Lést áður en stóri sigurinn vannst í Hæstarétti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2022 12:26 Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í gær. Vísir/Vilhelm „Þetta var rosalega erfitt fyrir hana. Hún beið lengi,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands um konu sem lagði Tryggingastofnun ríkisins fyrir öllum dómstigum í deilu um skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót vegna búsetu erlendis. Í gær komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að TR hafi ekki verið heimilt að skerða framfærsluuppbót hennar. Konan hafði búið í Danmörku um hríð áður en hún var metin til 75% varanlegrar örorku árið 2011. Ákvörðun Tryggingastofnunar um að skerða lífeyri hennar var reist á fyrirmælum þágildandi reglugerðar um að fjárhæð uppbótar á lífeyri skyldi greiðast í samræmi við búsetu hér á landi. Hæstiréttur segir þó ekki lagastoð vera fyrir ákvörðuninni. Niðurstaða Hæstaréttar hvílir á reglugerð frá árinu 2007 sem kveður á um heimild til að greiða lífeyristaka sérstaka uppbót á lífeyri ef sýnt þykir að öryrkjar geti ekki framfleytt sér án þess. Í dómnum segir að með því að binda fjárhæð uppbótar á lífeyri við búsetu hér á landi geti komið til þess að fjárhæðin skerðist það mikið að viðkomandi nái hreinlega ekki að framfleyta sér. Konan lést í desember í fyrra aðeins mánuði eftir að ríkisvaldið áfrýjaði niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar. Þuríður Harpa segir málið í heild hafa reynst konunni þungbært, bæði málareksturinn en líka hið daglega strit við að reyna að lifa af undir framfærsluviðmiðum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands.visir/hanna „Hún er látin. Því miður. Það sorglega og dapurlega við þetta er að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við lendum í því að það er verið að reka mál fyrir einstaklinga sem lifa það svo ekki af að sjá útkomuna. Málið er kært árið 2013, farið í mál 2016 og er síðan búið að vera í málarekstri í sex ár. Þetta er ekki gott afspurnar fyrir ríkið, myndi ég segja.“ Málið hefur nú farið í gegnum öll dómstig og þykir niðurstaða Hæstaréttar vera tímamótadómur því hann er fordæmisgefandi gagnvart öllum þeim sem hafa hlotið sömu meðferð og umrædd kona. „Ég skora nú bara á stjórnvöld og ríkisstjórnina að sýna ábyrgð og gera að fullu upp við alla þá sem hafa frá 2009 þurft að draga fram lífið á upphæðum sem ná ekki lágmarksframfærslu og hafa í raun búið við sárafátækt. Það ætti að vera einfalt fyrir Tryggingastofnun að sjá hvaða einstaklingar þetta eru, þeir gætu hlaupið á þúsundum.“ Tryggingar Dómsmál Lífeyrissjóðir Félagsmál Tengdar fréttir Lífeyrisþegi lagði Tryggingastofnun í Hæstarétti Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót, vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í dag. 6. apríl 2022 16:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Í gær komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að TR hafi ekki verið heimilt að skerða framfærsluuppbót hennar. Konan hafði búið í Danmörku um hríð áður en hún var metin til 75% varanlegrar örorku árið 2011. Ákvörðun Tryggingastofnunar um að skerða lífeyri hennar var reist á fyrirmælum þágildandi reglugerðar um að fjárhæð uppbótar á lífeyri skyldi greiðast í samræmi við búsetu hér á landi. Hæstiréttur segir þó ekki lagastoð vera fyrir ákvörðuninni. Niðurstaða Hæstaréttar hvílir á reglugerð frá árinu 2007 sem kveður á um heimild til að greiða lífeyristaka sérstaka uppbót á lífeyri ef sýnt þykir að öryrkjar geti ekki framfleytt sér án þess. Í dómnum segir að með því að binda fjárhæð uppbótar á lífeyri við búsetu hér á landi geti komið til þess að fjárhæðin skerðist það mikið að viðkomandi nái hreinlega ekki að framfleyta sér. Konan lést í desember í fyrra aðeins mánuði eftir að ríkisvaldið áfrýjaði niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar. Þuríður Harpa segir málið í heild hafa reynst konunni þungbært, bæði málareksturinn en líka hið daglega strit við að reyna að lifa af undir framfærsluviðmiðum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands.visir/hanna „Hún er látin. Því miður. Það sorglega og dapurlega við þetta er að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við lendum í því að það er verið að reka mál fyrir einstaklinga sem lifa það svo ekki af að sjá útkomuna. Málið er kært árið 2013, farið í mál 2016 og er síðan búið að vera í málarekstri í sex ár. Þetta er ekki gott afspurnar fyrir ríkið, myndi ég segja.“ Málið hefur nú farið í gegnum öll dómstig og þykir niðurstaða Hæstaréttar vera tímamótadómur því hann er fordæmisgefandi gagnvart öllum þeim sem hafa hlotið sömu meðferð og umrædd kona. „Ég skora nú bara á stjórnvöld og ríkisstjórnina að sýna ábyrgð og gera að fullu upp við alla þá sem hafa frá 2009 þurft að draga fram lífið á upphæðum sem ná ekki lágmarksframfærslu og hafa í raun búið við sárafátækt. Það ætti að vera einfalt fyrir Tryggingastofnun að sjá hvaða einstaklingar þetta eru, þeir gætu hlaupið á þúsundum.“
Tryggingar Dómsmál Lífeyrissjóðir Félagsmál Tengdar fréttir Lífeyrisþegi lagði Tryggingastofnun í Hæstarétti Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót, vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í dag. 6. apríl 2022 16:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Lífeyrisþegi lagði Tryggingastofnun í Hæstarétti Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót, vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í dag. 6. apríl 2022 16:00