Innlent

Arna Dögg nýr yfir­læknir líknar­lækninga

Eiður Þór Árnason skrifar
Arna Dögg Einarsdóttir hefur starfað lengi við fagið.
Arna Dögg Einarsdóttir hefur starfað lengi við fagið. Samsett

Arna Dögg Einarsdóttir hefur verið ráðin nýr yfirlæknir líknarlækninga á Landspítala og tekur við stöðunni þann 1. maí 2022. Hún hefur starfað við líknarlækningar frá árinu 2010 við líknardeild spítalans, í sérhæfðri líknarheimaþjónustu og líknarráðgjafateymi.

Einnig hefur Arna Dögg sinnt reglubundinni stundakennslu bæði við læknadeild og hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2013 auk þess sem hún kennir á námskeiðum um samtalstækni á Landspítala. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum en Arna Dögg er varaformaður Lífsins – samtaka um líknarmeðferð.

Hún lauk læknaprófi frá Karolinska Institutet í Stokkhólmi í janúar 2003 og lauk framhaldsnámi í almennum lyflækningum á Landspítala árið 2008. Hún hlaut sérfræðileyfi árið 2012.

Árið 2015 lauk Arna Dögg samnorrænu framhaldsnámi í líknarlækningum (Nordic Specialist Course in Palliative Medicine) og fékk viðbótarsérfræðileyfi í líknarlækningum árið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×