Sakfelldir vegna útlits og litarafts Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. apríl 2022 15:21 Antonio García Carbonell (t.v.) og Ahmed Tommouhi (t.h.) Tveir menn voru, á grundvelli litarafts og útlits, dæmdir til 15 ára fangelsisvistar fyrir nokkrar nauðganir í Barcelona í lok síðustu aldar. Vitað er hver hinn raunverulegi ódæðismaður var. Nú 30 árum síðar hefur eitt fórnarlambanna stigið fram og viðurkennt að hafa veitt falskan vitnisburð. Engu að síður er talið ólíklegt að mennirnir hljóti sakaruppgjöf. Árið 1991 reið alda nauðgana yfir Barcelona. Tveir menn nauðguðu ungum stúlkum, sumum undir lögaldri. Fórnarlömbin sögðu að hinir seku hefðu rætt saman á norður-afrísku máli og væru arabískir í útliti. Dag nokkurn handtók lögreglan Ahmed Tommouhi, verkamann frá Marokkó. Nokkur fórnarlambanna báru kennsl á hann og staðfestu að hann væri annar ódæðismannanna. Skömmu síðar var samlandi hans, Abderrazak Mounib, einnig handtekinn. Mennirnir þekktust ekkert. Rannsóknin og réttarhöldin stóðu yfir í fjögur ár. Sakfellingin byggðist eingöngu á því að helmingur fórnarlambanna sagði þá hina seku. Engin önnur sönnunargögn voru lögð fram, sannfæring fórnarlambanna varð að sannfæringu lögreglunnar og síðar að sannfæringu dómaranna, sem dæmdu mennina tvo í 15 ára fangelsi. Mounib lést í fangelsi árið 2000, en Tommouhi afplánaði allan dóminn og var látinn laus síðla árs 2006. Önnur bylgja nauðgana fer af stað Tveimur mánuðum eftir að mennirnir voru dæmdir, árið 1995 hófst önnur bylgja nauðgana í Barcelona, mynstrið var nákvæmlega eins og í fyrra skiptið. Lögreglan hafði þá hendur í hári Antonio García Carbonell. Hann er Spánverji af Róma-ættum og talaði við samverkamann sinn á Caló, tungumáli Róma-fólks. Reyndar ekkert líkt norður-afrískum málum. Carbonell og Tommouhi voru sláandi líkir. Carbonell var dæmdur til 270 ára fangelsisvistar, en afplánaði aðeins 18 ár. Samverkamaður hans hefur aldrei fundist. Þegar Carbonell var gómaður vaknaði upp grunur um að hugsanlega sætu tveir saklausir menn á bak við lás og slá. Öll gögn voru rannsökuð að nýju, þá fannst DNA-sýni úr einu málinu og á daginn kom að sá seki var Carbonell. Það leiddi til þess að dómstólar sýknuðu Marokkómennina af einni nauðgun, en héldu dóminum í hinum tveimur málunum til streitu og áfram sátu mennirnir blásaklausir í fangelsi. Börðust linnulaust fyrir sakleysi sínu Þeir börðust fyrir sakleysi sínu allan tímann, hringdu án afláts í blaðamenn og stjórnmálamenn, og einu sinni hringdi annar þeirra í sjónvarpsþátt í beinni útsendingu til þess að reyna að vekja máls á meðferðinni. Allt kom fyrir ekki, hæstiréttur sagði blákalt að engin ný gögn væru komin fram í málinu og því væri endurupptaka útilokuð. Fyrir stuttu, þegar 30 ár voru liðin frá handtöku Marokkómannanna var málið rifjað upp í fjölmiðlum og greint frá því að enn hefðu þeir ekki fengið sakaruppgjöf, þrátt fyrir að allir viti að þeir séu saklausir. Þá setti kona að nafni Nuria sig í samband við blaðamann El País. Hún var 14 ára þegar henni var nauðgað, árið 1991, og sagðist vera handviss um að hafa gert mistök þegar hún bar kennsl á þá. Hún stóð í þeirri trú að mennirnir hefðu fengið sakaruppgjöf og vildi með viðtalinu