Tískuglæpur: Fangaverðir óhressir með saumaskap fanganna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. apríl 2022 07:00 Valdemoro-fangelsið í Madrid. RICARDO RUBIO/GETTY IMAGES Spænskir fangaverðir eru afar ósáttir við nýja endurhæfingaráætlun sem ætlað er að veita föngum atvinnureynslu áður en þeir halda út í samfélagið. Áætlunin felur í sér að fangarnir sauma einkennisbúninga fangavarðanna og útkoman þykir ekki auka á glæsileika fangavarðanna. Stundum er haft á orði að misheppnuð klæði þyki vera „tískuslys“. En þegar talað er um nýja einkennisbúninga spænskra fangavarða er frekar um að ræða nokkurs konar „tískuglæp“. Föngum í átta fangelsum á Spáni hefur verið falið að sauma nýju einkennisbúningana og stéttarfélag fangelsisstarfsmanna á Spáni hefur nú kvartað formlega yfir því að nýju þeir séu hreint ekki nógu góðir. Gallarnir eiga til að rakna í sundur, þeir þykja almennt passa vörðunum illa og eru óþægilegir, oft eru stórir blettir á glænýjum búningunum og síðast en ekki síst þá eru vasarnir á búningunum hér og þar og buxnaskálmarnar mislangar. Segir einbeittan brotavilja að baki saumaskapnum Joaquín Leyva, talsmaður fangavarðafélagsins er ómyrkur í máli. Gallarnir standist einfaldlega ekki lágmarkskröfur, hvorki efnin sem notuð eru né afurðin þegar hún kemur út úr saumavélum fanganna. Þótt fáum kunni að koma á óvart að föngunum sé ekkert sérstaklega umhugað um þægindi varðanna, þá segir Leyva að vandamálið sé gallað kerfi miklu fremur en illgirni fanganna. Enginn vafi leiki á því að fangarnir geri sér það að leik að skila af sér illa saumuðum búningum, með mislöngum ermum og skálmum. Stóra vandamálið sé hins vegar að ekkert gæðaeftirlit sé með búningunum. Fangarnir fái litla sem enga þjálfun, þeir fái borgað eftir afköstum og því hugsi þeir, eðlilega, meira um magn en gæði. Þeir sjái sjálfir um gæðaeftirlitið, auk þess sem engin pressa sé á þeim, þeir geti hvort sem er ekki misst vinnuna. Lögreglan vel til fara en verðirnir rytjulegir Það er ríkisrekið fyrirtæki sem sér um saumaskapinn á búningum fangavarðanna, og búið er að fjárfesta í dýrum saumavélum og saumastofum í átta fangelsum víða um landið. Markmiðið er að veita föngum starfsreynslu sem auki líkurnar á að þeir geti orðið virkir samfélagsþegnar þegar refsivistinni lýkur. Samningurinn nær til saumaskapar á búningum 25.000 fangavarða um allan Spán, sem þessa dagana spyrja þessarar einföldu spurningar: Af hverju þurfum við að ganga í illa saumuðum búningum sem fangarnir hafa rimpað saman, á sama tíma og lögreglumenn landsins ganga í fallegum vel saumuðum búningum, sem framleiddir eru af fagfólki? Spánn Fangelsismál Tíska og hönnun Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Sjá meira
Stundum er haft á orði að misheppnuð klæði þyki vera „tískuslys“. En þegar talað er um nýja einkennisbúninga spænskra fangavarða er frekar um að ræða nokkurs konar „tískuglæp“. Föngum í átta fangelsum á Spáni hefur verið falið að sauma nýju einkennisbúningana og stéttarfélag fangelsisstarfsmanna á Spáni hefur nú kvartað formlega yfir því að nýju þeir séu hreint ekki nógu góðir. Gallarnir eiga til að rakna í sundur, þeir þykja almennt passa vörðunum illa og eru óþægilegir, oft eru stórir blettir á glænýjum búningunum og síðast en ekki síst þá eru vasarnir á búningunum hér og þar og buxnaskálmarnar mislangar. Segir einbeittan brotavilja að baki saumaskapnum Joaquín Leyva, talsmaður fangavarðafélagsins er ómyrkur í máli. Gallarnir standist einfaldlega ekki lágmarkskröfur, hvorki efnin sem notuð eru né afurðin þegar hún kemur út úr saumavélum fanganna. Þótt fáum kunni að koma á óvart að föngunum sé ekkert sérstaklega umhugað um þægindi varðanna, þá segir Leyva að vandamálið sé gallað kerfi miklu fremur en illgirni fanganna. Enginn vafi leiki á því að fangarnir geri sér það að leik að skila af sér illa saumuðum búningum, með mislöngum ermum og skálmum. Stóra vandamálið sé hins vegar að ekkert gæðaeftirlit sé með búningunum. Fangarnir fái litla sem enga þjálfun, þeir fái borgað eftir afköstum og því hugsi þeir, eðlilega, meira um magn en gæði. Þeir sjái sjálfir um gæðaeftirlitið, auk þess sem engin pressa sé á þeim, þeir geti hvort sem er ekki misst vinnuna. Lögreglan vel til fara en verðirnir rytjulegir Það er ríkisrekið fyrirtæki sem sér um saumaskapinn á búningum fangavarðanna, og búið er að fjárfesta í dýrum saumavélum og saumastofum í átta fangelsum víða um landið. Markmiðið er að veita föngum starfsreynslu sem auki líkurnar á að þeir geti orðið virkir samfélagsþegnar þegar refsivistinni lýkur. Samningurinn nær til saumaskapar á búningum 25.000 fangavarða um allan Spán, sem þessa dagana spyrja þessarar einföldu spurningar: Af hverju þurfum við að ganga í illa saumuðum búningum sem fangarnir hafa rimpað saman, á sama tíma og lögreglumenn landsins ganga í fallegum vel saumuðum búningum, sem framleiddir eru af fagfólki?
Spánn Fangelsismál Tíska og hönnun Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Sjá meira