Leggja áherslu á samgöngu- og húsnæðismál: „Spurningin er hvaða fólki borgarbúar treysta best“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. apríl 2022 17:55 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík og borgarstjóri, segir stefnu flokksins skýra. Mynd/Berglaug Samfylkingin í Reykjavík kynnti í dag áherslur sínar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í næsta mánuði en helstu áherslumálin eru húsnæðissáttmáli, fjárfestingar í hverfinu, Borgarlína og betri borg fyrir börnin. Dagur B. Eggertsson, oddviti og borgarstjóri, kynnti kosningaáherslur flokksins í Gamla bíó en hann segir stefnuna skýra. Þá sé fólk sammála því að Reykjavík sé á réttri leið með Samfylkinguna í broddi fylkingar. Að hans sögn munu komandi kosningar snúast um hvort nýjar lausnir í samgöngumálum á borð við Borgarlínu nái fram að ganga eða hvort þær stöðvist, hvernig framtíð Miklubrautar og Sæbrautar í stokk verður. Hönnun Borgarlínu sé þegar vel á veg komin og framkvæmdir við hana hefjast innan árs. Þá snúist kosningarnar um hvort uppbygging óhagnaðadrifins húsnæðis haldi áfram. „Hvort við höldum áfram kraftmikilli uppbyggingu íbúðarhúsnæðis eða hvort það verði rifið í handbremsuna með því að dreifa byggð,“ segir Dagur. Í tilkynningu um málið er vísað til þess að nú þegar hafi verið gerðum samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið en nú þurfi húsnæðissáttmála. Samfylkingin vill tvöfalda fyrri áætlanir um uppbyggingu með því að byggja tíu þúsund óbúðir á næstu fimm árum. Takist það verði það met en flokkurinn segir það mögulegt með samstilltu átaki. Það var líf og fjör í Gamla bíó þegar áherslumálin voru kynnt. Mynd/Berglaug Þar að auki verði tekist á um hvort það eigi að fjárfesta í hverfum í formi íþróttamannvirkja, skóla og sundlauga. „Eða hvort allt það fjármagn verði sogað í burtu og sett í að byggja ný hverfi frá grunni utan borgarmarkanna,“ segir Dagur. „Við höfum einbeitt okkur að því á undanförnum árum að byggja upp þétta, líflega og áhugaverða borg fyrir alla Reykvíkinga. Spurningin er hvaða fólki borgarbúar treysta best til að halda áfram á réttri leið,“ segir hann enn fremur. Kosningaáherslurnar má finna í heild sinni hér. Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, oddviti og borgarstjóri, kynnti kosningaáherslur flokksins í Gamla bíó en hann segir stefnuna skýra. Þá sé fólk sammála því að Reykjavík sé á réttri leið með Samfylkinguna í broddi fylkingar. Að hans sögn munu komandi kosningar snúast um hvort nýjar lausnir í samgöngumálum á borð við Borgarlínu nái fram að ganga eða hvort þær stöðvist, hvernig framtíð Miklubrautar og Sæbrautar í stokk verður. Hönnun Borgarlínu sé þegar vel á veg komin og framkvæmdir við hana hefjast innan árs. Þá snúist kosningarnar um hvort uppbygging óhagnaðadrifins húsnæðis haldi áfram. „Hvort við höldum áfram kraftmikilli uppbyggingu íbúðarhúsnæðis eða hvort það verði rifið í handbremsuna með því að dreifa byggð,“ segir Dagur. Í tilkynningu um málið er vísað til þess að nú þegar hafi verið gerðum samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið en nú þurfi húsnæðissáttmála. Samfylkingin vill tvöfalda fyrri áætlanir um uppbyggingu með því að byggja tíu þúsund óbúðir á næstu fimm árum. Takist það verði það met en flokkurinn segir það mögulegt með samstilltu átaki. Það var líf og fjör í Gamla bíó þegar áherslumálin voru kynnt. Mynd/Berglaug Þar að auki verði tekist á um hvort það eigi að fjárfesta í hverfum í formi íþróttamannvirkja, skóla og sundlauga. „Eða hvort allt það fjármagn verði sogað í burtu og sett í að byggja ný hverfi frá grunni utan borgarmarkanna,“ segir Dagur. „Við höfum einbeitt okkur að því á undanförnum árum að byggja upp þétta, líflega og áhugaverða borg fyrir alla Reykvíkinga. Spurningin er hvaða fólki borgarbúar treysta best til að halda áfram á réttri leið,“ segir hann enn fremur. Kosningaáherslurnar má finna í heild sinni hér.
Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira