Handbolti

Arnar tekur 17 leik­menn með til Serbíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir í leiknum gegn Svíþjóð.
Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir í leiknum gegn Svíþjóð. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska kvenna­landsliðið í hand­bolta mætir Serbíu ytra á laugardaginn kemur, þann 23. apríl. Er þetta síðasti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótsins og er ljóst að þetta er hreinn úrslitaleikur um 2. sæti riðilsins. Gefur það sæti á Evrópumótinu sem fram fer í nóvember á þessu ári.

Íslenski hópurinn hélt ytra í dag og hefur Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, ákveðið að kalla Margréti Einarsdóttur – markvörð Hauka – inn í hópinn. Það er því 17 manna hópur sem heldur til Serbíu í leit að sögulegum úrslitum.

Margrét sátt með að vera valin í landsliðið.Vísir/Hulda Margrét

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir – leikmaður HK – var líkt og Margrét utan hóps í gær þegar Ísland mætti Svíþjóð á Ásvöllum í Hafnafirði. Fór það svo að Svíar höfðu betur með sex mörkum, lokatölur 23-29.

Margrét kemur inn sem þriðji markvörðurinn í hópnum á meðan Jóhanna Margrét er áfram utan hóps og fer því ekki með hópnum til Serbíu.

Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan.

Markverðir

Elín Jóna Þor­steins­dótt­ir, Ring­köbing (38/​1)

Haf­dís Renötu­dótt­ir, Fram (35/​1)

Mar­grét Ein­ars­dótt­ir, Hauk­ar (0/​0)

Aðrir leik­menn

Andrea Jac­ob­sen, Kristianstad (30/​30)

Harpa Valey Gylfa­dótt­ir, ÍBV (13/​12)

Helena Rut Örvars­dótt­ir, Stjarn­an (50/​80)

Hildigunn­ur Ein­ars­dótt­ir, Val­ur (89/​99)

Kar­en Knúts­dótt­ir, Fram (104/​370)

Lovísa Thomp­son, Val­ur (28/​64)

Rakel Sara Elvars­dótt­ir, KA/Þ​ór (4/​4)

Rut Jóns­dótt­ir, KA/Þ​ór (107/​229)

Sandra Erl­ings­dótt­ir, Ála­borg (11/​32)

Stein­unn Björns­dótt­ir, Fram (37/​28)

Sunna Jóns­dótt­ir, ÍBV (66/​52)

Thea Imani Sturlu­dótt­ir, Val­ur (53/​82)

Unn­ur Ómars­dótt­ir, KA/Þ​ór (37/​44)

Þórey Rósa Stef­áns­dótt­ir, Fram (112/​330)

Leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 16.00 á laugardag og verður í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Svíþjóð 23-29| Svíþjóð vann með sex mörkum

Ísland mætti ógnarsterku liði Svíþjóðar í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna á Ásvöllum í kvöld. Með sigrinum tryggði Svíþjóð sér farseðil á EM í handbolta. Svíþjóð náði strax forystu á fyrstu mínútum leiksins og hélt henni út til leiksloka. Lokatölur 23-29. 

„Við þurfum að eiga toppleik til þess að láta draumana rætast“

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var svekktur eftir tap á móti Svíþjóð í undankeppni EM í handbolta í kvöld. Íslenska liðið lenti undir strax í byrjun leiks og náði aldrei að koma sér almennilega inn í leikinn, lokatölur 23-29. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×