Hefjum kröftuga uppbyggingu í Fjarðabyggð Theodór Elvar Haraldsson skrifar 18. apríl 2022 10:31 Fjarðabyggð og íbúar þess þekkja vel til áskorana sem fylgja uppbyggingu og stórum fjárfestingum. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíku. Sem sveitarfélag höfum við sýnt að við getum tekið á móti stórum verkefnum. Sveitarfélagið státar sig af kröftugu atvinnulífi sem blómstrar og verður sífellt fjölbreyttara. Stöðugt atvinnulíf Fjölbreytt atvinnulíf og sterkir lykilaðilar í stórum atvinnugreinum eru mikilvægir í að leita leiða til að hámarka virðiskeðju samfélags og skapa vettvang skapandi samtals. Víða hefur klasasamstarf atvinnulífs, íbúa og sveitarfélags leitt til uppbyggingar. Íbúar og atvinnulíf hafa séð tækifæri í þjónustu eða áframframleiðslu byggða á grunni sem fyrir er. Nýsköpunartækifæri leiða til enn fjölbreyttara atvinnulífs. Síðast en ekki síst skapast tækifæri til samtals á sem gerir okkur kleift að mæta áskorunum sem ein heild. Mikill húsnæðisvandi Húsnæðisskortur er helsti flöskuháls áframhaldandi atvinnuuppbyggingar í Fjarðabyggð. Illa gengur að fá vinnuafl og er húsnæðisskortur ein helsta orsök. Mikilvægt er að koma á samráðsvettvangi byggingaraðila, atvinnulífsins og sveitarfélagsins með það fyrir augum að hraða uppbyggingu. Sveitarfélagið þarf að vera leiðandi aðili í slíku samtali. Það getur jafnframt stuðlað að kröftugri uppbyggingu með stuðningsaðgerðum t.d. formi leiguskuldbindinga. Fjarðabyggð þarf að huga að nægt lóðaframboð sé í öllum byggðakjörnum og tryggja að komið verði til móts við þarfir byggingaraðila hverju sinni. Þá eru tækifæri fólgin í því að hefja samstarf um uppbyggingu íbúða fyrir 60 ára og eldri með þjónustuaðstöðu. Það eykur framboð fasteigna sem sitja fastar í eigu þess hóps sem vill minnka við sig en fær ekki húsnæði við hæfi. Samhliða allri uppbyggingu er nauðsynlegt að Fjarðabyggð styðji hana með samstilltu kynningar- og markaðsátaki til að styrkja ímynd sveitarfélagsins, kynna þau fjölbreyttu tækifæri sem það býður, lífsgæðin og allt það sem við höfum fram að færa. Hefjum sókn til framfara og styrkjum Fjarðabyggð. Það gerum við best með Sjálfstæðisflokknum í Fjarðabyggð. Höfundur er skipstjóri og skipar 17. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjarðabyggð og íbúar þess þekkja vel til áskorana sem fylgja uppbyggingu og stórum fjárfestingum. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíku. Sem sveitarfélag höfum við sýnt að við getum tekið á móti stórum verkefnum. Sveitarfélagið státar sig af kröftugu atvinnulífi sem blómstrar og verður sífellt fjölbreyttara. Stöðugt atvinnulíf Fjölbreytt atvinnulíf og sterkir lykilaðilar í stórum atvinnugreinum eru mikilvægir í að leita leiða til að hámarka virðiskeðju samfélags og skapa vettvang skapandi samtals. Víða hefur klasasamstarf atvinnulífs, íbúa og sveitarfélags leitt til uppbyggingar. Íbúar og atvinnulíf hafa séð tækifæri í þjónustu eða áframframleiðslu byggða á grunni sem fyrir er. Nýsköpunartækifæri leiða til enn fjölbreyttara atvinnulífs. Síðast en ekki síst skapast tækifæri til samtals á sem gerir okkur kleift að mæta áskorunum sem ein heild. Mikill húsnæðisvandi Húsnæðisskortur er helsti flöskuháls áframhaldandi atvinnuuppbyggingar í Fjarðabyggð. Illa gengur að fá vinnuafl og er húsnæðisskortur ein helsta orsök. Mikilvægt er að koma á samráðsvettvangi byggingaraðila, atvinnulífsins og sveitarfélagsins með það fyrir augum að hraða uppbyggingu. Sveitarfélagið þarf að vera leiðandi aðili í slíku samtali. Það getur jafnframt stuðlað að kröftugri uppbyggingu með stuðningsaðgerðum t.d. formi leiguskuldbindinga. Fjarðabyggð þarf að huga að nægt lóðaframboð sé í öllum byggðakjörnum og tryggja að komið verði til móts við þarfir byggingaraðila hverju sinni. Þá eru tækifæri fólgin í því að hefja samstarf um uppbyggingu íbúða fyrir 60 ára og eldri með þjónustuaðstöðu. Það eykur framboð fasteigna sem sitja fastar í eigu þess hóps sem vill minnka við sig en fær ekki húsnæði við hæfi. Samhliða allri uppbyggingu er nauðsynlegt að Fjarðabyggð styðji hana með samstilltu kynningar- og markaðsátaki til að styrkja ímynd sveitarfélagsins, kynna þau fjölbreyttu tækifæri sem það býður, lífsgæðin og allt það sem við höfum fram að færa. Hefjum sókn til framfara og styrkjum Fjarðabyggð. Það gerum við best með Sjálfstæðisflokknum í Fjarðabyggð. Höfundur er skipstjóri og skipar 17. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar