Frakkar færast nær því að velja sér forseta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2022 11:43 Hér má sjá kosningaáróður fyrir Le Pen og Macron, en talið er næsta öruggt að þau muni berjast um forsetastólinn í seinni umferð kosninganna eftir tvær vikur. Chesnot/Getty Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. Fylgi Macrons forseta hefur dalað í könnunum að undanförnu, á meðan Le Pen virðist njóta aukins fylgis hjá kjósendum. Frambjóðendur eru tólf talsins. Í seinni umferðinni stendur val kjósenda, sem telja á kjörskrá 49 milljónir, á milli tveggja efstu frambjóðendanna úr fyrri umferðinni. Seinni umferðin fer þó aðeins fram ef enginn frambjóðandi hlýtur einfaldan meirihluta í þeim fyrri, en skoðanakannanir benda eindregið til þess að úrslitin ráðist ekki fyrr en í seinni umferðinni. Kosningabarátta forsetans hefur verið afar stutt. Hann hélt fyrsta framboðsfund sinn fyrir átta dögum, en hann hefur einblínt á erindrekstur í tengslum við stríðið í Úkraínu. Hann hefur meðal annars átt fjölda samtala við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, í því skyni að reyna að binda enda á átökin. Sú viðleitni forsetans skilaði honum tímabundinni fylgisaukningu í könnunum. Sú aukning er þó tekin að ganga til baka og Le Pen saxar á. Forsetakosningarnar 2017 fóru í seinni umferð, en þá voru það einmitt Macron og Le Pen sem kjósendur völdu á milli. Þá fór það svo að Macron vann nokkuð örugglega og fékk rúm 66 prósent atkvæða í seinni umferðinni. Nýlegar kannanir benda hins vegar til þess að mun minni munur sé á frambjóðendunum nú, og enn saxar Le Pen á forskot forsetans. Mýkri tónn í Le Pen Le Pen hefur breytt orðræðu sinni nokkuð frá forsetakosningunum 2017. Nú hefur hún dregið úr þjóðernishyggjublæ sem merkja mátti í orðræðu hennar og einbeitt sér meira að kjörum þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Það ætlar hún meðal annars að gera með því að afnema tekjuskatt á fólk undir þrítugu. Hún er þó enn fylgjandi því að blása til þjóðaratkvæðagreiðslu um innflytjendamál, banna andlitsslæður (hijab) á almannafæri og vill ná fram róttækum breytingum á Evrópusambandinu. Þá hefur hún reynt að gera lítið úr tengslum sínum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Árið 2017 fór hún í heimsókn til hans og hefur talað vel um hann í gegnum tíðina. Flokkur hennar hefur þá fengið lán frá rússneskum stjórnvöldum sem ekki hefur verið greitt upp að fullu. Kjósendur virðast óánægðir með fjárútlát ríkisstjórnar Macrons, en nýlega kom í ljós að aukning hefði orðið í greiðslum á skattpeningum til ráðgjafafyrirtækja á borð við bandaríska fyrirtækið McKinsey. Það er ljóst að efnahagsmál koma til með að skipta sköpum í kosningunum. Þrátt fyrir að atvinnuleysi sé á niðurleið hefur verðbólga gert vart við sig og kaupmáttur fólks því dvínað, en frambjóðendur hafa að stórum hluta einbeitt sér að kosningaloforðum sem snúa að því að vænka fjárhag hins almenna kjósanda. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Fylgi Macrons forseta hefur dalað í könnunum að undanförnu, á meðan Le Pen virðist njóta aukins fylgis hjá kjósendum. Frambjóðendur eru tólf talsins. Í seinni umferðinni stendur val kjósenda, sem telja á kjörskrá 49 milljónir, á milli tveggja efstu frambjóðendanna úr fyrri umferðinni. Seinni umferðin fer þó aðeins fram ef enginn frambjóðandi hlýtur einfaldan meirihluta í þeim fyrri, en skoðanakannanir benda eindregið til þess að úrslitin ráðist ekki fyrr en í seinni umferðinni. Kosningabarátta forsetans hefur verið afar stutt. Hann hélt fyrsta framboðsfund sinn fyrir átta dögum, en hann hefur einblínt á erindrekstur í tengslum við stríðið í Úkraínu. Hann hefur meðal annars átt fjölda samtala við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, í því skyni að reyna að binda enda á átökin. Sú viðleitni forsetans skilaði honum tímabundinni fylgisaukningu í könnunum. Sú aukning er þó tekin að ganga til baka og Le Pen saxar á. Forsetakosningarnar 2017 fóru í seinni umferð, en þá voru það einmitt Macron og Le Pen sem kjósendur völdu á milli. Þá fór það svo að Macron vann nokkuð örugglega og fékk rúm 66 prósent atkvæða í seinni umferðinni. Nýlegar kannanir benda hins vegar til þess að mun minni munur sé á frambjóðendunum nú, og enn saxar Le Pen á forskot forsetans. Mýkri tónn í Le Pen Le Pen hefur breytt orðræðu sinni nokkuð frá forsetakosningunum 2017. Nú hefur hún dregið úr þjóðernishyggjublæ sem merkja mátti í orðræðu hennar og einbeitt sér meira að kjörum þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Það ætlar hún meðal annars að gera með því að afnema tekjuskatt á fólk undir þrítugu. Hún er þó enn fylgjandi því að blása til þjóðaratkvæðagreiðslu um innflytjendamál, banna andlitsslæður (hijab) á almannafæri og vill ná fram róttækum breytingum á Evrópusambandinu. Þá hefur hún reynt að gera lítið úr tengslum sínum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Árið 2017 fór hún í heimsókn til hans og hefur talað vel um hann í gegnum tíðina. Flokkur hennar hefur þá fengið lán frá rússneskum stjórnvöldum sem ekki hefur verið greitt upp að fullu. Kjósendur virðast óánægðir með fjárútlát ríkisstjórnar Macrons, en nýlega kom í ljós að aukning hefði orðið í greiðslum á skattpeningum til ráðgjafafyrirtækja á borð við bandaríska fyrirtækið McKinsey. Það er ljóst að efnahagsmál koma til með að skipta sköpum í kosningunum. Þrátt fyrir að atvinnuleysi sé á niðurleið hefur verðbólga gert vart við sig og kaupmáttur fólks því dvínað, en frambjóðendur hafa að stórum hluta einbeitt sér að kosningaloforðum sem snúa að því að vænka fjárhag hins almenna kjósanda.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira