Ásgeir nýr forstjóri SKEL og Iða Brá tekur við sem aðstoðarbankastjóri Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2022 09:25 Ásgeir H. Reykfjörð Gylfason og Iða Brá Benediktsdóttir. Arion banki Ásgeir H. Reykfjörð Gylfason lætur af störfum sem aðstoðarbankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs Arion banka og tekur við sem nýr forstjóri SKEL fjárfestingarfélags, sem áður hét Skeljungur. Ásgeir hefur gegnt stjórnendastöðunum hjá bankanum frá árinu 2019 og mun hætta störfum á næstu dögum. Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, mun nú jafnframt gegna starfi aðstoðarbankastjóra og í því hlutverki meðal annars leiða sókn Arion banka og Varðar á tryggingamarkaði. Hákon Hrafn Gröndal, lánastjóri á fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs og tekur sæti í framkvæmdastjórn bankans. Hákon Hrafn Gröndal, framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs.Arion banki Þetta kemur fram í tilkynningum frá Arion banka og SKEL fjárfestingarfélagi. Hið síðarnefnda hefur sömuleiðis ráðið Magnús Inga Einarsson í starf fjármálastjóra félagsins. Á sama tíma lætur Ólafur Þór Jóhannesson af störfum sem forstjóri en hann hefur starfað hjá SKEL, þar áður Skeljungi hf., frá árinu 2019, þar af sem forstjóri frá því í febrúar árið 2022. Margrét hættir hjá Arion banka Margrét Sveinsdóttir mun einnig láta af störfum hjá Arion banka á næstu vikum eftir að hafa sinnt starfi framkvæmdastjóra eignastýringar, síðar markaða, frá árinu 2009. Jóhann Möller, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Stefnis undanfarin ár, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaða og mun taka sæti í framkvæmdastjórn Arion banka á næstu vikum. Jóhann Möller hefur verið framkvæmdastjóri Stefnis frá árinu 2020.Aðsend Ásgeir mun hefja störf hjá SKEL um mitt sumar og Magnús seinni part sumars. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður SKEL, segir að það sé mikill fengur í að fá Ásgeir og Magnús til liðs við félagið. „Ásgeir hefur mikla þekkingu og reynslu úr Íslensku atvinnulífi, nú síðast sem aðstoðarbankastjóri Arion banka hf. og Magnús verið lykilaðili í uppbyggingu Kviku banka hf. sl. ár. Þessir tveir öflugu aðilar munu hrinda í framkvæmd áframhaldandi umbreytingu félagsins, þar sem lögð verður áhersla á fjárfestingar í fyrirtækjum og þróun fyrirtækja, sem hafa meðal annars að leiðarljósi að einfalda fólki og fyrirtækjum lífið. Ég vil þakka Ólafi Þór Jóhannessyni fráfarandi forstjóra fyrir vel unnin störf undanfarin ár við umbreytingu á félaginu og fyrir að leiða það fyrstu skrefin sem fjárfestingarfélag á meðan unnið var að ráðningu á forstjóra þess til framtíðar. Ólafur mun vera stjórn félagsins innan handar þar til nýr forstjóri tekur til starfa,“ er haft eftir Jón Ásgeiri í tilkynningu til Kauphallar. Skili afar góðu búi Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, þakkar fráfarandi starfsmönnum fyrir farsælt og ánægjulegt samstarf. „Ásgeir hefur verið hjá bankanum í tæp þrjú ár og á þeim tíma gegnt lykilhlutverki í stefnumótun og þeim mikilvægu breytingum sem bankinn hefur farið í gegnum, ekki síst varðandi þjónustu okkar við fyrirtæki. Margrét hefur setið í framkvæmdastjórn Arion banka í 13 ár og veitt eignastýringu bankans forystu þann tíma og markaðsviðskiptum undanfarin þrjú ár. Margrét skilar afar góðu búi og eru eignastýring og markaðsviðskipti Arion banka í forystu hér á landi. Ég óska þeim báðum góðs gengis í nýjum verkefnum. Ég óska Iðu Brá, Jóhanni og Hákoni Hrafni til hamingju með ný hlutverk innan bankans.