Segir að Man Utd muni ekki fara þrjá áratugi án titils líkt og Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 08:30 Stuðningsfólk Man Utd vonar að Ralf hafi rétt fyrir sér. EPA-EFE/TIM KEETON Ralf Rangnick, tímabundinn þjálfari Manchester United, segir að lið sitt muni ekki fara þrjá áratugi án þess að vinna enska meistaratitilinn líkt og erkifjendur þeirra í Liverpool gerðu frá 1990 til 2020. Liverpool og Man United mætast í kvöld í því sem var hér áður einn mest spennandi leikur ensku úrvalsdeildarinnar. Hér áður fyrr var það Man Utd sem var að berjast um enska meistaratitilinn en á undanförnum árum hefur taflið heldur betur snúist við. Liverpool hefur verið í toppbaráttunni á undanförnum árum á meðan stuðningsfólk Man Utd lætur sig dreyma um Meistaradeildarsæti. Rangnick hefur hins vegar lofað stuðningsfólk Manchester-liðsins að félagið muni ekki fara í gegnum sama þurrkatímabil og erkifjendur þeirra í Liverpool. „Ég tel að það séu ekki miklar líkur á að við förum 30 ár án meistaratitils því það er augljóst hverju við þurfum að breyta. Við þurfum að endurbyggja félagið fyrir framtíðina,“ sagði Rangnick við blaðamenn fyrir leik kvöldsins. „Ef þú veist hvað þú vilt þá tekur þetta aðeins tvo til þrjá félagaskiptaglugga. Ef þú veist ekki hvað þú vilt er þetta eins og að finna nál í heystakk.“ „Ef þú veist hvernig fótbolta þú vilt spila og hvernig leikmenn eða týpur þú vilt í hverja stöðu þá snýst þetta um að finna réttu leikmennina og sannfæra þá um að koma,“ bætti Rangnick við. Hann mun eflaust aðstoða Erik ten Hag, væntanlega þjálfara liðsins, við að finna þá leikmenn sem henta hvað best en Rangnick mun starfa sem tæknilegur ráðgjafi hjá Man United eftir að Ten Hag tekur við þjálfun þess. Það má segja að Liverpool sé að njóta góðs af hæfileikum Rangnick til að finna góða leikmenn en hann fékk alls sex núverandi leikmenn liðsins til félaga í Þýskalandi á sínum tíma. Roberto Firmino kom til Hoffenheim þegar Rangnick var þar. Joël Matip kom til Schalke 04, Sadio Mané, Naby Keïta, Ibrahima Konate og Takumi Minamino voru svo allir keyptir til Red Bull-liðanna þegar Rangnick var yfirmaður þar. „Þetta er ekki flókið, þetta eru ekki geimvísindi. Liverpool endaði í 8. sæti tímabilið áður en Jürgen Klopp tók við liðinu. Það tók hann tvo félagaskiptaglugga. Réttir leikmenn voru keyptir og réttir leikmenn voru seldir. Þess vegna eru þeir þar sem þeir eru,“ sagði Rangnick að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Sjá meira
Liverpool og Man United mætast í kvöld í því sem var hér áður einn mest spennandi leikur ensku úrvalsdeildarinnar. Hér áður fyrr var það Man Utd sem var að berjast um enska meistaratitilinn en á undanförnum árum hefur taflið heldur betur snúist við. Liverpool hefur verið í toppbaráttunni á undanförnum árum á meðan stuðningsfólk Man Utd lætur sig dreyma um Meistaradeildarsæti. Rangnick hefur hins vegar lofað stuðningsfólk Manchester-liðsins að félagið muni ekki fara í gegnum sama þurrkatímabil og erkifjendur þeirra í Liverpool. „Ég tel að það séu ekki miklar líkur á að við förum 30 ár án meistaratitils því það er augljóst hverju við þurfum að breyta. Við þurfum að endurbyggja félagið fyrir framtíðina,“ sagði Rangnick við blaðamenn fyrir leik kvöldsins. „Ef þú veist hvað þú vilt þá tekur þetta aðeins tvo til þrjá félagaskiptaglugga. Ef þú veist ekki hvað þú vilt er þetta eins og að finna nál í heystakk.“ „Ef þú veist hvernig fótbolta þú vilt spila og hvernig leikmenn eða týpur þú vilt í hverja stöðu þá snýst þetta um að finna réttu leikmennina og sannfæra þá um að koma,“ bætti Rangnick við. Hann mun eflaust aðstoða Erik ten Hag, væntanlega þjálfara liðsins, við að finna þá leikmenn sem henta hvað best en Rangnick mun starfa sem tæknilegur ráðgjafi hjá Man United eftir að Ten Hag tekur við þjálfun þess. Það má segja að Liverpool sé að njóta góðs af hæfileikum Rangnick til að finna góða leikmenn en hann fékk alls sex núverandi leikmenn liðsins til félaga í Þýskalandi á sínum tíma. Roberto Firmino kom til Hoffenheim þegar Rangnick var þar. Joël Matip kom til Schalke 04, Sadio Mané, Naby Keïta, Ibrahima Konate og Takumi Minamino voru svo allir keyptir til Red Bull-liðanna þegar Rangnick var yfirmaður þar. „Þetta er ekki flókið, þetta eru ekki geimvísindi. Liverpool endaði í 8. sæti tímabilið áður en Jürgen Klopp tók við liðinu. Það tók hann tvo félagaskiptaglugga. Réttir leikmenn voru keyptir og réttir leikmenn voru seldir. Þess vegna eru þeir þar sem þeir eru,“ sagði Rangnick að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Sjá meira