Stígur fram vegna máls sonar síns Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2022 15:38 Claudia Ashanie Wilson, lögmaður og móðir. Vísir/Stína Claudia Ashanie Wilson lögmaður telur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa gert alvarleg mistök við afskipti af sextán ára syni hennar í vikunni. Lögregla vitjaði piltsins í tvígang í tengslum við leit að ungum strokufanga en þeir eru báðir dökkir á hörund. Rætt verður við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún hefur ekki tjáð sig um það við fjölmiðla fyrr en nú. Claudia var í bakaríi í Mjóddinni með syni sínum að morgni sumardagsins fyrsta þegar lögregluþjónar, ásamt sérsveitarmönnum að hennar sögn, mættu til að fylgja eftir ábendingu í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama, strokufanga. Lögregla hafði þá fengið ábendingu um að Gabríel væri mögulega í bakaríinu en þar reyndist vera sonur Claudiu. Þetta var í annað sinn sem lögregla og sérsveit höfðu afskipti af syni hennar vegna leitarinnar, í fyrra skiptið í strætó daginn áður. „Það skiptir engu máli að við erum á Íslandi en ekki í Bandaríkjunum. Það er sami ótti og hræðsla sem vaknar hjá manni,“ segir Claudia þegar hún er beðin um að lýsa því hvað fór í gegnum huga hennar þegar hringt var í hana og hún látin vita að sérsveitin hefði vitjað sonar hennar í fyrsta skiptið. Alvarleg mistök hafi orðið Claudia kveðst skilja að lögregla þurfi að sinna vinnu sinni. En margt hefði mátt gera til þess að koma í veg fyrir að sérsveitin væri send á saklausan son hennar og það sé eðlilegt að gera ríkari kröfur til lögreglu en almennra borgara sem tilkynntu piltinn. „Í mínum huga áttu alvarleg mistök sér stað. Sem stöfuðu að mínu mati á vanþekkingu hennar [lögreglu] á hættunni sem fylgir kynþáttamiðaðri löggæslu, á ensku racial profiling.“ Hún finni fyrir miklu vantrausti í garð lögreglu af hálfu fólks af erlendum uppruna, einkum ungmenna. Þetta verði að fyrirbyggja. „Til dæmis að umboðsmaður barna fari í frumkvæðisathugun á verkferlum lögreglu þegar kemur að samskiptum og afskiptum af einstaklingum af erlendum uppruna, sérstaklega ungmennum og börnum. Og athuga hvort það sé í samræmi við barnasáttmálann.“ Ítarlega verður rætt við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Lögreglumál Mannréttindi Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Reykjavík Tengdar fréttir Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13 Hafnar því að rasismi grasseri innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra er sannfærður um að lögregla dragi lærdóm af máli strokufanga í kjölfar samfélagsumræðu sem spannst um viðbrögð hennar við leitina. Hann hafnar því að viðbrögðin hafi grundvallast á rasisma. 22. apríl 2022 13:33 Handtóku Gabríel og félaga hans í sumarbústað Strokufanginn sem leitað var að í vikunni var handtekinn í sumarbústað rétt utan við borgina ásamt fimm öðrum eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir. 22. apríl 2022 11:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Claudia var í bakaríi í Mjóddinni með syni sínum að morgni sumardagsins fyrsta þegar lögregluþjónar, ásamt sérsveitarmönnum að hennar sögn, mættu til að fylgja eftir ábendingu í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama, strokufanga. Lögregla hafði þá fengið ábendingu um að Gabríel væri mögulega í bakaríinu en þar reyndist vera sonur Claudiu. Þetta var í annað sinn sem lögregla og sérsveit höfðu afskipti af syni hennar vegna leitarinnar, í fyrra skiptið í strætó daginn áður. „Það skiptir engu máli að við erum á Íslandi en ekki í Bandaríkjunum. Það er sami ótti og hræðsla sem vaknar hjá manni,“ segir Claudia þegar hún er beðin um að lýsa því hvað fór í gegnum huga hennar þegar hringt var í hana og hún látin vita að sérsveitin hefði vitjað sonar hennar í fyrsta skiptið. Alvarleg mistök hafi orðið Claudia kveðst skilja að lögregla þurfi að sinna vinnu sinni. En margt hefði mátt gera til þess að koma í veg fyrir að sérsveitin væri send á saklausan son hennar og það sé eðlilegt að gera ríkari kröfur til lögreglu en almennra borgara sem tilkynntu piltinn. „Í mínum huga áttu alvarleg mistök sér stað. Sem stöfuðu að mínu mati á vanþekkingu hennar [lögreglu] á hættunni sem fylgir kynþáttamiðaðri löggæslu, á ensku racial profiling.“ Hún finni fyrir miklu vantrausti í garð lögreglu af hálfu fólks af erlendum uppruna, einkum ungmenna. Þetta verði að fyrirbyggja. „Til dæmis að umboðsmaður barna fari í frumkvæðisathugun á verkferlum lögreglu þegar kemur að samskiptum og afskiptum af einstaklingum af erlendum uppruna, sérstaklega ungmennum og börnum. Og athuga hvort það sé í samræmi við barnasáttmálann.“ Ítarlega verður rætt við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Lögreglumál Mannréttindi Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Reykjavík Tengdar fréttir Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13 Hafnar því að rasismi grasseri innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra er sannfærður um að lögregla dragi lærdóm af máli strokufanga í kjölfar samfélagsumræðu sem spannst um viðbrögð hennar við leitina. Hann hafnar því að viðbrögðin hafi grundvallast á rasisma. 22. apríl 2022 13:33 Handtóku Gabríel og félaga hans í sumarbústað Strokufanginn sem leitað var að í vikunni var handtekinn í sumarbústað rétt utan við borgina ásamt fimm öðrum eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir. 22. apríl 2022 11:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13
Hafnar því að rasismi grasseri innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra er sannfærður um að lögregla dragi lærdóm af máli strokufanga í kjölfar samfélagsumræðu sem spannst um viðbrögð hennar við leitina. Hann hafnar því að viðbrögðin hafi grundvallast á rasisma. 22. apríl 2022 13:33
Handtóku Gabríel og félaga hans í sumarbústað Strokufanginn sem leitað var að í vikunni var handtekinn í sumarbústað rétt utan við borgina ásamt fimm öðrum eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir. 22. apríl 2022 11:58