Fagnaðarerindið forvarnir Gunnlaugur Már Briem skrifar 11. apríl 2022 17:00 Á tímum þar sem fréttir segja okkur frá þeirri gríðarlegu aukningu á legurýmum sem þjóðin mun þarfnast á næstu árum og mikilli mannafla þörf sem vart verður séð fyrir hvernig eigi að mæta miðað við núverandi útskriftartölur heilbrigðismenntaðra. Þá hljótum við að þurfa að velta upp þeirri spurningu hvernig heilbrigðiskerfi framtíðarinnar þarf að vera til þess að vera í stakk búið til að mæta væntingum þjóðarinnar til hágæða heilbrigðisþjónustu með ásættanlegum biðtíma. Við þurfum nálgun þar sem megin áhersla og fjármögnun á að vera á aðgerðir sem raunverulega létta á innflæðinu inn í dýrustu hluta heilbrigðiskerfisins og ýta undir þörfina á legurýmum. Þar getum við valið tvær leiðir. Annarsvegar stórauknar forvarnir þvert yfir samfélagið og vinnumarkaðinn, og hins vegar þar sem við komum aldrei í veg fyrir öll veikindi eða einkenni að bæta aðgengi og þjónustuframboð af snemmtækum inngripum og þjónustu sem auka líkur á vel heppnuðum útskriftum og fækka þar með endurinnlögnum. Þegar horft er til stóru þáttanna sem valda skertri starfsgetu þá tróna á toppnum stoðkerfiseinkenni og svo andleg líðan. Staðreyndirnar segja okkur að því fyrr sem einstaklingar komast til sérfræðinga á þessum sviðum eins og sjúkraþjálfara og sálfræðinga þeim mun auðveldara og ódýrara er að jafnaði að aðstoða fólk og forða því frá þeim vítahring sem langvarandi verkir og vanlíðan geta valdið. Annar stór ávinningur þess að koma til móts við skjólstæðinga snemma í ferlinu er minni óþörf lyfjanotkun sem ætti og er tel ég stefna stjórnvalda en til þess að hljóð og mynd fari saman þarf að tryggja gott og hvetjandi aðengi að þeirri þjónustu sem helst kæmi í stað lyfja. Markmið okkar allra hlýtur að vera að grípa fólk áður en vandamálin verði svo stór að eftir sitji einstaklingar með skert lífsgæði sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir og á sama tíma að verja ríkisreikninginn fyrir óþarfa útgjöldum. Forvarnir og endurhæfing kosta, og fjárhagslegur ávinningur þess verður mikill til framtíðar þó hann komi mögulega ekki skýrt fram á einu eða tveimur kjörtímabilum. En til lengri tíma mun þessi hugsun skila sér margfalt til baka með heilbrigðara samfélagi, minna álagi á heilbrigðiskerfið á sama tíma og við bjóðum þjóðinni ekki eingöngu upp lengra líf heldur bætum við líka lífi við árin með auknum lífsgæðum. Samkvæmt tölfræðistofnun evrópusambandsins er Ísland enn meðal yngstu þjóða Evrópu og því einstakt tækifæri til að bregðast við á forvirkan hátt við þeim áskorunum sem bíða handan hornsins með hækkandi aldri þjóðarinnar. Tryggjum aðgengi að forvörnum og þjónustu sérfræðinga, á sama tíma og við byggjum upp bráðaþjónustu. Höfundur er formaður Félags Sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Á tímum þar sem fréttir segja okkur frá þeirri gríðarlegu aukningu á legurýmum sem þjóðin mun þarfnast á næstu árum og mikilli mannafla þörf sem vart verður séð fyrir hvernig eigi að mæta miðað við núverandi útskriftartölur heilbrigðismenntaðra. Þá hljótum við að þurfa að velta upp þeirri spurningu hvernig heilbrigðiskerfi framtíðarinnar þarf að vera til þess að vera í stakk búið til að mæta væntingum þjóðarinnar til hágæða heilbrigðisþjónustu með ásættanlegum biðtíma. Við þurfum nálgun þar sem megin áhersla og fjármögnun á að vera á aðgerðir sem raunverulega létta á innflæðinu inn í dýrustu hluta heilbrigðiskerfisins og ýta undir þörfina á legurýmum. Þar getum við valið tvær leiðir. Annarsvegar stórauknar forvarnir þvert yfir samfélagið og vinnumarkaðinn, og hins vegar þar sem við komum aldrei í veg fyrir öll veikindi eða einkenni að bæta aðgengi og þjónustuframboð af snemmtækum inngripum og þjónustu sem auka líkur á vel heppnuðum útskriftum og fækka þar með endurinnlögnum. Þegar horft er til stóru þáttanna sem valda skertri starfsgetu þá tróna á toppnum stoðkerfiseinkenni og svo andleg líðan. Staðreyndirnar segja okkur að því fyrr sem einstaklingar komast til sérfræðinga á þessum sviðum eins og sjúkraþjálfara og sálfræðinga þeim mun auðveldara og ódýrara er að jafnaði að aðstoða fólk og forða því frá þeim vítahring sem langvarandi verkir og vanlíðan geta valdið. Annar stór ávinningur þess að koma til móts við skjólstæðinga snemma í ferlinu er minni óþörf lyfjanotkun sem ætti og er tel ég stefna stjórnvalda en til þess að hljóð og mynd fari saman þarf að tryggja gott og hvetjandi aðengi að þeirri þjónustu sem helst kæmi í stað lyfja. Markmið okkar allra hlýtur að vera að grípa fólk áður en vandamálin verði svo stór að eftir sitji einstaklingar með skert lífsgæði sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir og á sama tíma að verja ríkisreikninginn fyrir óþarfa útgjöldum. Forvarnir og endurhæfing kosta, og fjárhagslegur ávinningur þess verður mikill til framtíðar þó hann komi mögulega ekki skýrt fram á einu eða tveimur kjörtímabilum. En til lengri tíma mun þessi hugsun skila sér margfalt til baka með heilbrigðara samfélagi, minna álagi á heilbrigðiskerfið á sama tíma og við bjóðum þjóðinni ekki eingöngu upp lengra líf heldur bætum við líka lífi við árin með auknum lífsgæðum. Samkvæmt tölfræðistofnun evrópusambandsins er Ísland enn meðal yngstu þjóða Evrópu og því einstakt tækifæri til að bregðast við á forvirkan hátt við þeim áskorunum sem bíða handan hornsins með hækkandi aldri þjóðarinnar. Tryggjum aðgengi að forvörnum og þjónustu sérfræðinga, á sama tíma og við byggjum upp bráðaþjónustu. Höfundur er formaður Félags Sjúkraþjálfara.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar