Burnout Barbie - nú fáanleg með lyfseðli Þorbjörg Marinósdóttir skrifar 20. apríl 2022 15:30 Ég var að keyra dætur mínar (3 og 7 ára) í skólann fyrir nokkrum vikum. Þær söngluðu í aftursætunum, lag úr Disney-kvikmyndinni Encanto á meðan lægðin refsaði bílrúðunum. Nokkuð hugguleg stund, við á góðum tíma og allt í merkilega góðu jafnvægi. Þangað til að heilinn á mér fór að greina orðaskilin. Í gegnum stormviðvörun og þreytuþokuna heyri ég yngra barnið söngla “æm so növes (I’m so nervous)” Ég hvái og lít á barnið sem brosir út að eyrum umkringd rósagylltum slöngulokum sem fá mig alltaf til að halda að einhver annar en hún hafi hrækt á stofugólfið (ítrekað). “Regína mín, hvað er Ronja að syngja?” Sú eldri útskýrir að hún sé að syngja lag sem fjalli um að ung stúlka í kólumbísku Disney myndinni geþekku sé alltaf með fjörfisk af streitu, hún sé svo hrædd um að bregðast fjölskyldunni og ef hún geti ekki gert það sem fjölskyldan ætlist til af henni sé hún ómerkileg. Já og tilgangslaus. Ég rek upp stór augu og finn lagið á Spotify strax á næstu ljósum. “ If I could shake the crushing weight of expectations Would that free some room up for joy Or relaxation, or simple pleasure? Instead we measure this growing pressure” Disney unglingsstúlkan hljómar eins og úttauguð kolvetnasvelt múltitask-móðir með Pinterest afmæli, fokhelt baðherbergi og stjórnarfund á lista dagsins. Hvað í fjandanum er að gerast? Af hverju er litla barnið mitt að syngja um streitu? Ég þurfti reyndar ekki að hugsa mjög langt til baka til að finna minn eiginn fjörfisk og taugatitring. 12 tíma vinnudagur og í framhaldinu þótti mér eðlilegt að föndra öskudagsbúning fram eftir nóttu. Fjörfiskurinn gerði það föndur mjög “frjálslegt.” Vondi karlinn gerði það Á síðustu árum er “vondi karlinn” í sífellt fleiri barnamyndum orðin að streitu og óeðlilegum væntingum sem kremja drauma aðalpersónunnar, fá hana til að efast um sitt eigið ágæti og finna til tilgangsleysis. Svona afreks- eða aflífunarlimbó. Aðeins nokkrum mánuðum áður en bleyjubarnið söng um taugaveiklun á leið í leikskólann höfðu þær systur sungið um aðra unga konu í kulnun á leið sinni í skólann. Þá grjóthörðu týpu þekkjum við flest. Barbie var og er umdeild fyrir að vera holdgervingur alls þess sem er að æskunni. Hún var svo óeðlileg elsku dúkkuhræið að ef hún væri alvöru manneskja gæti hún ekki gengið sökum óeðlilegra hlutfalla. Jæja, en framleiðendur Barbie ákváðu að gefa henni hrökkbrauð með 11% osti svo hún fékk á einhverjum timapunkti vott af lærum og allskonar starfstitla, húmor og allskyns. Ekki dugði það til svo að nú síðast fékk Barbie kulnun. Í nýjustu Barbie-myndinni City of Dreams finnur Barbie fyrir mikilli pressu í skóla og finnst hún ekki nægilega góð. Álagið er mikið og okkar grjótharða kona er að bugast. Lagstúfurinn sem dúllurnar sungu fyrir móður sína þann morguninn hljómaði svo: “Grind, grind, on my mind Work it, work it, double time Grind, grind, on my mind Never fall a step behind” Huggulegt, ekki satt! Þriggja ára dóttir mín var að syngja um frammistöðukvíða og tvöfaldar vaktir. Hvernig var svarthol ofurþreytu, þenslu, neyslu og keyrslu orðið að morgunsöngli fjölskyldunnar? Ætli Burnout Barbie fáist með sobril glasi, yfirvinnutímum og verkefnalista? Áríðandi drulla Metnaður er mikilvægur og ekki er allt stress slæmt. Að finna fyrir því að erfitt verkefni er í vændum og geta nýtt væga streitu til þess að setja undir sig hausinn og vinna markvisst getur verið fínt. Stórgott jafnvel. En ef “væg streita” er orðin að viðvarandi titringi í taugakerfinu á góðum degi þá stefnir ekki í gott. Ydda, skerpa, tálga taugakerfið. Work it, work it, double time! Við fullorðna fólkið eigum oft á tíðum erfitt með allar þessar kröfur og streituna sem fylgir. Kvíði, svefntruflanir og taugaveiklun. Börnin eru svo nátengd taugakerfi foreldrana að streitan verður bráðsmitandi. Hæfilegt kæruleysi útilokar ekki metnað. Dugnaður er dyggð en hlýja, þolinmæði og leyfi til að mistakast er mikilvægari. Við vitum þetta flest en samt þarf Barbie, börnin mín og kólumbísk unglingsstúlka með ofurkrafta að minna mig á að festast ekki í frjálsu falli niður í svarthol áríðandi drullu. Nú síðast bættist svo við Turning Red - nýjasta Disney kvikmyndin og þar náði frammistöðukvíðinn að skemma kynslóð eftir kynslóð. Áríðandi má ekki taka yfir mikilvægt. Þá fer öll orkan í að slökkva elda og þar á meðal eldinn í brjóstinu. Drauma, framtíðarsýn og lífsgæði. Hver er tilgangurinn með því að ala upp framúrskarandi kvíðasjúkling sem upplifir sig aldrei nógu góðan? Ég held ég verði að kjósa vonda seiðkarla og útlitsdýrkandi sturlaðar stjúpur frekar sem ógn í barnaefni heldur en streitu og kvíða. Ég get ekki sagt börnunum mínum að stærsta ógnin í kvikmynd kvöldsins sé ekki til ef hún lúrir í sjónvarpssófanum á milli okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Geðheilbrigði Þorbjörg Marinósdóttir Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég var að keyra dætur mínar (3 og 7 ára) í skólann fyrir nokkrum vikum. Þær söngluðu í aftursætunum, lag úr Disney-kvikmyndinni Encanto á meðan lægðin refsaði bílrúðunum. Nokkuð hugguleg stund, við á góðum tíma og allt í merkilega góðu jafnvægi. Þangað til að heilinn á mér fór að greina orðaskilin. Í gegnum stormviðvörun og þreytuþokuna heyri ég yngra barnið söngla “æm so növes (I’m so nervous)” Ég hvái og lít á barnið sem brosir út að eyrum umkringd rósagylltum slöngulokum sem fá mig alltaf til að halda að einhver annar en hún hafi hrækt á stofugólfið (ítrekað). “Regína mín, hvað er Ronja að syngja?” Sú eldri útskýrir að hún sé að syngja lag sem fjalli um að ung stúlka í kólumbísku Disney myndinni geþekku sé alltaf með fjörfisk af streitu, hún sé svo hrædd um að bregðast fjölskyldunni og ef hún geti ekki gert það sem fjölskyldan ætlist til af henni sé hún ómerkileg. Já og tilgangslaus. Ég rek upp stór augu og finn lagið á Spotify strax á næstu ljósum. “ If I could shake the crushing weight of expectations Would that free some room up for joy Or relaxation, or simple pleasure? Instead we measure this growing pressure” Disney unglingsstúlkan hljómar eins og úttauguð kolvetnasvelt múltitask-móðir með Pinterest afmæli, fokhelt baðherbergi og stjórnarfund á lista dagsins. Hvað í fjandanum er að gerast? Af hverju er litla barnið mitt að syngja um streitu? Ég þurfti reyndar ekki að hugsa mjög langt til baka til að finna minn eiginn fjörfisk og taugatitring. 12 tíma vinnudagur og í framhaldinu þótti mér eðlilegt að föndra öskudagsbúning fram eftir nóttu. Fjörfiskurinn gerði það föndur mjög “frjálslegt.” Vondi karlinn gerði það Á síðustu árum er “vondi karlinn” í sífellt fleiri barnamyndum orðin að streitu og óeðlilegum væntingum sem kremja drauma aðalpersónunnar, fá hana til að efast um sitt eigið ágæti og finna til tilgangsleysis. Svona afreks- eða aflífunarlimbó. Aðeins nokkrum mánuðum áður en bleyjubarnið söng um taugaveiklun á leið í leikskólann höfðu þær systur sungið um aðra unga konu í kulnun á leið sinni í skólann. Þá grjóthörðu týpu þekkjum við flest. Barbie var og er umdeild fyrir að vera holdgervingur alls þess sem er að æskunni. Hún var svo óeðlileg elsku dúkkuhræið að ef hún væri alvöru manneskja gæti hún ekki gengið sökum óeðlilegra hlutfalla. Jæja, en framleiðendur Barbie ákváðu að gefa henni hrökkbrauð með 11% osti svo hún fékk á einhverjum timapunkti vott af lærum og allskonar starfstitla, húmor og allskyns. Ekki dugði það til svo að nú síðast fékk Barbie kulnun. Í nýjustu Barbie-myndinni City of Dreams finnur Barbie fyrir mikilli pressu í skóla og finnst hún ekki nægilega góð. Álagið er mikið og okkar grjótharða kona er að bugast. Lagstúfurinn sem dúllurnar sungu fyrir móður sína þann morguninn hljómaði svo: “Grind, grind, on my mind Work it, work it, double time Grind, grind, on my mind Never fall a step behind” Huggulegt, ekki satt! Þriggja ára dóttir mín var að syngja um frammistöðukvíða og tvöfaldar vaktir. Hvernig var svarthol ofurþreytu, þenslu, neyslu og keyrslu orðið að morgunsöngli fjölskyldunnar? Ætli Burnout Barbie fáist með sobril glasi, yfirvinnutímum og verkefnalista? Áríðandi drulla Metnaður er mikilvægur og ekki er allt stress slæmt. Að finna fyrir því að erfitt verkefni er í vændum og geta nýtt væga streitu til þess að setja undir sig hausinn og vinna markvisst getur verið fínt. Stórgott jafnvel. En ef “væg streita” er orðin að viðvarandi titringi í taugakerfinu á góðum degi þá stefnir ekki í gott. Ydda, skerpa, tálga taugakerfið. Work it, work it, double time! Við fullorðna fólkið eigum oft á tíðum erfitt með allar þessar kröfur og streituna sem fylgir. Kvíði, svefntruflanir og taugaveiklun. Börnin eru svo nátengd taugakerfi foreldrana að streitan verður bráðsmitandi. Hæfilegt kæruleysi útilokar ekki metnað. Dugnaður er dyggð en hlýja, þolinmæði og leyfi til að mistakast er mikilvægari. Við vitum þetta flest en samt þarf Barbie, börnin mín og kólumbísk unglingsstúlka með ofurkrafta að minna mig á að festast ekki í frjálsu falli niður í svarthol áríðandi drullu. Nú síðast bættist svo við Turning Red - nýjasta Disney kvikmyndin og þar náði frammistöðukvíðinn að skemma kynslóð eftir kynslóð. Áríðandi má ekki taka yfir mikilvægt. Þá fer öll orkan í að slökkva elda og þar á meðal eldinn í brjóstinu. Drauma, framtíðarsýn og lífsgæði. Hver er tilgangurinn með því að ala upp framúrskarandi kvíðasjúkling sem upplifir sig aldrei nógu góðan? Ég held ég verði að kjósa vonda seiðkarla og útlitsdýrkandi sturlaðar stjúpur frekar sem ógn í barnaefni heldur en streitu og kvíða. Ég get ekki sagt börnunum mínum að stærsta ógnin í kvikmynd kvöldsins sé ekki til ef hún lúrir í sjónvarpssófanum á milli okkar.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar