Sakfelldir vegna útlits og litarafts Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. apríl 2022 15:21 Antonio García Carbonell (t.v.) og Ahmed Tommouhi (t.h.) Tveir menn voru, á grundvelli litarafts og útlits, dæmdir til 15 ára fangelsisvistar fyrir nokkrar nauðganir í Barcelona í lok síðustu aldar. Vitað er hver hinn raunverulegi ódæðismaður var. Nú 30 árum síðar hefur eitt fórnarlambanna stigið fram og viðurkennt að hafa veitt falskan vitnisburð. Engu að síður er talið ólíklegt að mennirnir hljóti sakaruppgjöf. Árið 1991 reið alda nauðgana yfir Barcelona. Tveir menn nauðguðu ungum stúlkum, sumum undir lögaldri. Fórnarlömbin sögðu að hinir seku hefðu rætt saman á norður-afrísku máli og væru arabískir í útliti. Dag nokkurn handtók lögreglan Ahmed Tommouhi, verkamann frá Marokkó. Nokkur fórnarlambanna báru kennsl á hann og staðfestu að hann væri annar ódæðismannanna. Skömmu síðar var samlandi hans, Abderrazak Mounib, einnig handtekinn. Mennirnir þekktust ekkert. Rannsóknin og réttarhöldin stóðu yfir í fjögur ár. Sakfellingin byggðist eingöngu á því að helmingur fórnarlambanna sagði þá hina seku. Engin önnur sönnunargögn voru lögð fram, sannfæring fórnarlambanna varð að sannfæringu lögreglunnar og síðar að sannfæringu dómaranna, sem dæmdu mennina tvo í 15 ára fangelsi. Mounib lést í fangelsi árið 2000, en Tommouhi afplánaði allan dóminn og var látinn laus síðla árs 2006. Önnur bylgja nauðgana fer af stað Tveimur mánuðum eftir að mennirnir voru dæmdir, árið 1995 hófst önnur bylgja nauðgana í Barcelona, mynstrið var nákvæmlega eins og í fyrra skiptið. Lögreglan hafði þá hendur í hári Antonio García Carbonell. Hann er Spánverji af Róma-ættum og talaði við samverkamann sinn á Caló, tungumáli Róma-fólks. Reyndar ekkert líkt norður-afrískum málum. Carbonell og Tommouhi voru sláandi líkir. Carbonell var dæmdur til 270 ára fangelsisvistar, en afplánaði aðeins 18 ár. Samverkamaður hans hefur aldrei fundist. Þegar Carbonell var gómaður vaknaði upp grunur um að hugsanlega sætu tveir saklausir menn á bak við lás og slá. Öll gögn voru rannsökuð að nýju, þá fannst DNA-sýni úr einu málinu og á daginn kom að sá seki var Carbonell. Það leiddi til þess að dómstólar sýknuðu Marokkómennina af einni nauðgun, en héldu dóminum í hinum tveimur málunum til streitu og áfram sátu mennirnir blásaklausir í fangelsi. Börðust linnulaust fyrir sakleysi sínu Þeir börðust fyrir sakleysi sínu allan tímann, hringdu án afláts í blaðamenn og stjórnmálamenn, og einu sinni hringdi annar þeirra í sjónvarpsþátt í beinni útsendingu til þess að reyna að vekja máls á meðferðinni. Allt kom fyrir ekki, hæstiréttur sagði blákalt að engin ný gögn væru komin fram í málinu og því væri endurupptaka útilokuð. Fyrir stuttu, þegar 30 ár voru liðin frá handtöku Marokkómannanna var málið rifjað upp í fjölmiðlum og greint frá því að enn hefðu þeir ekki fengið sakaruppgjöf, þrátt fyrir að allir viti að þeir séu saklausir. Þá setti kona að nafni Nuria sig í samband við blaðamann El País. Hún var 14 ára þegar henni var nauðgað, árið 1991, og sagðist vera handviss um að hafa gert mistök þegar hún bar kennsl á þá. Hún stóð í þeirri trú að mennirnir hefðu fengið sakaruppgjöf og vildi með viðtalinu biðja þá afsökunar og bauðst til að aðstoða þá við að