Sakfelldir vegna útlits og litarafts Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. apríl 2022 15:21 Antonio García Carbonell (t.v.) og Ahmed Tommouhi (t.h.) Tveir menn voru, á grundvelli litarafts og útlits, dæmdir til 15 ára fangelsisvistar fyrir nokkrar nauðganir í Barcelona í lok síðustu aldar. Vitað er hver hinn raunverulegi ódæðismaður var. Nú 30 árum síðar hefur eitt fórnarlambanna stigið fram og viðurkennt að hafa veitt falskan vitnisburð. Engu að síður er talið ólíklegt að mennirnir hljóti sakaruppgjöf. Árið 1991 reið alda nauðgana yfir Barcelona. Tveir menn nauðguðu ungum stúlkum, sumum undir lögaldri. Fórnarlömbin sögðu að hinir seku hefðu rætt saman á norður-afrísku máli og væru arabískir í útliti. Dag nokkurn handtók lögreglan Ahmed Tommouhi, verkamann frá Marokkó. Nokkur fórnarlambanna báru kennsl á hann og staðfestu að hann væri annar ódæðismannanna. Skömmu síðar var samlandi hans, Abderrazak Mounib, einnig handtekinn. Mennirnir þekktust ekkert. Rannsóknin og réttarhöldin stóðu yfir í fjögur ár. Sakfellingin byggðist eingöngu á því að helmingur fórnarlambanna sagði þá hina seku. Engin önnur sönnunargögn voru lögð fram, sannfæring fórnarlambanna varð að sannfæringu lögreglunnar og síðar að sannfæringu dómaranna, sem dæmdu mennina tvo í 15 ára fangelsi. Mounib lést í fangelsi árið 2000, en Tommouhi afplánaði allan dóminn og var látinn laus síðla árs 2006. Önnur bylgja nauðgana fer af stað Tveimur mánuðum eftir að mennirnir voru dæmdir, árið 1995 hófst önnur bylgja nauðgana í Barcelona, mynstrið var nákvæmlega eins og í fyrra skiptið. Lögreglan hafði þá hendur í hári Antonio García Carbonell. Hann er Spánverji af Róma-ættum og talaði við samverkamann sinn á Caló, tungumáli Róma-fólks. Reyndar ekkert líkt norður-afrískum málum. Carbonell og Tommouhi voru sláandi líkir. Carbonell var dæmdur til 270 ára fangelsisvistar, en afplánaði aðeins 18 ár. Samverkamaður hans hefur aldrei fundist. Þegar Carbonell var gómaður vaknaði upp grunur um að hugsanlega sætu tveir saklausir menn á bak við lás og slá. Öll gögn voru rannsökuð að nýju, þá fannst DNA-sýni úr einu málinu og á daginn kom að sá seki var Carbonell. Það leiddi til þess að dómstólar sýknuðu Marokkómennina af einni nauðgun, en héldu dóminum í hinum tveimur málunum til streitu og áfram sátu mennirnir blásaklausir í fangelsi. Börðust linnulaust fyrir sakleysi sínu Þeir börðust fyrir sakleysi sínu allan tímann, hringdu án afláts í blaðamenn og stjórnmálamenn, og einu sinni hringdi annar þeirra í sjónvarpsþátt í beinni útsendingu til þess að reyna að vekja máls á meðferðinni. Allt kom fyrir ekki, hæstiréttur sagði blákalt að engin ný gögn væru komin fram í málinu og því væri endurupptaka útilokuð. Fyrir stuttu, þegar 30 ár voru liðin frá handtöku Marokkómannanna var málið rifjað upp í fjölmiðlum og greint frá því að enn hefðu þeir ekki fengið sakaruppgjöf, þrátt fyrir að allir viti að þeir séu saklausir. Þá setti kona að nafni Nuria sig í samband við blaðamann El País. Hún var 14 ára þegar henni var nauðgað, árið 1991, og sagðist vera handviss um að hafa gert mistök þegar hún bar kennsl á þá. Hún stóð í þeirri trú að mennirnir hefðu fengið sakaruppgjöf og vildi með viðtalinu biðja þá afsökunar og bauðst til að aðstoða þá við að leita réttlætis. „Þetta fer að verða gott“, var það eina sem Ahmed sagði þegar honum voru færð skilaboðin, „hvað vilja dómstólar fá í viðbót…“ Spánn Erlend sakamál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Árið 1991 reið alda nauðgana yfir Barcelona. Tveir menn nauðguðu ungum stúlkum, sumum undir lögaldri. Fórnarlömbin sögðu að hinir seku hefðu rætt saman á norður-afrísku máli og væru arabískir í útliti. Dag nokkurn handtók lögreglan Ahmed Tommouhi, verkamann frá Marokkó. Nokkur fórnarlambanna báru kennsl á hann og staðfestu að hann væri annar ódæðismannanna. Skömmu síðar var samlandi hans, Abderrazak Mounib, einnig handtekinn. Mennirnir þekktust ekkert. Rannsóknin og réttarhöldin stóðu yfir í fjögur ár. Sakfellingin byggðist eingöngu á því að helmingur fórnarlambanna sagði þá hina seku. Engin önnur sönnunargögn voru lögð fram, sannfæring fórnarlambanna varð að sannfæringu lögreglunnar og síðar að sannfæringu dómaranna, sem dæmdu mennina tvo í 15 ára fangelsi. Mounib lést í fangelsi árið 2000, en Tommouhi afplánaði allan dóminn og var látinn laus síðla árs 2006. Önnur bylgja nauðgana fer af stað Tveimur mánuðum eftir að mennirnir voru dæmdir, árið 1995 hófst önnur bylgja nauðgana í Barcelona, mynstrið var nákvæmlega eins og í fyrra skiptið. Lögreglan hafði þá hendur í hári Antonio García Carbonell. Hann er Spánverji af Róma-ættum og talaði við samverkamann sinn á Caló, tungumáli Róma-fólks. Reyndar ekkert líkt norður-afrískum málum. Carbonell og Tommouhi voru sláandi líkir. Carbonell var dæmdur til 270 ára fangelsisvistar, en afplánaði aðeins 18 ár. Samverkamaður hans hefur aldrei fundist. Þegar Carbonell var gómaður vaknaði upp grunur um að hugsanlega sætu tveir saklausir menn á bak við lás og slá. Öll gögn voru rannsökuð að nýju, þá fannst DNA-sýni úr einu málinu og á daginn kom að sá seki var Carbonell. Það leiddi til þess að dómstólar sýknuðu Marokkómennina af einni nauðgun, en héldu dóminum í hinum tveimur málunum til streitu og áfram sátu mennirnir blásaklausir í fangelsi. Börðust linnulaust fyrir sakleysi sínu Þeir börðust fyrir sakleysi sínu allan tímann, hringdu án afláts í blaðamenn og stjórnmálamenn, og einu sinni hringdi annar þeirra í sjónvarpsþátt í beinni útsendingu til þess að reyna að vekja máls á meðferðinni. Allt kom fyrir ekki, hæstiréttur sagði blákalt að engin ný gögn væru komin fram í málinu og því væri endurupptaka útilokuð. Fyrir stuttu, þegar 30 ár voru liðin frá handtöku Marokkómannanna var málið rifjað upp í fjölmiðlum og greint frá því að enn hefðu þeir ekki fengið sakaruppgjöf, þrátt fyrir að allir viti að þeir séu saklausir. Þá setti kona að nafni Nuria sig í samband við blaðamann El País. Hún var 14 ára þegar henni var nauðgað, árið 1991, og sagðist vera handviss um að hafa gert mistök þegar hún bar kennsl á þá. Hún stóð í þeirri trú að mennirnir hefðu fengið sakaruppgjöf og vildi með viðtalinu biðja þá afsökunar og bauðst til að aðstoða þá við að leita réttlætis. „Þetta fer að verða gott“, var það eina sem Ahmed sagði þegar honum voru færð skilaboðin, „hvað vilja dómstólar fá í viðbót…“
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira