Innlent

„Aðili í annar­­legu á­standi að væflast út á götu“ horfinn þegar lög­regla kom

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lögreglan hafði í nægu að snúast í dag, ef marka má dagbókarfærslu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan hafði í nægu að snúast í dag, ef marka má dagbókarfærslu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um „aðila í annarlegu ástandi að væflast úti á götu,“ en þegar lögreglu bar að garði var einstaklingurinn hvergi sjáanlegur. Þetta var meðal mála lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Maður var handtekinn í Breiðholti í dag grunaður um að hafa ekið á vegrið og stungið af. Hann er talinn hafa verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn.

Þá var tilkynnt var um rúðubrot og tilraun til innbrots á verkstæði í Kópavoginum. Innbrotsþjófurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Skráningarmerki voru tekin af nokkrum ökutækjum vegna vanræktrar skoðunarskyldu og einn var stöðvaður við akstur án ökuréttinda.

Þá fór lögregla í útkall í Vesturbæ vegna slagsmála utandyra. Vitað er hver gerandi er en hann var farinn af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið, segir í dagbók lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×