Lést áður en stóri sigurinn vannst í Hæstarétti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2022 12:26 Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í gær. Vísir/Vilhelm „Þetta var rosalega erfitt fyrir hana. Hún beið lengi,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands um konu sem lagði Tryggingastofnun ríkisins fyrir öllum dómstigum í deilu um skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót vegna búsetu erlendis. Í gær komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að TR hafi ekki verið heimilt að skerða framfærsluuppbót hennar. Konan hafði búið í Danmörku um hríð áður en hún var metin til 75% varanlegrar örorku árið 2011. Ákvörðun Tryggingastofnunar um að skerða lífeyri hennar var reist á fyrirmælum þágildandi reglugerðar um að fjárhæð uppbótar á lífeyri skyldi greiðast í samræmi við búsetu hér á landi. Hæstiréttur segir þó ekki lagastoð vera fyrir ákvörðuninni. Niðurstaða Hæstaréttar hvílir á reglugerð frá árinu 2007 sem kveður á um heimild til að greiða lífeyristaka sérstaka uppbót á lífeyri ef sýnt þykir að öryrkjar geti ekki framfleytt sér án þess. Í dómnum segir að með því að binda fjárhæð uppbótar á lífeyri við búsetu hér á landi geti komið til þess að fjárhæðin skerðist það mikið að viðkomandi nái hreinlega ekki að framfleyta sér. Konan lést í desember í fyrra aðeins mánuði eftir að ríkisvaldið áfrýjaði niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar. Þuríður Harpa segir málið í heild hafa reynst konunni þungbært, bæði málareksturinn en líka hið daglega strit við að reyna að lifa af undir framfærsluviðmiðum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands.visir/hanna „Hún er látin. Því miður. Það sorglega og dapurlega við þetta er að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við lendum í því að það er verið að reka mál fyrir einstaklinga sem lifa það svo ekki af að sjá útkomuna. Málið er kært árið 2013, farið í mál 2016 og er síðan búið að vera í málarekstri í sex ár. Þetta er ekki gott afspurnar fyrir ríkið, myndi ég segja.“ Málið hefur nú farið í gegnum öll dómstig og þykir niðurstaða Hæstaréttar vera tímamótadómur því hann er fordæmisgefandi gagnvart öllum þeim sem hafa hlotið sömu meðferð og umrædd kona. „Ég skora nú bara á stjórnvöld og ríkisstjórnina að sýna ábyrgð og gera að fullu upp við alla þá sem hafa frá 2009 þurft að draga fram lífið á upphæðum sem ná ekki lágmarksframfærslu og hafa í raun búið við sárafátækt. Það ætti að vera einfalt fyrir Tryggingastofnun að sjá hvaða einstaklingar þetta eru, þeir gætu hlaupið á þúsundum.“ Tryggingar Dómsmál Lífeyrissjóðir Félagsmál Tengdar fréttir Lífeyrisþegi lagði Tryggingastofnun í Hæstarétti Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót, vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í dag. 6. apríl 2022 16:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Í gær komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að TR hafi ekki verið heimilt að skerða framfærsluuppbót hennar. Konan hafði búið í Danmörku um hríð áður en hún var metin til 75% varanlegrar örorku árið 2011. Ákvörðun Tryggingastofnunar um að skerða lífeyri hennar var reist á fyrirmælum þágildandi reglugerðar um að fjárhæð uppbótar á lífeyri skyldi greiðast í samræmi við búsetu hér á landi. Hæstiréttur segir þó ekki lagastoð vera fyrir ákvörðuninni. Niðurstaða Hæstaréttar hvílir á reglugerð frá árinu 2007 sem kveður á um heimild til að greiða lífeyristaka sérstaka uppbót á lífeyri ef sýnt þykir að öryrkjar geti ekki framfleytt sér án þess. Í dómnum segir að með því að binda fjárhæð uppbótar á lífeyri við búsetu hér á landi geti komið til þess að fjárhæðin skerðist það mikið að viðkomandi nái hreinlega ekki að framfleyta sér. Konan lést í desember í fyrra aðeins mánuði eftir að ríkisvaldið áfrýjaði niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar. Þuríður Harpa segir málið í heild hafa reynst konunni þungbært, bæði málareksturinn en líka hið daglega strit við að reyna að lifa af undir framfærsluviðmiðum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands.visir/hanna „Hún er látin. Því miður. Það sorglega og dapurlega við þetta er að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við lendum í því að það er verið að reka mál fyrir einstaklinga sem lifa það svo ekki af að sjá útkomuna. Málið er kært árið 2013, farið í mál 2016 og er síðan búið að vera í málarekstri í sex ár. Þetta er ekki gott afspurnar fyrir ríkið, myndi ég segja.“ Málið hefur nú farið í gegnum öll dómstig og þykir niðurstaða Hæstaréttar vera tímamótadómur því hann er fordæmisgefandi gagnvart öllum þeim sem hafa hlotið sömu meðferð og umrædd kona. „Ég skora nú bara á stjórnvöld og ríkisstjórnina að sýna ábyrgð og gera að fullu upp við alla þá sem hafa frá 2009 þurft að draga fram lífið á upphæðum sem ná ekki lágmarksframfærslu og hafa í raun búið við sárafátækt. Það ætti að vera einfalt fyrir Tryggingastofnun að sjá hvaða einstaklingar þetta eru, þeir gætu hlaupið á þúsundum.“
Tryggingar Dómsmál Lífeyrissjóðir Félagsmál Tengdar fréttir Lífeyrisþegi lagði Tryggingastofnun í Hæstarétti Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót, vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í dag. 6. apríl 2022 16:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Lífeyrisþegi lagði Tryggingastofnun í Hæstarétti Tryggingastofnun var óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót, vegna búsetu erlendis. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í dag. 6. apríl 2022 16:00