Liz Sheridan er látin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2022 09:02 Liz Sheridan, hér til hægri, ásamt Barney Martin, sem lék föður Jerry Seinfeld í Seinfeld þáttunum. Dennys/Getty Images) Leikkonan Liz Sheridan, sem helst er þekkt fyrir að leika móður Jerry Seinfeld í Seinfeld-þáttunum, er látin, 93 ára að aldri. Sheridan lést í gær að því er fram kemur á vef Variety. Sheridan fæddist árið 1929 og átti langan og farsælan feril, ekki síst á Broadway, þar sem hún lék í fjölmörgum leikritum í gegnum tíðina. Sjónvarpsferill hennar hófst á áttunda áratugnum og lék hún í fjölmörgum þáttum á borð við ALF, Famili Ties og Melrose Place, svo dæmi séu tekin. Hún var hins vegar best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Helen Seinfeld í Seinfeld-þáttunum vinsælu sem framleiddir voru á tíunda áratug síðustu aldar. Þar lék hún móðir aðalpersónunnar Jerry Seinfeld, sem leikinn var af Jerry Seinfeld, annars skapara og höfunda þáttanna. Sheridan var með fast gestahlutverk í þáttunum. Lék hún í alls 21 þætti og nefna má að fyrir utan aðalleikarana fjóra, áðurnefndan Seinfeld, Jason Alexander, Julia-Louis Dreyfus og Michael Richards, var hún eini leikarinn sem kom fyrir í öllum þáttaröðunum níu sem framleiddar voru. Seinfeld minntist Sheridan á Twitter með hlýhug í gær, þar sem hann birti mynd af sjónvarpsmæðginunum. „Liz var alltaf indælasta og ljúfasta sjónvarpsmamman sem sonur gat óskað sér. Í hvert einasta skipti sem hún kom á settið leið mér vel. Ég er lánsamur að hafa kynnst henni,“ skrifar Seinfeld. Liz was always the sweetest, nicest TV mom a son could wish for. Every time she came on our show it was the coziest feeling for me. So lucky to have known her. pic.twitter.com/ae9TDHQILU— Jerry Seinfeld (@JerrySeinfeld) April 15, 2022 Stutt er síðan Estelle Harris, hin mamman í Seinfeld-þáttunum, móðir persónunnar George Costanza sem leikinn var af Jason Alexander, lést. Bíó og sjónvarp Andlát Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Estelle Harris er látin Leikkonan Estelle Harris, sem er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk móður George Costanza í þáttunum Seinfeld, er látin. Harris lést á heimili sínu í Palm Desert í Kaliforníu á laugardagskvöld af náttúrulegum orsökum. 3. apríl 2022 09:46 Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Sheridan lést í gær að því er fram kemur á vef Variety. Sheridan fæddist árið 1929 og átti langan og farsælan feril, ekki síst á Broadway, þar sem hún lék í fjölmörgum leikritum í gegnum tíðina. Sjónvarpsferill hennar hófst á áttunda áratugnum og lék hún í fjölmörgum þáttum á borð við ALF, Famili Ties og Melrose Place, svo dæmi séu tekin. Hún var hins vegar best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Helen Seinfeld í Seinfeld-þáttunum vinsælu sem framleiddir voru á tíunda áratug síðustu aldar. Þar lék hún móðir aðalpersónunnar Jerry Seinfeld, sem leikinn var af Jerry Seinfeld, annars skapara og höfunda þáttanna. Sheridan var með fast gestahlutverk í þáttunum. Lék hún í alls 21 þætti og nefna má að fyrir utan aðalleikarana fjóra, áðurnefndan Seinfeld, Jason Alexander, Julia-Louis Dreyfus og Michael Richards, var hún eini leikarinn sem kom fyrir í öllum þáttaröðunum níu sem framleiddar voru. Seinfeld minntist Sheridan á Twitter með hlýhug í gær, þar sem hann birti mynd af sjónvarpsmæðginunum. „Liz var alltaf indælasta og ljúfasta sjónvarpsmamman sem sonur gat óskað sér. Í hvert einasta skipti sem hún kom á settið leið mér vel. Ég er lánsamur að hafa kynnst henni,“ skrifar Seinfeld. Liz was always the sweetest, nicest TV mom a son could wish for. Every time she came on our show it was the coziest feeling for me. So lucky to have known her. pic.twitter.com/ae9TDHQILU— Jerry Seinfeld (@JerrySeinfeld) April 15, 2022 Stutt er síðan Estelle Harris, hin mamman í Seinfeld-þáttunum, móðir persónunnar George Costanza sem leikinn var af Jason Alexander, lést.
Bíó og sjónvarp Andlát Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Estelle Harris er látin Leikkonan Estelle Harris, sem er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk móður George Costanza í þáttunum Seinfeld, er látin. Harris lést á heimili sínu í Palm Desert í Kaliforníu á laugardagskvöld af náttúrulegum orsökum. 3. apríl 2022 09:46 Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Estelle Harris er látin Leikkonan Estelle Harris, sem er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk móður George Costanza í þáttunum Seinfeld, er látin. Harris lést á heimili sínu í Palm Desert í Kaliforníu á laugardagskvöld af náttúrulegum orsökum. 3. apríl 2022 09:46