Segir að Man Utd muni ekki fara þrjá áratugi án titils líkt og Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 08:30 Stuðningsfólk Man Utd vonar að Ralf hafi rétt fyrir sér. EPA-EFE/TIM KEETON Ralf Rangnick, tímabundinn þjálfari Manchester United, segir að lið sitt muni ekki fara þrjá áratugi án þess að vinna enska meistaratitilinn líkt og erkifjendur þeirra í Liverpool gerðu frá 1990 til 2020. Liverpool og Man United mætast í kvöld í því sem var hér áður einn mest spennandi leikur ensku úrvalsdeildarinnar. Hér áður fyrr var það Man Utd sem var að berjast um enska meistaratitilinn en á undanförnum árum hefur taflið heldur betur snúist við. Liverpool hefur verið í toppbaráttunni á undanförnum árum á meðan stuðningsfólk Man Utd lætur sig dreyma um Meistaradeildarsæti. Rangnick hefur hins vegar lofað stuðningsfólk Manchester-liðsins að félagið muni ekki fara í gegnum sama þurrkatímabil og erkifjendur þeirra í Liverpool. „Ég tel að það séu ekki miklar líkur á að við förum 30 ár án meistaratitils því það er augljóst hverju við þurfum að breyta. Við þurfum að endurbyggja félagið fyrir framtíðina,“ sagði Rangnick við blaðamenn fyrir leik kvöldsins. „Ef þú veist hvað þú vilt þá tekur þetta aðeins tvo til þrjá félagaskiptaglugga. Ef þú veist ekki hvað þú vilt er þetta eins og að finna nál í heystakk.“ „Ef þú veist hvernig fótbolta þú vilt spila og hvernig leikmenn eða týpur þú vilt í hverja stöðu þá snýst þetta um að finna réttu leikmennina og sannfæra þá um að koma,“ bætti Rangnick við. Hann mun eflaust aðstoða Erik ten Hag, væntanlega þjálfara liðsins, við að finna þá leikmenn sem henta hvað best en Rangnick mun starfa sem tæknilegur ráðgjafi hjá Man United eftir að Ten Hag tekur við þjálfun þess. Það má segja að Liverpool sé að njóta góðs af hæfileikum Rangnick til að finna góða leikmenn en hann fékk alls sex núverandi leikmenn liðsins til félaga í Þýskalandi á sínum tíma. Roberto Firmino kom til Hoffenheim þegar Rangnick var þar. Joël Matip kom til Schalke 04, Sadio Mané, Naby Keïta, Ibrahima Konate og Takumi Minamino voru svo allir keyptir til Red Bull-liðanna þegar Rangnick var yfirmaður þar. „Þetta er ekki flókið, þetta eru ekki geimvísindi. Liverpool endaði í 8. sæti tímabilið áður en Jürgen Klopp tók við liðinu. Það tók hann tvo félagaskiptaglugga. Réttir leikmenn voru keyptir og réttir leikmenn voru seldir. Þess vegna eru þeir þar sem þeir eru,“ sagði Rangnick að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Sjá meira
Liverpool og Man United mætast í kvöld í því sem var hér áður einn mest spennandi leikur ensku úrvalsdeildarinnar. Hér áður fyrr var það Man Utd sem var að berjast um enska meistaratitilinn en á undanförnum árum hefur taflið heldur betur snúist við. Liverpool hefur verið í toppbaráttunni á undanförnum árum á meðan stuðningsfólk Man Utd lætur sig dreyma um Meistaradeildarsæti. Rangnick hefur hins vegar lofað stuðningsfólk Manchester-liðsins að félagið muni ekki fara í gegnum sama þurrkatímabil og erkifjendur þeirra í Liverpool. „Ég tel að það séu ekki miklar líkur á að við förum 30 ár án meistaratitils því það er augljóst hverju við þurfum að breyta. Við þurfum að endurbyggja félagið fyrir framtíðina,“ sagði Rangnick við blaðamenn fyrir leik kvöldsins. „Ef þú veist hvað þú vilt þá tekur þetta aðeins tvo til þrjá félagaskiptaglugga. Ef þú veist ekki hvað þú vilt er þetta eins og að finna nál í heystakk.“ „Ef þú veist hvernig fótbolta þú vilt spila og hvernig leikmenn eða týpur þú vilt í hverja stöðu þá snýst þetta um að finna réttu leikmennina og sannfæra þá um að koma,“ bætti Rangnick við. Hann mun eflaust aðstoða Erik ten Hag, væntanlega þjálfara liðsins, við að finna þá leikmenn sem henta hvað best en Rangnick mun starfa sem tæknilegur ráðgjafi hjá Man United eftir að Ten Hag tekur við þjálfun þess. Það má segja að Liverpool sé að njóta góðs af hæfileikum Rangnick til að finna góða leikmenn en hann fékk alls sex núverandi leikmenn liðsins til félaga í Þýskalandi á sínum tíma. Roberto Firmino kom til Hoffenheim þegar Rangnick var þar. Joël Matip kom til Schalke 04, Sadio Mané, Naby Keïta, Ibrahima Konate og Takumi Minamino voru svo allir keyptir til Red Bull-liðanna þegar Rangnick var yfirmaður þar. „Þetta er ekki flókið, þetta eru ekki geimvísindi. Liverpool endaði í 8. sæti tímabilið áður en Jürgen Klopp tók við liðinu. Það tók hann tvo félagaskiptaglugga. Réttir leikmenn voru keyptir og réttir leikmenn voru seldir. Þess vegna eru þeir þar sem þeir eru,“ sagði Rangnick að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Sjá meira