Liðið sem eyðilagði drauma Breiðabliks mætir á Kópavogsvöll Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 14:15 Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik tekur á móti Keflavík á Kópavogsvelli í kvöld er fyrsta umferð Bestu deildar karla í fótbolta heldur áfram. Segja má að Keflavík hafi eyðilagt bikardrauma Breiðabliks á síðustu leiktíð. Besta deild karla í fótbolta hófst með pompi og prakt í gær þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings lögðu FH 2-1 í fyrsta leik sumarsins. Hlutirnir hefðu þó getað verið töluvert öðruvísi ef Breiðablik hefði ekki tapað tvívegis gegn Keflavík um mitt sumar. Liðin mætast á Kópavogsvelli en leik liðanna þar á síðustu leiktíð lauk hins vegar með 4-0 sigri Blika. Það var svo í Keflavík þar sem draumar Blika urðu að engu. Þann 23. júní mættust Keflavík og Breiðablik í 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins. Talið var að Blikar myndu endurtaka leikinn frá því ári áður þegar þáverandi Lengjudeildarlið Keflavíkur heimsótti Kópavogsvöll í bikarnum og beið lægri hlut. Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum og var staðan enn markalaus er venjulegur leiktími rann sitt skeið. Það voru komnar 114 mínútur á klukkuna þegar Helgi Þór Jónsson kom Keflavík yfir og í blálok leiksins gulltryggði Davíð Snær Jóhannesson sigur heimamanna. Lokatölur 2-0 og Breiðablik fallið úr leik í bikarnum. Rúmlega mánuði síðar, þann 25. júlí var komið að skuldadögum. Blikar mættu til Keflavíkur í hefndarhug eftir að hafa náð jafntefli gegn Austría Vín í Austurríki aðeins þremur dögum fyrr. Hin fræga Evrópuþynnka lék hins vegar Blika grátt sem voru þarna aðeins stigi á eftir toppliði Vals þegar 13 umferðir voru búnar. Joey Gibbs og Frans Elvarsson skoruðu sitt hvorum megin við hálfleikinn og tryggðu Keflvíkingum ómetanlegan 2-0 sigur sem átti eftir að hafa gríðarleg áhrif á toppi sem og botni deildarinnar. Þegar öllum 22 umferðum deildarinnar var lokið sat Breiðablik í 2. sæti með 47 stig á meðan Íslandsmeistarar Víkings voru með 48 stig. Keflavík sat svo í 10. sæti með 21 stig eða einu meira en HK sem féll niður í Lengjudeildina. Keflavík fór svo alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar þar sem liðið beið lægri hlut gegn ÍA sem gerði svo slíkt hið sama gegn Víkingum í úrslitum. Þó Blikar hafi tapað stigum í öðrum leikjum en gegn Keflavík síðasta sumar þá má reikna með að þessi tvö töp svíði enn og eina sem fær sárin til að gróa er sigur í kvöld. Leikur Breiðabliks og Keflavíkur í Bestu deild karla hefst klukkan 19.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Fer brúðarmærin loks upp að altarinu? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sport spáir Breiðabliki 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 18. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Besta deild karla í fótbolta hófst með pompi og prakt í gær þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings lögðu FH 2-1 í fyrsta leik sumarsins. Hlutirnir hefðu þó getað verið töluvert öðruvísi ef Breiðablik hefði ekki tapað tvívegis gegn Keflavík um mitt sumar. Liðin mætast á Kópavogsvelli en leik liðanna þar á síðustu leiktíð lauk hins vegar með 4-0 sigri Blika. Það var svo í Keflavík þar sem draumar Blika urðu að engu. Þann 23. júní mættust Keflavík og Breiðablik í 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins. Talið var að Blikar myndu endurtaka leikinn frá því ári áður þegar þáverandi Lengjudeildarlið Keflavíkur heimsótti Kópavogsvöll í bikarnum og beið lægri hlut. Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum og var staðan enn markalaus er venjulegur leiktími rann sitt skeið. Það voru komnar 114 mínútur á klukkuna þegar Helgi Þór Jónsson kom Keflavík yfir og í blálok leiksins gulltryggði Davíð Snær Jóhannesson sigur heimamanna. Lokatölur 2-0 og Breiðablik fallið úr leik í bikarnum. Rúmlega mánuði síðar, þann 25. júlí var komið að skuldadögum. Blikar mættu til Keflavíkur í hefndarhug eftir að hafa náð jafntefli gegn Austría Vín í Austurríki aðeins þremur dögum fyrr. Hin fræga Evrópuþynnka lék hins vegar Blika grátt sem voru þarna aðeins stigi á eftir toppliði Vals þegar 13 umferðir voru búnar. Joey Gibbs og Frans Elvarsson skoruðu sitt hvorum megin við hálfleikinn og tryggðu Keflvíkingum ómetanlegan 2-0 sigur sem átti eftir að hafa gríðarleg áhrif á toppi sem og botni deildarinnar. Þegar öllum 22 umferðum deildarinnar var lokið sat Breiðablik í 2. sæti með 47 stig á meðan Íslandsmeistarar Víkings voru með 48 stig. Keflavík sat svo í 10. sæti með 21 stig eða einu meira en HK sem féll niður í Lengjudeildina. Keflavík fór svo alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar þar sem liðið beið lægri hlut gegn ÍA sem gerði svo slíkt hið sama gegn Víkingum í úrslitum. Þó Blikar hafi tapað stigum í öðrum leikjum en gegn Keflavík síðasta sumar þá má reikna með að þessi tvö töp svíði enn og eina sem fær sárin til að gróa er sigur í kvöld. Leikur Breiðabliks og Keflavíkur í Bestu deild karla hefst klukkan 19.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Fer brúðarmærin loks upp að altarinu? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sport spáir Breiðabliki 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 18. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Besta-spáin 2022: Fer brúðarmærin loks upp að altarinu? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sport spáir Breiðabliki 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 18. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01