Segja þetta vera sjóliða flaggskipsins Moskvu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2022 09:51 Sjóliðarnir sem Rússar segja að hafi verið í áhöfn Moskvu Varnarmálaráðuneyti Rússa. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndir af sjóliðum sem þeir segja að hafi mannað beitiskipið Moskvu, flaggskip rússneska flotans, sem sökk í síðustu viku. Á myndunum má sjá stóran hóp sjóliða í hafnarborginni Sevastopol á Krímskaga. Þar heilsa þeir yfirmanni rússneska flotans, Nikolay Yevmenov. Staðfest hefur verið að Moskva hafi sokkið í Svartahafi í síðustu viku. Rússar segja sjálfir að kviknað hafi í skipinu. Úkraínumenn segja hins vegar að skipið hafi sokkið eftir vel heppnaða árás úkraínska hersins. Bandaríkjamenn telja síðari útgáfuna vera líklegri skýringu. Ekkert hefur frést af áhöfn skipsins, þangað til nú. Rússar hafa sagt að þeir hafi verið fluttir frá borði en Úkraínumenn telja víst að mannfall hafi orðið í árásinni. Úkraínumenn halda því jafn framt fram að skipherra skipsins, Anton Kuprin, hafi látist í árásinni. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. 🇷🇺 Главнокомандующий ВМФ адмирал Николай Евменов и командование Черноморским флотом провели встречу с экипажем ракетного крейсера «Москва» в Севастополе ➡ https://t.co/6NzXtt3tlc pic.twitter.com/igIHxA0lE6— Минобороны России (@mod_russia) April 16, 2022 Reikna má með að myndirnar af sjóliðunum sem Rússar hafa birt séu liður í áróðursstríði sem geisar samhliða átökunum í Úkraínu. Sjá má hátt í tvö hundruð sjóliða auk þess sem að rætt er við aðmírálinn Yevmenov sem segir að áhöfnin muni áfram störfum sínum og skyldum fyrir rússneska flotann. Um 510 eru í áhöfn skipsins. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Telja árás á vopnaverksmiðju við Kænugarð hefnd fyrir Moskvu Bæði Rússar og Úkrínumenn telja að loftárás sem gerð var á vopnaverksmiðju í útjaðri Kænugarðar í nótt hafi verið liður í hefndaraðgerðum vegna aðgerðar Úkrínumanna sem sökkti flaggskipi Rússa, Moskvu. 16. apríl 2022 15:01 Rússneska flaggskipið Moskva sokkið Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að beitiskipið Moskva, flaggskip Svartahafsflotans, hafi sokkið í Svartahafi við suðurhluta Úkraínu. 14. apríl 2022 22:40 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Fleiri fréttir Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Sjá meira
Á myndunum má sjá stóran hóp sjóliða í hafnarborginni Sevastopol á Krímskaga. Þar heilsa þeir yfirmanni rússneska flotans, Nikolay Yevmenov. Staðfest hefur verið að Moskva hafi sokkið í Svartahafi í síðustu viku. Rússar segja sjálfir að kviknað hafi í skipinu. Úkraínumenn segja hins vegar að skipið hafi sokkið eftir vel heppnaða árás úkraínska hersins. Bandaríkjamenn telja síðari útgáfuna vera líklegri skýringu. Ekkert hefur frést af áhöfn skipsins, þangað til nú. Rússar hafa sagt að þeir hafi verið fluttir frá borði en Úkraínumenn telja víst að mannfall hafi orðið í árásinni. Úkraínumenn halda því jafn framt fram að skipherra skipsins, Anton Kuprin, hafi látist í árásinni. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. 🇷🇺 Главнокомандующий ВМФ адмирал Николай Евменов и командование Черноморским флотом провели встречу с экипажем ракетного крейсера «Москва» в Севастополе ➡ https://t.co/6NzXtt3tlc pic.twitter.com/igIHxA0lE6— Минобороны России (@mod_russia) April 16, 2022 Reikna má með að myndirnar af sjóliðunum sem Rússar hafa birt séu liður í áróðursstríði sem geisar samhliða átökunum í Úkraínu. Sjá má hátt í tvö hundruð sjóliða auk þess sem að rætt er við aðmírálinn Yevmenov sem segir að áhöfnin muni áfram störfum sínum og skyldum fyrir rússneska flotann. Um 510 eru í áhöfn skipsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Telja árás á vopnaverksmiðju við Kænugarð hefnd fyrir Moskvu Bæði Rússar og Úkrínumenn telja að loftárás sem gerð var á vopnaverksmiðju í útjaðri Kænugarðar í nótt hafi verið liður í hefndaraðgerðum vegna aðgerðar Úkrínumanna sem sökkti flaggskipi Rússa, Moskvu. 16. apríl 2022 15:01 Rússneska flaggskipið Moskva sokkið Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að beitiskipið Moskva, flaggskip Svartahafsflotans, hafi sokkið í Svartahafi við suðurhluta Úkraínu. 14. apríl 2022 22:40 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Fleiri fréttir Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Sjá meira
Telja árás á vopnaverksmiðju við Kænugarð hefnd fyrir Moskvu Bæði Rússar og Úkrínumenn telja að loftárás sem gerð var á vopnaverksmiðju í útjaðri Kænugarðar í nótt hafi verið liður í hefndaraðgerðum vegna aðgerðar Úkrínumanna sem sökkti flaggskipi Rússa, Moskvu. 16. apríl 2022 15:01
Rússneska flaggskipið Moskva sokkið Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að beitiskipið Moskva, flaggskip Svartahafsflotans, hafi sokkið í Svartahafi við suðurhluta Úkraínu. 14. apríl 2022 22:40
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna