Liðið sem eyðilagði drauma Breiðabliks mætir á Kópavogsvöll Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 14:15 Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik tekur á móti Keflavík á Kópavogsvelli í kvöld er fyrsta umferð Bestu deildar karla í fótbolta heldur áfram. Segja má að Keflavík hafi eyðilagt bikardrauma Breiðabliks á síðustu leiktíð. Besta deild karla í fótbolta hófst með pompi og prakt í gær þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings lögðu FH 2-1 í fyrsta leik sumarsins. Hlutirnir hefðu þó getað verið töluvert öðruvísi ef Breiðablik hefði ekki tapað tvívegis gegn Keflavík um mitt sumar. Liðin mætast á Kópavogsvelli en leik liðanna þar á síðustu leiktíð lauk hins vegar með 4-0 sigri Blika. Það var svo í Keflavík þar sem draumar Blika urðu að engu. Þann 23. júní mættust Keflavík og Breiðablik í 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins. Talið var að Blikar myndu endurtaka leikinn frá því ári áður þegar þáverandi Lengjudeildarlið Keflavíkur heimsótti Kópavogsvöll í bikarnum og beið lægri hlut. Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum og var staðan enn markalaus er venjulegur leiktími rann sitt skeið. Það voru komnar 114 mínútur á klukkuna þegar Helgi Þór Jónsson kom Keflavík yfir og í blálok leiksins gulltryggði Davíð Snær Jóhannesson sigur heimamanna. Lokatölur 2-0 og Breiðablik fallið úr leik í bikarnum. Rúmlega mánuði síðar, þann 25. júlí var komið að skuldadögum. Blikar mættu til Keflavíkur í hefndarhug eftir að hafa náð jafntefli gegn Austría Vín í Austurríki aðeins þremur dögum fyrr. Hin fræga Evrópuþynnka lék hins vegar Blika grátt sem voru þarna aðeins stigi á eftir toppliði Vals þegar 13 umferðir voru búnar. Joey Gibbs og Frans Elvarsson skoruðu sitt hvorum megin við hálfleikinn og tryggðu Keflvíkingum ómetanlegan 2-0 sigur sem átti eftir að hafa gríðarleg áhrif á toppi sem og botni deildarinnar. Þegar öllum 22 umferðum deildarinnar var lokið sat Breiðablik í 2. sæti með 47 stig á meðan Íslandsmeistarar Víkings voru með 48 stig. Keflavík sat svo í 10. sæti með 21 stig eða einu meira en HK sem féll niður í Lengjudeildina. Keflavík fór svo alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar þar sem liðið beið lægri hlut gegn ÍA sem gerði svo slíkt hið sama gegn Víkingum í úrslitum. Þó Blikar hafi tapað stigum í öðrum leikjum en gegn Keflavík síðasta sumar þá má reikna með að þessi tvö töp svíði enn og eina sem fær sárin til að gróa er sigur í kvöld. Leikur Breiðabliks og Keflavíkur í Bestu deild karla hefst klukkan 19.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Fer brúðarmærin loks upp að altarinu? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sport spáir Breiðabliki 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 18. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01 Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Besta deild karla í fótbolta hófst með pompi og prakt í gær þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings lögðu FH 2-1 í fyrsta leik sumarsins. Hlutirnir hefðu þó getað verið töluvert öðruvísi ef Breiðablik hefði ekki tapað tvívegis gegn Keflavík um mitt sumar. Liðin mætast á Kópavogsvelli en leik liðanna þar á síðustu leiktíð lauk hins vegar með 4-0 sigri Blika. Það var svo í Keflavík þar sem draumar Blika urðu að engu. Þann 23. júní mættust Keflavík og Breiðablik í 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins. Talið var að Blikar myndu endurtaka leikinn frá því ári áður þegar þáverandi Lengjudeildarlið Keflavíkur heimsótti Kópavogsvöll í bikarnum og beið lægri hlut. Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum og var staðan enn markalaus er venjulegur leiktími rann sitt skeið. Það voru komnar 114 mínútur á klukkuna þegar Helgi Þór Jónsson kom Keflavík yfir og í blálok leiksins gulltryggði Davíð Snær Jóhannesson sigur heimamanna. Lokatölur 2-0 og Breiðablik fallið úr leik í bikarnum. Rúmlega mánuði síðar, þann 25. júlí var komið að skuldadögum. Blikar mættu til Keflavíkur í hefndarhug eftir að hafa náð jafntefli gegn Austría Vín í Austurríki aðeins þremur dögum fyrr. Hin fræga Evrópuþynnka lék hins vegar Blika grátt sem voru þarna aðeins stigi á eftir toppliði Vals þegar 13 umferðir voru búnar. Joey Gibbs og Frans Elvarsson skoruðu sitt hvorum megin við hálfleikinn og tryggðu Keflvíkingum ómetanlegan 2-0 sigur sem átti eftir að hafa gríðarleg áhrif á toppi sem og botni deildarinnar. Þegar öllum 22 umferðum deildarinnar var lokið sat Breiðablik í 2. sæti með 47 stig á meðan Íslandsmeistarar Víkings voru með 48 stig. Keflavík sat svo í 10. sæti með 21 stig eða einu meira en HK sem féll niður í Lengjudeildina. Keflavík fór svo alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar þar sem liðið beið lægri hlut gegn ÍA sem gerði svo slíkt hið sama gegn Víkingum í úrslitum. Þó Blikar hafi tapað stigum í öðrum leikjum en gegn Keflavík síðasta sumar þá má reikna með að þessi tvö töp svíði enn og eina sem fær sárin til að gróa er sigur í kvöld. Leikur Breiðabliks og Keflavíkur í Bestu deild karla hefst klukkan 19.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Fer brúðarmærin loks upp að altarinu? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sport spáir Breiðabliki 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 18. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01 Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Besta-spáin 2022: Fer brúðarmærin loks upp að altarinu? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sport spáir Breiðabliki 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 18. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01