“ Vistaskipti Íslenskir bankar Kauphöllin Skel fjárfestingafélag Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Ásgeir hefur gegnt stjórnendastöðunum hjá bankanum frá árinu 2019 og mun hætta störfum á næstu dögum. Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, mun nú jafnframt gegna starfi aðstoðarbankastjóra og í því hlutverki meðal annars leiða sókn Arion banka og Varðar á tryggingamarkaði. Hákon Hrafn Gröndal, lánastjóri á fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs og tekur sæti í framkvæmdastjórn bankans. Hákon Hrafn Gröndal, framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs.Arion banki Þetta kemur fram í tilkynningum frá Arion banka og SKEL fjárfestingarfélagi. Hið síðarnefnda hefur sömuleiðis ráðið Magnús Inga Einarsson í starf fjármálastjóra félagsins. Á sama tíma lætur Ólafur Þór Jóhannesson af störfum sem forstjóri en hann hefur starfað hjá SKEL, þar áður Skeljungi hf., frá árinu 2019, þar af sem forstjóri frá því í febrúar árið 2022. Margrét hættir hjá Arion banka Margrét Sveinsdóttir mun einnig láta af störfum hjá Arion banka á næstu vikum eftir að hafa sinnt starfi framkvæmdastjóra eignastýringar, síðar markaða, frá árinu 2009. Jóhann Möller, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Stefnis undanfarin ár, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaða og mun taka sæti í framkvæmdastjórn Arion banka á næstu vikum. Jóhann Möller hefur verið framkvæmdastjóri Stefnis frá árinu 2020.Aðsend Ásgeir mun hefja störf hjá SKEL um mitt sumar og Magnús seinni part sumars. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður SKEL, segir að það sé mikill fengur í að fá Ásgeir og Magnús til liðs við félagið. „Ásgeir hefur mikla þekkingu og reynslu úr Íslensku atvinnulífi, nú síðast sem aðstoðarbankastjóri Arion banka hf. og Magnús verið lykilaðili í uppbyggingu Kviku banka hf. sl. ár. Þessir tveir öflugu aðilar munu hrinda í framkvæmd áframhaldandi umbreytingu félagsins, þar sem lögð verður áhersla á fjárfestingar í fyrirtækjum og þróun fyrirtækja, sem hafa meðal annars að leiðarljósi að einfalda fólki og fyrirtækjum lífið. Ég vil þakka Ólafi Þór Jóhannessyni fráfarandi forstjóra fyrir vel unnin störf undanfarin ár við umbreytingu á félaginu og fyrir að leiða það fyrstu skrefin sem fjárfestingarfélag á meðan unnið var að ráðningu á forstjóra þess til framtíðar. Ólafur mun vera stjórn félagsins innan handar þar til nýr forstjóri tekur til starfa,“ er haft eftir Jón Ásgeiri í tilkynningu til Kauphallar. Skili afar góðu búi Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, þakkar fráfarandi starfsmönnum fyrir farsælt og ánægjulegt samstarf. „Ásgeir hefur verið hjá bankanum í tæp þrjú ár og á þeim tíma gegnt lykilhlutverki í stefnumótun og þeim mikilvægu breytingum sem bankinn hefur farið í gegnum, ekki síst varðandi þjónustu okkar við fyrirtæki. Margrét hefur setið í framkvæmdastjórn Arion banka í 13 ár og veitt eignastýringu bankans forystu þann tíma og markaðsviðskiptum undanfarin þrjú ár. Margrét skilar afar góðu búi og eru eignastýring og markaðsviðskipti Arion banka í forystu hér á landi. Ég óska þeim báðum góðs gengis í nýjum verkefnum. Ég óska Iðu Brá, Jóhanni og Hákoni Hrafni til hamingju með ný hlutverk innan bankans.“
Vistaskipti Íslenskir bankar Kauphöllin Skel fjárfestingafélag Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira