Ógnvænlegur sóknardúett nái þær að spila sig saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2022 12:00 Ef Elín Metta og Bryndís Arna ná vel saman er voðinn vís. Vísir/Vilhelm/Bára Dröfn Besta deild kvenna í fótbolta fer af stað á þriðjudaginn kemur, 26. apríl, með tveimur leikjum. Valskonur eiga titil að verja og það verður að segjast að liðið er ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að sóknarþenkjandi leikmönnum. Valur hefur titilvörnina á þriðjudag þegar spútniklið síðasta tímabils, Þróttur Reykjavík, heimsækir Hlíðarenda. Eftir að hafa farið í gegnum riðil sinn í Lengjubikarnum með fullt hús stiga tapaði Valur nokkuð óvænt 3-0 gegn Stjörnunni í undanúrslitum en tókst svo að vinna Meistarakeppni KSÍ þökk sé vítaspyrnukeppni. Þær Elín Metta Jensen og Bryndís Arna Níelsdóttir spiluðu ekki mínútu saman í leikjunum tveimur en mikil spenna ríkir fyrir mögulegu samstarfi þeirra í sumar. Bryndís Arna kom frá Fylki að loknu síðasta tímabili og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún sýnt að hún gæti orðið með betri framherjum deildarinnar þegar fram líða stundir. Elínu Mettu þarf vart að kynna fyrir landanum en hún hefur skorað samtals 185 mörk í 245 leikjum fyrir Val. Elín Metta á að baki 59 leiki fyrir íslenska A-lansliðið og hefur skorað í þeim 16 mörk.VÍSIR/VILHELM Vísir ræddi við nokkra sérfróða aðila um mögulegt samstarf þeirra tveggja og hvort varnarmenn annarra liða ættu að missa svefn ef þær ná að stilla strengi er líður á sumarið. Takist það þá er voðinn vís en þær hafa ekki náð að spila mikið saman í vetur. „Ekki haft svona öflugan dúett í mörg ár“ „Við erum auðvitað öll að vona að Elín Metta verði með að fullu í sumar. Hefur ekki verið mikið með á undirbúningstímabilinu en hefur spilað síðustu leiki og virðist vera komin á fullt,“ sagði Helena Ólafsdóttir, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um Bestu deild kvenna. „Ég er svo alveg sammála því að við höfum ekki haft svona öflugan dúett í mörg ár, hvað þá svona öfluga og ólíka leikmenn saman í liði. Það er eitthvað sem Pétur Pétursson (þjálfari Vals) gæti svo sannarlega nýtt sér. Persónulega hefur mér alltaf fundist Elín Metta vera meira „handandi framherji“ eða hola frekar en pjúra níu og því væri mjög öflugt að vera með Bryndísi Örnu fremsta,“ bætti Helena við. „Væri til í að sjá Pétur fara í gamla góða 4-4-2“ Sonný Lára Þráinsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari með Breiðabliki og sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í sumar, tekur í sama streng. „Það verður mjög gaman að fylgjast með samstarfi Bryndísar Örnu og Elínar Mettu hjá Val í sumar. Ég vona innilega að þær fái tækifæri til að spila saman upp á topp. Ég væri til í að sjá Pétur fara í gamla góða 4-4-2 leikkerfið.“ „Það hefði verið gott fyrir þær að nýta undirbúningstímabilið í að slípa sig saman en það gekk ekki. Ef þær fá hins vegar tækifæri í byrjun móts til að stilla saman strengi og ná að tengja vel saman þá er augljóst að báðar munu skora töluvert af mörkum í sumar,“ sagði Sonný Lára einnig. Bryndís Arna í leik síðasta sumar.Vísir/Bára Dröfn „Eru auðvitað mjög ólíkar“ Að lokum ræddi Vísir við Eið Ben, fyrrverandi þjálfara Vals sem þjálfar í dag Þrótt Vogum í Lengjudeild karla. Hann er mjög spenntur fyrir samstarfi þeirra Elínar Mettu og Bryndísar Örnu en hann er ekki alveg sammála Helenu hvor eigi að spila sem fremsti maður ef Pétur ákveði að spila með eina frammi og hina á bakvið. „Það er spurning hvernig liðið yrði þá stillt upp, Pétur gæti farið í 4-4-2, eitthvað sem við gerðum einstaka sinnum undanfarin þrjú ár. Eða þá - það sem mér finnst líklegra - að hann haldi sig við 4-2-3-1 þar sem Bryndís Arna verður fyrir aftan Elínu Mettu, svipað og Margrét Lára (Viðarsdóttir) gerði sumarið 2019 þegar Elín var fremst.“ „Þær eru auðvitað mjög ólíkar. Elín á það til að vera á stöðum sem hún á alls ekki að vera, en það getur að sama skapi verið hennar helsti kostur þar sem andstæðingurinn veit ekkert hvernig á að verjast henni. Hún tímasetur hlaup sín virkilega vel og elskar að keyra á vörn andstæðingsins.“ Elín Metta í leik með Val á síðustu leiktíðVísir/Vilhelm „Á sama tíma er Bryndís Arna meira í því að koma niður og fá boltann í fætur, góð að snúa og finna samherja í fáum snertingum. Hún er svo alltaf mætt í teiginn þegar það kemur fyrirgjöf og skorar þannig það sem flokka mætti sem „auðveld“ mörk,“ sagði Eiður að endingu. Það verður áhugavert að sjá hvað Íslandsmeistararnir bjóða upp í sumar en eins og áður sagði fór liðið mikinn í riðlakeppni Lengjubikarsins áður en sóknarleikurinn hrökk í baklás. Fram að því höfðu þær Ída Marín Hermannsdóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir þanið netmöskvana nokkuð reglulega og ljóst að Pétur hefur úr mörgum vopnum að velja í sumar. Besta deild kvenna hefst á tveimur leikjum þann 26. apríl. Leikur Vals og Þróttar Reykjavíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en allir leikir deildarinnar verða aðgengilegir í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Valur hefur titilvörnina á þriðjudag þegar spútniklið síðasta tímabils, Þróttur Reykjavík, heimsækir Hlíðarenda. Eftir að hafa farið í gegnum riðil sinn í Lengjubikarnum með fullt hús stiga tapaði Valur nokkuð óvænt 3-0 gegn Stjörnunni í undanúrslitum en tókst svo að vinna Meistarakeppni KSÍ þökk sé vítaspyrnukeppni. Þær Elín Metta Jensen og Bryndís Arna Níelsdóttir spiluðu ekki mínútu saman í leikjunum tveimur en mikil spenna ríkir fyrir mögulegu samstarfi þeirra í sumar. Bryndís Arna kom frá Fylki að loknu síðasta tímabili og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún sýnt að hún gæti orðið með betri framherjum deildarinnar þegar fram líða stundir. Elínu Mettu þarf vart að kynna fyrir landanum en hún hefur skorað samtals 185 mörk í 245 leikjum fyrir Val. Elín Metta á að baki 59 leiki fyrir íslenska A-lansliðið og hefur skorað í þeim 16 mörk.VÍSIR/VILHELM Vísir ræddi við nokkra sérfróða aðila um mögulegt samstarf þeirra tveggja og hvort varnarmenn annarra liða ættu að missa svefn ef þær ná að stilla strengi er líður á sumarið. Takist það þá er voðinn vís en þær hafa ekki náð að spila mikið saman í vetur. „Ekki haft svona öflugan dúett í mörg ár“ „Við erum auðvitað öll að vona að Elín Metta verði með að fullu í sumar. Hefur ekki verið mikið með á undirbúningstímabilinu en hefur spilað síðustu leiki og virðist vera komin á fullt,“ sagði Helena Ólafsdóttir, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um Bestu deild kvenna. „Ég er svo alveg sammála því að við höfum ekki haft svona öflugan dúett í mörg ár, hvað þá svona öfluga og ólíka leikmenn saman í liði. Það er eitthvað sem Pétur Pétursson (þjálfari Vals) gæti svo sannarlega nýtt sér. Persónulega hefur mér alltaf fundist Elín Metta vera meira „handandi framherji“ eða hola frekar en pjúra níu og því væri mjög öflugt að vera með Bryndísi Örnu fremsta,“ bætti Helena við. „Væri til í að sjá Pétur fara í gamla góða 4-4-2“ Sonný Lára Þráinsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari með Breiðabliki og sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í sumar, tekur í sama streng. „Það verður mjög gaman að fylgjast með samstarfi Bryndísar Örnu og Elínar Mettu hjá Val í sumar. Ég vona innilega að þær fái tækifæri til að spila saman upp á topp. Ég væri til í að sjá Pétur fara í gamla góða 4-4-2 leikkerfið.“ „Það hefði verið gott fyrir þær að nýta undirbúningstímabilið í að slípa sig saman en það gekk ekki. Ef þær fá hins vegar tækifæri í byrjun móts til að stilla saman strengi og ná að tengja vel saman þá er augljóst að báðar munu skora töluvert af mörkum í sumar,“ sagði Sonný Lára einnig. Bryndís Arna í leik síðasta sumar.Vísir/Bára Dröfn „Eru auðvitað mjög ólíkar“ Að lokum ræddi Vísir við Eið Ben, fyrrverandi þjálfara Vals sem þjálfar í dag Þrótt Vogum í Lengjudeild karla. Hann er mjög spenntur fyrir samstarfi þeirra Elínar Mettu og Bryndísar Örnu en hann er ekki alveg sammála Helenu hvor eigi að spila sem fremsti maður ef Pétur ákveði að spila með eina frammi og hina á bakvið. „Það er spurning hvernig liðið yrði þá stillt upp, Pétur gæti farið í 4-4-2, eitthvað sem við gerðum einstaka sinnum undanfarin þrjú ár. Eða þá - það sem mér finnst líklegra - að hann haldi sig við 4-2-3-1 þar sem Bryndís Arna verður fyrir aftan Elínu Mettu, svipað og Margrét Lára (Viðarsdóttir) gerði sumarið 2019 þegar Elín var fremst.“ „Þær eru auðvitað mjög ólíkar. Elín á það til að vera á stöðum sem hún á alls ekki að vera, en það getur að sama skapi verið hennar helsti kostur þar sem andstæðingurinn veit ekkert hvernig á að verjast henni. Hún tímasetur hlaup sín virkilega vel og elskar að keyra á vörn andstæðingsins.“ Elín Metta í leik með Val á síðustu leiktíðVísir/Vilhelm „Á sama tíma er Bryndís Arna meira í því að koma niður og fá boltann í fætur, góð að snúa og finna samherja í fáum snertingum. Hún er svo alltaf mætt í teiginn þegar það kemur fyrirgjöf og skorar þannig það sem flokka mætti sem „auðveld“ mörk,“ sagði Eiður að endingu. Það verður áhugavert að sjá hvað Íslandsmeistararnir bjóða upp í sumar en eins og áður sagði fór liðið mikinn í riðlakeppni Lengjubikarsins áður en sóknarleikurinn hrökk í baklás. Fram að því höfðu þær Ída Marín Hermannsdóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir þanið netmöskvana nokkuð reglulega og ljóst að Pétur hefur úr mörgum vopnum að velja í sumar. Besta deild kvenna hefst á tveimur leikjum þann 26. apríl. Leikur Vals og Þróttar Reykjavíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en allir leikir deildarinnar verða aðgengilegir í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira