Nýtt ár, nýtt lið en sami gamli Óskar Örn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2022 15:30 Óskar Örn ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi að leik loknum. Hann hefði viljað þrjú stig frekar en glæsimark. Stöð 2 Sport Óskar Örn Hauksson hóf lífið eftir KR á sama hátt og undanfarin ár. Með þrumufleyg fyrir utan teig er Stjarnan gerði 2-2 jafntefli við ÍA í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Ein af stærstu félagaskiptum vetrarins í fótboltanum hér heima voru þegar Óskar Örn, einn albesti leikmaður efstu deildar karla í fótbolta á þessari öld, ákvað að færa sig um set og yfirgefa KR. Það var svo gott sem gefið að þessi stórskemmtilegi leikmaður myndi enda ferilinn í vesturbæ Reykjavíkur en Óskar Örn var ekki á þeim buxunum. Orðinn 37 ára gamall ákvað hann að prófa eitthvað nýtt, hann samdi í kjölfarið við Stjörnuna og mun leika með liðinu í sumar sem og á næsta ári. Það virðist ekki skipta máli hvaða ár er, hversu gamall Óskar Örn er eða hvaða stöðu á vellinum hann spilar - hann skorar alltaf. Ótrúleg tölfræði.Stöð 2 Sport Óskar Örn skoraði annað mark Stjörnunnar og virtist það lengi vel ætla að verða sigurmark leiksins. Því miður jöfnuðu ÍA undir lokin en það tekur ekkert frá mögnuðu afreki Óskars Arnar sem var þarna að skora í efstu deild karla 19. tímabilið í röð. Markið má sjá í spilaranum hér að neðan en það er einkar glæsilegt. Hann fær sendingu fyrir miðju vallarins, tekur góða snertingu og lætur vaða. Boltinn syngur skömmu síðar í netinu, óverjandi fyrir Árna Snæ Ólafsson í marki ÍA. Það sem gerði markið enn fegurra var hvernig boltinn beygði framhjá varnarmanni ÍA sem kom í pressu. „Ég náði að skrúfa boltann framhjá varnarmanninum og ég sá eiginlega ekkert fyrr en að menn fóru bara að fagna. Þá vissi ég að boltinn hefði endað í markinu.“ Klippa: Mark Óskars Arnar Stjarnan mætir Leiknir Reykjavík í 2. umferð Bestu deildarinnar á sunnudaginn kemur, 24. apríl. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Ein af stærstu félagaskiptum vetrarins í fótboltanum hér heima voru þegar Óskar Örn, einn albesti leikmaður efstu deildar karla í fótbolta á þessari öld, ákvað að færa sig um set og yfirgefa KR. Það var svo gott sem gefið að þessi stórskemmtilegi leikmaður myndi enda ferilinn í vesturbæ Reykjavíkur en Óskar Örn var ekki á þeim buxunum. Orðinn 37 ára gamall ákvað hann að prófa eitthvað nýtt, hann samdi í kjölfarið við Stjörnuna og mun leika með liðinu í sumar sem og á næsta ári. Það virðist ekki skipta máli hvaða ár er, hversu gamall Óskar Örn er eða hvaða stöðu á vellinum hann spilar - hann skorar alltaf. Ótrúleg tölfræði.Stöð 2 Sport Óskar Örn skoraði annað mark Stjörnunnar og virtist það lengi vel ætla að verða sigurmark leiksins. Því miður jöfnuðu ÍA undir lokin en það tekur ekkert frá mögnuðu afreki Óskars Arnar sem var þarna að skora í efstu deild karla 19. tímabilið í röð. Markið má sjá í spilaranum hér að neðan en það er einkar glæsilegt. Hann fær sendingu fyrir miðju vallarins, tekur góða snertingu og lætur vaða. Boltinn syngur skömmu síðar í netinu, óverjandi fyrir Árna Snæ Ólafsson í marki ÍA. Það sem gerði markið enn fegurra var hvernig boltinn beygði framhjá varnarmanni ÍA sem kom í pressu. „Ég náði að skrúfa boltann framhjá varnarmanninum og ég sá eiginlega ekkert fyrr en að menn fóru bara að fagna. Þá vissi ég að boltinn hefði endað í markinu.“ Klippa: Mark Óskars Arnar Stjarnan mætir Leiknir Reykjavík í 2. umferð Bestu deildarinnar á sunnudaginn kemur, 24. apríl. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira