfi símafyrirtækjanna. Alveg þó svo að slíkt kosti aukalega milljónir króna. Í staðinn fyrir að fara ódýrari leiðina og keyra hluta af þessum fjarskiptum í gegnum þráðlaus netkerfi í heimilum íslendinga og fyrirtækja. Bæði mundi tryggja gott samband farsíma innanhúss til að hringja og taka á móti og senda sms, sem er einnig hægt yfir venjulegt WiFi í þessari stillingu, samkvæmt minni bestur þekkingu núna. Þetta er ekki tengt þjónustu sem Google býður upp á og kallast Google RCS (Rich Communication Services) eða álíka (Google Message service er einnig notað held ég). GSMA sem stjórnar stöðlum í farsímum stjórnar einnig þróun RCS en í flestum Android farsímum er það Google sem tengir þessa þjónustu, ekki það fyrirtæki sem þú kaupir farsímaþjónustu af. Þetta er samt mismunandi milli landa og fyrirtækja og því ekki eitt ákveðið form á þessari þjónustu hjá notendum. Þetta mun þróast í framtíðinni, hvernig sú þróun verður veit ég ekki. Þegar 5G verður komið í almennilega þjónustu eftir nokkur ár. Þá verður einnig í boði 5G Voice, eða Vo5G eins og það verður kallað. Eins og með VoLTE og VoWiFi þá verður öll talþjónusta yfir IP netkerfi á þessum farsímakerfum. Þetta er einnig sú þróun sem er núna að eiga sér stað í heimasímanum, hjá þeim sem eru með slíkan síma í dag. Öll símtöl munu í lok árs 2022 fara í gengum VoIP yfir netkerfi (þarf ekki að vera yfir internetið) ef ég skil áætlanir símafyrirtækjanna rétt. Það er dýrt að setja og reka farsímasenda á Íslandi. Sérstaklega þar sem byggð er dreifð og landslag erfitt. Því skil ég ekki afhverju íslensku fjarskiptafyrirtækin hafi ekki fjárfest í tækni þar sem símtalið fer yfir WiFi frekar en farsímasenda. Þetta gildir einnig á höfuðborgarsvæðinu, þar sem húsnæði lokar eða takmarkar farsímamerki innanhúss. Af þessum ástæðum skil ég ekki afhverju íslensku fjarskiptafyrirtækin hafi ekki tekið VoWiFi tækninni fagnandi og tekið hana í notkun fyrir mörgum árum síðan. Sama má segja um VoLTE tækninni, sem aðeins eitt eða tvö fjarskiptafyrirtæki hafa tekið í notkun á Íslandi. Önnur fjarskiptafyrirtæki á Íslandi senda farsímasímtöl ennþá yfir úrelt 2G (GSM) og 3G kerfi sem verður slökkt á fljótlega til þess að rýma fyrir 4G og 5G tækninni. Heimildir: 1. https://www.gsma.com/futurenetworks/ip_services/vowifi/ 2. https://en.wikipedia.org/wiki/Rich_Communication_Services Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um fjarskipti af öllum gerðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ég er áhugamaður um fjarskipti og hef verið í mörg ár. Þar á meðal fjarskipti sem fara um farsíma. Á Íslandi er staðan áhugaverð, miðað við nágrannalöndin. Þar sem fyrirtækin á Íslandi sem bjóða farsímaþjónustu virðast hafa þá stefnu að bjóða nýja þjónustu seint og illa. Þetta hefur lagast mikið undanfarin ár frá því sem þetta var áður. Það eru að verða miklar breytingar á farsímum og þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á. Tími farsíma með takka og engra möguleika er að renna sitt skeið á enda. Þeir verða í gangi nokkur ár í viðbót en munu síðan hverfa. Ástæðan er lokun 2G (GSM) og 3G kerfanna á Íslandi og allstaðar um heiminn. Lönd eru misjafnlega langt kominn í þessu ferli en í sumum ríkjum er ekkert 2G og 3G samband lengur. Þar er aðeins í boði 4G og 5G farsímasamband. Á Íslandi er það landslag sem kemur í