biðja þá afsökunar og bauðst til að aðstoða þá við að leita réttlætis. „Þetta fer að verða gott“, var það eina sem Ahmed sagði þegar honum voru færð skilaboðin, „hvað vilja dómstólar fá í viðbót…“ Spánn Erlend sakamál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Árið 1991 reið alda nauðgana yfir Barcelona. Tveir menn nauðguðu ungum stúlkum, sumum undir lögaldri. Fórnarlömbin sögðu að hinir seku hefðu rætt saman á norður-afrísku máli og væru arabískir í útliti. Dag nokkurn handtók lögreglan Ahmed Tommouhi, verkamann frá Marokkó. Nokkur fórnarlambanna báru kennsl á hann og staðfestu að hann væri annar ódæðismannanna. Skömmu síðar var samlandi hans, Abderrazak Mounib, einnig handtekinn. Mennirnir þekktust ekkert. Rannsóknin og réttarhöldin stóðu yfir í fjögur ár. Sakfellingin byggðist eingöngu á því að helmingur fórnarlambanna sagði þá hina seku. Engin önnur sönnunargögn voru lögð fram, sannfæring fórnarlambanna varð að sannfæringu lögreglunnar og síðar að sannfæringu dómaranna, sem dæmdu mennina tvo í 15 ára fangelsi. Mounib lést í fangelsi árið 2000, en Tommouhi afplánaði allan dóminn og var látinn laus síðla árs 2006. Önnur bylgja nauðgana fer af stað Tveimur mánuðum eftir að mennirnir voru dæmdir, árið 1995 hófst önnur bylgja nauðgana í Barcelona, mynstrið var nákvæmlega eins og í fyrra skiptið. Lögreglan hafði þá hendur í hári Antonio García Carbonell. Hann er Spánverji af Róma-ættum og talaði við samverkamann sinn á Caló, tungumáli Róma-fólks. Reyndar ekkert líkt norður-afrískum málum. Carbonell og Tommouhi voru sláandi líkir. Carbonell var dæmdur til 270 ára fangelsisvistar, en afplánaði aðeins 18 ár. Samverkamaður hans hefur aldrei fundist. Þegar Carbonell var gómaður vaknaði upp grunur um að hugsanlega sætu tveir saklausir menn á bak við lás og slá. Öll gögn voru rannsökuð að nýju, þá fannst DNA-sýni úr einu málinu og á daginn kom að sá seki var Carbonell. Það leiddi til þess að dómstólar sýknuðu Marokkómennina af einni nauðgun, en héldu dóminum í hinum tveimur málunum til streitu og áfram sátu mennirnir blásaklausir í fangelsi. Börðust linnulaust fyrir sakleysi sínu Þeir börðust fyrir sakleysi sínu allan tímann, hringdu án afláts í blaðamenn og stjórnmálamenn, og einu sinni hringdi annar þeirra í sjónvarpsþátt í beinni útsendingu til þess að reyna að vekja máls á meðferðinni. Allt kom fyrir ekki, hæstiréttur sagði blákalt að engin ný gögn væru komin fram í málinu og því væri endurupptaka útilokuð. Fyrir stuttu, þegar 30 ár voru liðin frá handtöku Marokkómannanna var málið rifjað upp í fjölmiðlum og greint frá því að enn hefðu þeir ekki fengið sakaruppgjöf, þrátt fyrir að allir viti að þeir séu saklausir. Þá setti kona að nafni Nuria sig í samband við blaðamann El País. Hún var 14 ára þegar henni var nauðgað, árið 1991, og sagðist vera handviss um að hafa gert mistök þegar hún bar kennsl á þá. Hún stóð í þeirri trú að mennirnir hefðu fengið sakaruppgjöf og vildi með viðtalinu biðja þá afsökunar og bauðst til að aðstoða þá við að leita réttlætis. „Þetta fer að verða gott“, var það eina sem Ahmed sagði þegar honum voru færð skilaboðin, „hvað vilja dómstólar fá í viðbót…“
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent