Telja árás á vopnaverksmiðju við Kænugarð hefnd fyrir Moskvu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2022 15:01 Loftárásir voru gerðar víða um Úkraínu í nótt. AP Photo/Felipe Dana Bæði Rússar og Úkrínumenn telja að loftárás sem gerð var á vopnaverksmiðju í útjaðri Kænugarðar í nótt hafi verið liður í hefndaraðgerðum vegna aðgerðar Úkrínumanna sem sökkti flaggskipi Rússa, Moskvu. Verksmiðjan er sögð hafa framleitt eldflaugar sem notaðar voru af úkraínska hernum til að sökkva Moskvu, svokallaðar Neptune-eldflaugar. Beitiskipið Moskva sökk í Svartahafi í vikunni. Þrátt fyrir að Rússar segi að eldur hafi kviknað um borð í skipinu segjast Úkraínumenn hafa hæft skipið með eldflaugum og það hafi sokkið í kjölfarið. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa tekið undir þessa sögu. Fréttaskýrendur segja tjónið mikið högg fyrir Rússa - og mikilvægan móralskan sigur fyrir Úkraínumenn. Björgunarlið er við verksmiðjuna til þess að koma starfsmönnum sem voru mögulega í versksmiðjunni í morgun til bjargar. „Það voru fimm högg,“ sagði Andrei Sizov, sem starfrækir trésmiðju í grennd við verksmiðjuna sem var sprengd af Rússum. „Starfsmaður minn var á skrifstofunni og hann kastaðist á gólfið við sprenginguna. Þeir eru að láta okkur kenna á því fyrir að eyðileggja Moskvu.“ Nokkurt hlé hafði verið á loftárásum í grennd við Kænugarð en eftir að Moskvu var sökkt voruðu rússnesk yfirvöld við því að að gerðar yrði loftárásir á Kænugarð vegna "hryðjuverka og skemmdaverka" úkraínskra yfirvalda. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Taldir undirbúa mögulega stríðsyfirlýsingu Rússar hafa gefið Úkraínumönnum afarkosti um að leggja niður vopn í Maríupól frá klukkan þrjú í nótt. 16. apríl 2022 14:30 Rússneska flaggskipið Moskva sokkið Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að beitiskipið Moskva, flaggskip Svartahafsflotans, hafi sokkið í Svartahafi við suðurhluta Úkraínu. 14. apríl 2022 22:40 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Verksmiðjan er sögð hafa framleitt eldflaugar sem notaðar voru af úkraínska hernum til að sökkva Moskvu, svokallaðar Neptune-eldflaugar. Beitiskipið Moskva sökk í Svartahafi í vikunni. Þrátt fyrir að Rússar segi að eldur hafi kviknað um borð í skipinu segjast Úkraínumenn hafa hæft skipið með eldflaugum og það hafi sokkið í kjölfarið. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa tekið undir þessa sögu. Fréttaskýrendur segja tjónið mikið högg fyrir Rússa - og mikilvægan móralskan sigur fyrir Úkraínumenn. Björgunarlið er við verksmiðjuna til þess að koma starfsmönnum sem voru mögulega í versksmiðjunni í morgun til bjargar. „Það voru fimm högg,“ sagði Andrei Sizov, sem starfrækir trésmiðju í grennd við verksmiðjuna sem var sprengd af Rússum. „Starfsmaður minn var á skrifstofunni og hann kastaðist á gólfið við sprenginguna. Þeir eru að láta okkur kenna á því fyrir að eyðileggja Moskvu.“ Nokkurt hlé hafði verið á loftárásum í grennd við Kænugarð en eftir að Moskvu var sökkt voruðu rússnesk yfirvöld við því að að gerðar yrði loftárásir á Kænugarð vegna "hryðjuverka og skemmdaverka" úkraínskra yfirvalda.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Taldir undirbúa mögulega stríðsyfirlýsingu Rússar hafa gefið Úkraínumönnum afarkosti um að leggja niður vopn í Maríupól frá klukkan þrjú í nótt. 16. apríl 2022 14:30 Rússneska flaggskipið Moskva sokkið Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að beitiskipið Moskva, flaggskip Svartahafsflotans, hafi sokkið í Svartahafi við suðurhluta Úkraínu. 14. apríl 2022 22:40 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Vaktin: Taldir undirbúa mögulega stríðsyfirlýsingu Rússar hafa gefið Úkraínumönnum afarkosti um að leggja niður vopn í Maríupól frá klukkan þrjú í nótt. 16. apríl 2022 14:30
Rússneska flaggskipið Moskva sokkið Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að beitiskipið Moskva, flaggskip Svartahafsflotans, hafi sokkið í Svartahafi við suðurhluta Úkraínu. 14. apríl 2022 22:40