veg fyrir að merki frá farsímasendum nái til sveitabæja sem eru staðsettir þannig að þeir eru í skugga frá öllum hliðum. Þetta er gamalt vandamál og hefur á tímum komið í veg fyrir að fólk nái jafnvel útvarpi og sjónvarpi heima hjá sér. Alveg þangað til fyrir nokkrum árum síðan. Þegar farið var að skipta yfir í ljósleiðara úr gamla heimasímanum yfir kopar. Þá gat fólk fengið sér útvarp sem virkar yfir internetið og þannig náð öllum íslensku útvarpsstöðvunum. Það sama gilti um íslenskar og erlendar sjónvarpsstöðvar, núna er hægt að ná þessu öllu saman yfir ljósleiðara (gegn áskriftargjaldi) án nokkura vandamála. Tími loftneta og lélegs sjónvarps og útvarpsmerkis eru hluti fortíðar í sveitum Íslands. Nema þegar það kemur af farsímum. Á Íslandi virðist hafa verið tekin sú stefna að keyra öll farsíma fjarskipti í gegnum sendakerfi símafyrirtækjanna. Alveg þó svo að slíkt kosti aukalega milljónir króna. Í staðinn fyrir að fara ódýrari leiðina og keyra hluta af þessum fjarskiptum í gegnum þráðlaus netkerfi í heimilum íslendinga og fyrirtækja. Bæði mundi tryggja gott samband farsíma innanhúss til að hringja og taka á móti og senda sms, sem er einnig hægt yfir venjulegt WiFi í þessari stillingu, samkvæmt minni bestur þekkingu núna. Þetta er ekki tengt þjónustu sem Google býður upp á og kallast Google RCS (Rich Communication Services) eða álíka (Google Message service er einnig notað held ég). GSMA sem stjórnar stöðlum í farsímum stjórnar einnig þróun RCS en í flestum Android farsímum er það Google sem tengir þessa þjónustu, ekki það fyrirtæki sem þú kaupir farsímaþjónustu af. Þetta er samt mismunandi milli landa og fyrirtækja og því ekki eitt ákveðið form á þessari þjónustu hjá notendum. Þetta mun þróast í framtíðinni, hvernig sú þróun verður veit ég ekki. Þegar 5G verður komið í almennilega þjónustu eftir nokkur ár. Þá verður einnig í boði 5G Voice, eða Vo5G eins og það verður kallað. Eins og með VoLTE og VoWiFi þá verður öll talþjónusta yfir IP netkerfi á þessum farsímakerfum. Þetta er einnig sú þróun sem er núna að eiga sér stað í heimasímanum, hjá þeim sem eru með slíkan síma í dag. Öll símtöl munu í lok árs 2022 fara í gengum VoIP yfir netkerfi (þarf ekki að vera yfir internetið) ef ég skil áætlanir símafyrirtækjanna rétt. Það er dýrt að setja og reka farsímasenda á Íslandi. Sérstaklega þar sem byggð er dreifð og landslag erfitt. Því skil ég ekki afhverju íslensku fjarskiptafyrirtækin hafi ekki fjárfest í tækni þar sem símtalið fer yfir WiFi frekar en farsímasenda. Þetta gildir einnig á höfuðborgarsvæðinu, þar sem húsnæði lokar eða takmarkar farsímamerki innanhúss. Af þessum ástæðum skil ég ekki afhverju íslensku fjarskiptafyrirtækin hafi ekki tekið VoWiFi tækninni fagnandi og tekið hana í notkun fyrir mörgum árum síðan. Sama má segja um VoLTE tækninni, sem aðeins eitt eða tvö fjarskiptafyrirtæki hafa tekið í notkun á Íslandi. Önnur fjarskiptafyrirtæki á Íslandi senda farsímasímtöl ennþá yfir úrelt 2G (GSM) og 3G kerfi sem verður slökkt á fljótlega til þess að rýma fyrir 4G og 5G tækninni. Heimildir: 1. https://www.gsma.com/futurenetworks/ip_services/vowifi/ 2. https://en.wikipedia.org/wiki/Rich_Communication_Services Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um fjarskipti af öllum gerðum.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun