Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2022 12:01 Sérsveit ríkislögreglustjóra hafði haft afskipti af piltinum í strætisvagni í tengslum við leitina að Gabríel í gær. Vísir/Vilhelm Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. Gabríel slapp úr haldi lögreglu í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag þegar mál hans var þar til meðferðar. Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að staðan á málinu sé í raun óbreytt frá því í gær. Ekki sé búið að finna Gabríel en lögregla elti vísbendingar sem berist. Þar sé einkum um að ræða borgara sem hringi og telji sig hafa séð hann. Tilkynningar séu fjölmargar, þar af allt að fimmtán í morgun. Lögregla fylgdi eftir ábendingu í bakaríi Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í gær eftir að greint var frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði haft afskipti af unglingspilti í strætisvagni í tengslum við leitina að Gabríel. Drengurinn og Gabríel eru báðir dökkir á hörund og margir, þar á meðal þingmenn og landsfrægur tónlistarmaður, hafa velt því upp að atvikið, sem og athugasemdir netverja um málið, byggi á kynþáttafordómum. Samkvæmt upplýsingum frá móður piltsins hafði lögregla afskipti af honum í annað sinn í morgun, í þetta sinn í bakaríi. Lögregla vildi ekki tjá sig um atvikið þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum. Öllum vísbendingum sem komi á borð lögreglu vegna leitarinnar sé fylgt eftir, þyki tilefni til. Ríkislögreglustjóri sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem fram kom að embættinu þætti leitt að drengur sem hafi ekkert unnið sér til sakar hefði dregist inn í aðgerðir lögreglu. Embættið hvetur fólk til varkárni í samskiptum um málið og önnur sem tengist minnihlutahópum. Fordómafullar athugasemdir um málið verði áfram fjarlægðar af miðlum lögreglu og lokað verði fyrir frekari athugasemdir. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað veita viðtöl vegna málsins í dag. Þá vísar ríkislögreglustjóri á yfirlýsingu sína frá í gærkvöldi. Lögreglumál Reykjavík Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Strokufanginn enn ófundinn Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag. 21. apríl 2022 10:13 Þykir leitt að saklaus drengur hafi dregist inn í aðgerðir lögreglu Embætti ríkislögreglustjóra þykir leitt að drengur, sem hafði ekkert unnið sér til sakar, hafi dregist inn í aðgerðir lögreglu í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama. 20. apríl 2022 21:43 Leitin að Gabríel stendur enn yfir: „Við erum búin að fara út um allan bæ“ Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í gær. Verið er að kanna allar ábendingar um hvar hann gæti verið. Sérsveitarmenn fóru meðal annars inn í strætisvagn við leitina en Gabríel reyndist ekki þar. 20. apríl 2022 18:18 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Gabríel slapp úr haldi lögreglu í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag þegar mál hans var þar til meðferðar. Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að staðan á málinu sé í raun óbreytt frá því í gær. Ekki sé búið að finna Gabríel en lögregla elti vísbendingar sem berist. Þar sé einkum um að ræða borgara sem hringi og telji sig hafa séð hann. Tilkynningar séu fjölmargar, þar af allt að fimmtán í morgun. Lögregla fylgdi eftir ábendingu í bakaríi Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í gær eftir að greint var frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði haft afskipti af unglingspilti í strætisvagni í tengslum við leitina að Gabríel. Drengurinn og Gabríel eru báðir dökkir á hörund og margir, þar á meðal þingmenn og landsfrægur tónlistarmaður, hafa velt því upp að atvikið, sem og athugasemdir netverja um málið, byggi á kynþáttafordómum. Samkvæmt upplýsingum frá móður piltsins hafði lögregla afskipti af honum í annað sinn í morgun, í þetta sinn í bakaríi. Lögregla vildi ekki tjá sig um atvikið þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum. Öllum vísbendingum sem komi á borð lögreglu vegna leitarinnar sé fylgt eftir, þyki tilefni til. Ríkislögreglustjóri sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem fram kom að embættinu þætti leitt að drengur sem hafi ekkert unnið sér til sakar hefði dregist inn í aðgerðir lögreglu. Embættið hvetur fólk til varkárni í samskiptum um málið og önnur sem tengist minnihlutahópum. Fordómafullar athugasemdir um málið verði áfram fjarlægðar af miðlum lögreglu og lokað verði fyrir frekari athugasemdir. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað veita viðtöl vegna málsins í dag. Þá vísar ríkislögreglustjóri á yfirlýsingu sína frá í gærkvöldi.
Lögreglumál Reykjavík Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Strokufanginn enn ófundinn Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag. 21. apríl 2022 10:13 Þykir leitt að saklaus drengur hafi dregist inn í aðgerðir lögreglu Embætti ríkislögreglustjóra þykir leitt að drengur, sem hafði ekkert unnið sér til sakar, hafi dregist inn í aðgerðir lögreglu í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama. 20. apríl 2022 21:43 Leitin að Gabríel stendur enn yfir: „Við erum búin að fara út um allan bæ“ Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í gær. Verið er að kanna allar ábendingar um hvar hann gæti verið. Sérsveitarmenn fóru meðal annars inn í strætisvagn við leitina en Gabríel reyndist ekki þar. 20. apríl 2022 18:18 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Strokufanginn enn ófundinn Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag. 21. apríl 2022 10:13
Þykir leitt að saklaus drengur hafi dregist inn í aðgerðir lögreglu Embætti ríkislögreglustjóra þykir leitt að drengur, sem hafði ekkert unnið sér til sakar, hafi dregist inn í aðgerðir lögreglu í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama. 20. apríl 2022 21:43
Leitin að Gabríel stendur enn yfir: „Við erum búin að fara út um allan bæ“ Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í gær. Verið er að kanna allar ábendingar um hvar hann gæti verið. Sérsveitarmenn fóru meðal annars inn í strætisvagn við leitina en Gabríel reyndist ekki þar. 20. apríl 2022 18:18