Lögreglan handtók Gabríel í nótt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2022 08:23 Gabríel slapp úr haldi lögreglu í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Vísir Lögregla hefur handtekið hinn tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni þar sem segir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglunnar í gærkvöldi og nótt þar sem húsleitir voru gerðar og ökutæki stöðvuð leiddu til þess að hann var handtekinn undir morgun. Gabríel er nú í fangageymslu lögreglu. Fimm önnur voru handtekin í aðgerðum lögreglu sem rannsakar hvort Gabríel hafi verið veitt aðstoð við að losna undan handtöku. Þau eru einnig í fangageymslu lögreglu. Gabríel slapp úr haldi lögreglu um sjö leytið á þriðjudaginn en hann var þá fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem mál hans var til meðferðar. Lögregla hafði undanfarna daga leitað að Gabríel. Aðgerðir lögreglu höfðu sætt nokkurri gagnrýni þar sem lögregla hafði í tvígang afskipti af sextán ára dreng í tengslum við leitina að Gabríel, að því er virðist vegna þess að hann er þeldökkur líkt og Gabríel. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að henni þætti leitt að hinn sextán ára drengur hefði dregist inn í málið. Ræða þyrfti hvernig bæta mæti aðgerðir, lögregla yrði hins vegar að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Reykjavík Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni“ Ríkislögreglustjóri segist ekki geta útilokað fordóma í lögreglunni en telur lögreglu ekki hafa sýnt fram á rasisma í tengslum við leitina að strokufanga. Hún segir lögreglu ekki hafa val um að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni og að viðbrögð lögreglu hafi verið rétt. Henni þyki leitt að ungur maður hafi dregist inn í málið og að verið sé að ræða hvernig bæta megi aðgerðir í framhaldinu. 21. apríl 2022 20:00 Fer fram á að lögregla svari fyrir verklag sitt Þingmaður Pírata hefur farið fram á að dómsmálaráðherra og lögreglan mæti á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis til að svara fyrir verklag sitt við leitina að Gabríel Douane Boama. 21. apríl 2022 14:08 Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. 21. apríl 2022 13:23 Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni þar sem segir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglunnar í gærkvöldi og nótt þar sem húsleitir voru gerðar og ökutæki stöðvuð leiddu til þess að hann var handtekinn undir morgun. Gabríel er nú í fangageymslu lögreglu. Fimm önnur voru handtekin í aðgerðum lögreglu sem rannsakar hvort Gabríel hafi verið veitt aðstoð við að losna undan handtöku. Þau eru einnig í fangageymslu lögreglu. Gabríel slapp úr haldi lögreglu um sjö leytið á þriðjudaginn en hann var þá fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem mál hans var til meðferðar. Lögregla hafði undanfarna daga leitað að Gabríel. Aðgerðir lögreglu höfðu sætt nokkurri gagnrýni þar sem lögregla hafði í tvígang afskipti af sextán ára dreng í tengslum við leitina að Gabríel, að því er virðist vegna þess að hann er þeldökkur líkt og Gabríel. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að henni þætti leitt að hinn sextán ára drengur hefði dregist inn í málið. Ræða þyrfti hvernig bæta mæti aðgerðir, lögregla yrði hins vegar að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Reykjavík Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni“ Ríkislögreglustjóri segist ekki geta útilokað fordóma í lögreglunni en telur lögreglu ekki hafa sýnt fram á rasisma í tengslum við leitina að strokufanga. Hún segir lögreglu ekki hafa val um að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni og að viðbrögð lögreglu hafi verið rétt. Henni þyki leitt að ungur maður hafi dregist inn í málið og að verið sé að ræða hvernig bæta megi aðgerðir í framhaldinu. 21. apríl 2022 20:00 Fer fram á að lögregla svari fyrir verklag sitt Þingmaður Pírata hefur farið fram á að dómsmálaráðherra og lögreglan mæti á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis til að svara fyrir verklag sitt við leitina að Gabríel Douane Boama. 21. apríl 2022 14:08 Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. 21. apríl 2022 13:23 Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni“ Ríkislögreglustjóri segist ekki geta útilokað fordóma í lögreglunni en telur lögreglu ekki hafa sýnt fram á rasisma í tengslum við leitina að strokufanga. Hún segir lögreglu ekki hafa val um að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni og að viðbrögð lögreglu hafi verið rétt. Henni þyki leitt að ungur maður hafi dregist inn í málið og að verið sé að ræða hvernig bæta megi aðgerðir í framhaldinu. 21. apríl 2022 20:00
Fer fram á að lögregla svari fyrir verklag sitt Þingmaður Pírata hefur farið fram á að dómsmálaráðherra og lögreglan mæti á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis til að svara fyrir verklag sitt við leitina að Gabríel Douane Boama. 21. apríl 2022 14:08
Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. 21. apríl 2022 13:23
Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01