Auglýsir nýtt útboð vegar um Hornafjörð í einkafjármögnun Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2022 05:47 Tölvuteikning af nýrri leið yfir Hornafjörð. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr og nítján kílómetrar af nýjum vegum. Vegagerðin Vegagerðin hefur auglýst í annað sinn útboð nýs kafla hringvegarins um Hornafjörð eftir að hafa í síðasta mánuði hafnað báðum tilboðum sem bárust í upphaflegu útboði. Þessi fyrsta tilraun til einkafjármögnunar í vegagerð á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni fer þannig brösuglega af stað en lögin heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. Aðeins tvö tilboð bárust í fyrsta útboðinu. Þegar þau voru opnuð þann 17. febrúar síðastliðinn reyndust þau bæði hátt yfir sjö milljarða króna kostnaðaráætlun. Það lægra frá Ístaki, upp á átta og hálfan milljarð króna, reyndist 21,5 prósenti yfir áætlun. Hærra tilboðið, frá ÞG verktökum, reyndist 40,5 prósentum yfir. Tilboðin eru í framkvæmd og fjármögnun verksins.Grafík/Kristján Jónsson Tvö önnur stórverk, ný Ölfusárbrú við Selfoss og vegur yfir Öxi, milli Egilsstaða og Djúpavogs, eru einnig komin í útboðsferli á grundvelli sömu laga en útboð Ölfusárbrúar var auglýst í vikunni. Það er því mikið í húfi að þetta fyrsta verkútboð, Hornafjarðarfljót, klúðrist ekki. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði fyrir þremur vikum að með breyttri nálgun ætti að freista þess að fá betri tilboð. Útboðinu yrði breytt þannig að núna yrðu framkvæmdin og fjármögnun á verktíma boðin út en langtímafjármögnun sérstaklega boðin út síðar. Fyrirhuguð brú yfir Hornafjarðarfljót.Vegagerðin Verkið sjálft er óbreytt en það felur í sér styttingu hringvegarins um tólf kílómetra og fækkun einbreiðra brúa. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr og nítján kílómetrar af nýjum vegum. Verkinu á að skila fullbúnu eigi síðar en 1. október 2025. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og tekið fram að bjóðendur þurfi að uppfylla hæfisskilyrði. Tilboðsfrestur rennur út þann 17. maí næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af málinu í síðasta mánuði: Vegtollar Samgöngur Vegagerð Hornafjörður Árborg Múlaþing Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Öllum tilboðum hafnað í fyrstu einkafjármögnuðu vegagerðina Vegagerðin hefur hafnað öllum tilboðum sem bárust í endurnýjun hringvegarins um Hornafjörð og ákveðið að bjóða verkið út að nýju með breyttu sniði. Þetta var fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð. 24. mars 2022 20:20 Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05 Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 22. júní 2021 22:22 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Aðeins tvö tilboð bárust í fyrsta útboðinu. Þegar þau voru opnuð þann 17. febrúar síðastliðinn reyndust þau bæði hátt yfir sjö milljarða króna kostnaðaráætlun. Það lægra frá Ístaki, upp á átta og hálfan milljarð króna, reyndist 21,5 prósenti yfir áætlun. Hærra tilboðið, frá ÞG verktökum, reyndist 40,5 prósentum yfir. Tilboðin eru í framkvæmd og fjármögnun verksins.Grafík/Kristján Jónsson Tvö önnur stórverk, ný Ölfusárbrú við Selfoss og vegur yfir Öxi, milli Egilsstaða og Djúpavogs, eru einnig komin í útboðsferli á grundvelli sömu laga en útboð Ölfusárbrúar var auglýst í vikunni. Það er því mikið í húfi að þetta fyrsta verkútboð, Hornafjarðarfljót, klúðrist ekki. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði fyrir þremur vikum að með breyttri nálgun ætti að freista þess að fá betri tilboð. Útboðinu yrði breytt þannig að núna yrðu framkvæmdin og fjármögnun á verktíma boðin út en langtímafjármögnun sérstaklega boðin út síðar. Fyrirhuguð brú yfir Hornafjarðarfljót.Vegagerðin Verkið sjálft er óbreytt en það felur í sér styttingu hringvegarins um tólf kílómetra og fækkun einbreiðra brúa. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr og nítján kílómetrar af nýjum vegum. Verkinu á að skila fullbúnu eigi síðar en 1. október 2025. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og tekið fram að bjóðendur þurfi að uppfylla hæfisskilyrði. Tilboðsfrestur rennur út þann 17. maí næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af málinu í síðasta mánuði:
Vegtollar Samgöngur Vegagerð Hornafjörður Árborg Múlaþing Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Öllum tilboðum hafnað í fyrstu einkafjármögnuðu vegagerðina Vegagerðin hefur hafnað öllum tilboðum sem bárust í endurnýjun hringvegarins um Hornafjörð og ákveðið að bjóða verkið út að nýju með breyttu sniði. Þetta var fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð. 24. mars 2022 20:20 Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05 Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 22. júní 2021 22:22 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Öllum tilboðum hafnað í fyrstu einkafjármögnuðu vegagerðina Vegagerðin hefur hafnað öllum tilboðum sem bárust í endurnýjun hringvegarins um Hornafjörð og ákveðið að bjóða verkið út að nýju með breyttu sniði. Þetta var fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð. 24. mars 2022 20:20
Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05
Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 22. júní 2021 22:22
Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45