leita réttlætis. „Þetta fer að verða gott“, var það eina sem Ahmed sagði þegar honum voru færð skilaboðin, „hvað vilja dómstólar fá í viðbót…“ Spánn Erlend sakamál Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Veður Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Árið 1991 reið alda nauðgana yfir Barcelona. Tveir menn nauðguðu ungum stúlkum, sumum undir lögaldri. Fórnarlömbin sögðu að hinir seku hefðu rætt saman á norður-afrísku máli og væru arabískir í útliti. Dag nokkurn handtók lögreglan Ahmed Tommouhi, verkamann frá Marokkó. Nokkur fórnarlambanna báru kennsl á hann og staðfestu að hann væri annar ódæðismannanna. Skömmu síðar var samlandi hans, Abderrazak Mounib, einnig handtekinn. Mennirnir þekktust ekkert. Rannsóknin og réttarhöldin stóðu yfir í fjögur ár. Sakfellingin byggðist eingöngu á því að helmingur fórnarlambanna sagði þá hina seku. Engin önnur sönnunargögn voru lögð fram, sannfæring fórnarlambanna varð að sannfæringu lögreglunnar og síðar að sannfæringu dómaranna, sem dæmdu mennina tvo í 15 ára fangelsi. Mounib lést í fangelsi árið 2000, en Tommouhi afplánaði allan dóminn og var látinn laus síðla árs 2006. Önnur bylgja nauðgana fer af stað Tveimur mánuðum eftir að mennirnir voru dæmdir, árið 1995 hófst önnur bylgja nauðgana í Barcelona, mynstrið var nákvæmlega eins og í fyrra skiptið. Lögreglan hafði þá hendur í hári Antonio García Carbonell. Hann er Spánverji af Róma-ættum og talaði við samverkamann sinn á Caló, tungumáli Róma-fólks. Reyndar ekkert líkt norður-afrískum málum. Carbonell og Tommouhi voru sláandi líkir. Carbonell var dæmdur til 270 ára fangelsisvistar, en afplánaði aðeins 18 ár. Samverkamaður hans hefur aldrei fundist. Þegar Carbonell var gómaður vaknaði upp grunur um að hugsanlega sætu tveir saklausir menn á bak við lás og slá. Öll gögn voru rannsökuð að nýju, þá fannst DNA-sýni úr einu málinu og á daginn kom að sá seki var Carbonell. Það leiddi til þess að dómstólar sýknuðu Marokkómennina af einni nauðgun, en héldu dóminum í hinum tveimur málunum til streitu og áfram sátu mennirnir blásaklausir í fangelsi. Börðust linnulaust fyrir sakleysi sínu Þeir börðust fyrir sakleysi sínu allan tímann, hringdu án afláts í blaðamenn og stjórnmálamenn, og einu sinni hringdi annar þeirra í sjónvarpsþátt í beinni útsendingu til þess að reyna að vekja máls á meðferðinni. Allt kom fyrir ekki, hæstiréttur sagði blákalt að engin ný gögn væru komin fram í málinu og því væri endurupptaka útilokuð. Fyrir stuttu, þegar 30 ár voru liðin frá handtöku Marokkómannanna var málið rifjað upp í fjölmiðlum og greint frá því að enn hefðu þeir ekki fengið sakaruppgjöf, þrátt fyrir að allir viti að þeir séu saklausir. Þá setti kona að nafni Nuria sig í samband við blaðamann El País. Hún var 14 ára þegar henni var nauðgað, árið 1991, og sagðist vera handviss um að hafa gert mistök þegar hún bar kennsl á þá. Hún stóð í þeirri trú að mennirnir hefðu fengið sakaruppgjöf og vildi með viðtalinu biðja þá afsökunar og bauðst til að aðstoða þá við að leita réttlætis. „Þetta fer að verða gott“, var það eina sem Ahmed sagði þegar honum voru færð skilaboðin, „hvað vilja dómstólar fá í viðbót…“
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Veður Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira