Íslandsbankasalan - Að bregðast trausti þjóðarinnar Eyjólfur Ármannsson skrifar 16. apríl 2022 13:00 Flokkur fólksins er eini flokkurinn á Alþingi sem var móti sölunni á Íslandsbanka. Óljóst er hver rök annarra stjórnmálaflokka er fyrir sölunni í núverandi umhverfi á bankamarkaði, þar sem samkeppnisleysið er algjört. Ofurhagnaður bankanna sýnir að um sjálftöku á hagnaði er að ræða. Samanlagður hagnaður þriggja stóru banka á sl. ári var 82 milljaðar króna, aukning um 52 milljarða á milli ára. Þetta er á tímum heimsfaraldurs. Ríkið, eigandi Landsbanka og Íslandsbanka hefur enga eigendastefnu um að koma á samkeppni á bankamarkaði. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í bankamálum er algjört. Sala Íslandsbanka er sama marki brennd. Þar fer saman stefnuleysi, vanhæfni og fúsk, að ekki sé talað um spillingu, þar sem stóra spurningin er hverjir fengu að kaupa. Birtingin á nöfnum kaupenda opinberar fyrir almenningi hverskonar hneyksli útboðið var. Kröfurnar til kaupenda voru engar og gæði þeirra eftir því. Hugtakið "fagfjárfestar" var notað til að blekkja þjóðina í útboðinu, þar sem gífurlegir fjármunir voru sviknir útúr þjóðinni. Ríkið ætlaði að hámarka sölutekjur en seldi með afslætti í umframeftirspurn. Lífeyrissjóðir fengu ekki að kaupa líkt og þeir óskuðu eftir, heldur var selt til hrunverja, kvótakónga, skuldugra aðila o.fl. sem náðu í stubb. Margir seldu strax aftur og leystu út hagnað. Reynt var að halda nöfnum þeirra leyndum, en það er einmitt þannig sem spilling þrífst. Stjórnendur Íslandsbanka sögðu það brjóta persónuverndarlög að birta nöfn minnstu fjárfestanna. Það var gert án fyrirframsamráðs við Persónuvernd líkt og lögin kveða á um. Birting á nöfnum kaupenda ætti að kalla á kæru til Persónuverndar, sé einhver fótur fyrir útspilinu. Persónuverndarlög heimila vinnslu persónupplýsinga vegna almannahagsmuna og lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum kveða á um gagnsæi. Með fyrirslættinum var reynt að telja þjóðinni trú um að hún gæti ekki fengið réttmætar upplýsingar. Upplýsingarnar varða svo sannarlega almannahag og opinberað ótrúlegt fúsk, vanhæfni og spillingu í klíkusamfélagi um það hverjir fengu, á kostnað skattborgaranna, aðgang að milljóna hagnaði yfir nótt. Stjórnendur bankans ættu að taka pokann sinn fyrir þátttöku sína þessari yfirhylmingu. Traustið er ekkert. Meginreglur laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum voru hunsaðar. Meginreglurnar kveða um á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Lögum samkvæmt skal Bankasýslan annast sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra. Ábyrgðin er þeirra. Bankasýslan undirbýr sölu, leitar tilboða í eignarhlut, metur tilboð, hefur umsjón með samningaviðræðum við utanaðkomandi ráðgjafa og væntanlega kaupendur og annast samningagerð. Svo var ekki. Söluráðgjafar fengu 700 milljónir kr. fyrir að hringja í kaupendur og seldu sjálfum sér í leiðinni. Upplýsa á almenning um hvað liggur á bakvið þessar greiðslur og hvaða kröfur voru gerðar til þeirra. Alþingi ber að skipa rannsóknarnefnd til að rannsaka söluna á Íslandsbanka ef skapa á traust í samfélaginu. Höfundur er alþingsmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Salan á Íslandsbanka Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins er eini flokkurinn á Alþingi sem var móti sölunni á Íslandsbanka. Óljóst er hver rök annarra stjórnmálaflokka er fyrir sölunni í núverandi umhverfi á bankamarkaði, þar sem samkeppnisleysið er algjört. Ofurhagnaður bankanna sýnir að um sjálftöku á hagnaði er að ræða. Samanlagður hagnaður þriggja stóru banka á sl. ári var 82 milljaðar króna, aukning um 52 milljarða á milli ára. Þetta er á tímum heimsfaraldurs. Ríkið, eigandi Landsbanka og Íslandsbanka hefur enga eigendastefnu um að koma á samkeppni á bankamarkaði. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í bankamálum er algjört. Sala Íslandsbanka er sama marki brennd. Þar fer saman stefnuleysi, vanhæfni og fúsk, að ekki sé talað um spillingu, þar sem stóra spurningin er hverjir fengu að kaupa. Birtingin á nöfnum kaupenda opinberar fyrir almenningi hverskonar hneyksli útboðið var. Kröfurnar til kaupenda voru engar og gæði þeirra eftir því. Hugtakið "fagfjárfestar" var notað til að blekkja þjóðina í útboðinu, þar sem gífurlegir fjármunir voru sviknir útúr þjóðinni. Ríkið ætlaði að hámarka sölutekjur en seldi með afslætti í umframeftirspurn. Lífeyrissjóðir fengu ekki að kaupa líkt og þeir óskuðu eftir, heldur var selt til hrunverja, kvótakónga, skuldugra aðila o.fl. sem náðu í stubb. Margir seldu strax aftur og leystu út hagnað. Reynt var að halda nöfnum þeirra leyndum, en það er einmitt þannig sem spilling þrífst. Stjórnendur Íslandsbanka sögðu það brjóta persónuverndarlög að birta nöfn minnstu fjárfestanna. Það var gert án fyrirframsamráðs við Persónuvernd líkt og lögin kveða á um. Birting á nöfnum kaupenda ætti að kalla á kæru til Persónuverndar, sé einhver fótur fyrir útspilinu. Persónuverndarlög heimila vinnslu persónupplýsinga vegna almannahagsmuna og lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum kveða á um gagnsæi. Með fyrirslættinum var reynt að telja þjóðinni trú um að hún gæti ekki fengið réttmætar upplýsingar. Upplýsingarnar varða svo sannarlega almannahag og opinberað ótrúlegt fúsk, vanhæfni og spillingu í klíkusamfélagi um það hverjir fengu, á kostnað skattborgaranna, aðgang að milljóna hagnaði yfir nótt. Stjórnendur bankans ættu að taka pokann sinn fyrir þátttöku sína þessari yfirhylmingu. Traustið er ekkert. Meginreglur laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum voru hunsaðar. Meginreglurnar kveða um á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Lögum samkvæmt skal Bankasýslan annast sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra. Ábyrgðin er þeirra. Bankasýslan undirbýr sölu, leitar tilboða í eignarhlut, metur tilboð, hefur umsjón með samningaviðræðum við utanaðkomandi ráðgjafa og væntanlega kaupendur og annast samningagerð. Svo var ekki. Söluráðgjafar fengu 700 milljónir kr. fyrir að hringja í kaupendur og seldu sjálfum sér í leiðinni. Upplýsa á almenning um hvað liggur á bakvið þessar greiðslur og hvaða kröfur voru gerðar til þeirra. Alþingi ber að skipa rannsóknarnefnd til að rannsaka söluna á Íslandsbanka ef skapa á traust í samfélaginu. Höfundur er alþingsmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun