Jón Páll krafði Víkinga um 26 milljónir en þarf sjálfur að borga Sindri Sverrisson skrifar 6. apríl 2022 08:00 Jón Páll Pálmason brosti í kampinn er hann var kynntur sem þjálfari Víkings Ólafsvík. Víkingur Ólafsvík Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík hefur verið sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu þjálfarans Jóns Páls Pálmasonar sem krafði félagið um 26 milljónir króna auk dráttarvaxta. Jón Páll taldi uppsögn sína árið 2020 ólögmæta en samkvæmt dómi Héraðsdóms fékk hann full laun greidd frá því að vinnuframlag hans var afþakkað í júlí 2020, og fram til 1. október þegar uppsagnarákvæði í samningnum var nýtt. Niðurstaða héraðsdóms var því sú að Jón Páll þyrfti að greiða Víkingi Ólafsvík 1,5 milljón króna í málskostnað. Í samtali við Vísi kvaðst Jón Páll vera að skoða það að áfrýja dómnum en að ákvörðun um það lægi ekki fyrir. Jón Páll, sem nú þjálfar yngri flokka hjá FH, var ráðinn þjálfari karlaliðs Víkings síðla árs 2019 og tók við af Ejub Purisevic sem stýrt hafði liðinu um langt árabil. Auk þess að stýra Víkingum í 1. deildinni átti Jón Páll að hafa yfirumsjón með 2. flokki karla og gegna stöðu yfirþjálfara hjá félaginu, og var samningurinn til þriggja ára. Óánægja hjá foreldrum og vegna utanlandsferðar Störfum Jóns Páls í Ólafsvík lauk hins vegar í júlí 2020, eftir að hann hafði aðeins stýrt karlaliði Víkings í fimm deildarleikjum. Samkvæmt dómnum hafði óánægju þá gætt með störf hans, bæði hjá stjórn knattspyrnudeildar Víkings sem og hjá foreldrum iðkenda. Í því samhengi er nefnd utanlandsferð sem Jón Páll fór í án samþykkis félagsins og í máli forráðamanna þess segir að Jón Páll hafi ekki skilað sextíu klukkustunda vinnu á mánuði. Krafa Jóns Páls nam nákvæmlega 25.940.000 krónum. Hann taldi sig eiga inni 26-föld mánaðarlaun upp á 700.000 krónur, og jafnmargar greiðslur vegna íbúðarkostnaðar (80.000 krónur á mánuði), eldsneytis (30.000 krónur á mánuði) og matarúttektar (30.000 krónur á mánuði). Við það bættist krafa um bætur fyrir röskun á stöðu og högum, upp á þrjár milljónir króna, og miskabætur upp á eina milljón króna þar sem Jón Páll taldi að á hann hefðu verið bornar alvarlegar ávirðingar sem hefðu verið meiðandi og til þess fallnar að valda álitshnekki, eins og segir í dómnum. Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Dómsmál Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Jón Páll taldi uppsögn sína árið 2020 ólögmæta en samkvæmt dómi Héraðsdóms fékk hann full laun greidd frá því að vinnuframlag hans var afþakkað í júlí 2020, og fram til 1. október þegar uppsagnarákvæði í samningnum var nýtt. Niðurstaða héraðsdóms var því sú að Jón Páll þyrfti að greiða Víkingi Ólafsvík 1,5 milljón króna í málskostnað. Í samtali við Vísi kvaðst Jón Páll vera að skoða það að áfrýja dómnum en að ákvörðun um það lægi ekki fyrir. Jón Páll, sem nú þjálfar yngri flokka hjá FH, var ráðinn þjálfari karlaliðs Víkings síðla árs 2019 og tók við af Ejub Purisevic sem stýrt hafði liðinu um langt árabil. Auk þess að stýra Víkingum í 1. deildinni átti Jón Páll að hafa yfirumsjón með 2. flokki karla og gegna stöðu yfirþjálfara hjá félaginu, og var samningurinn til þriggja ára. Óánægja hjá foreldrum og vegna utanlandsferðar Störfum Jóns Páls í Ólafsvík lauk hins vegar í júlí 2020, eftir að hann hafði aðeins stýrt karlaliði Víkings í fimm deildarleikjum. Samkvæmt dómnum hafði óánægju þá gætt með störf hans, bæði hjá stjórn knattspyrnudeildar Víkings sem og hjá foreldrum iðkenda. Í því samhengi er nefnd utanlandsferð sem Jón Páll fór í án samþykkis félagsins og í máli forráðamanna þess segir að Jón Páll hafi ekki skilað sextíu klukkustunda vinnu á mánuði. Krafa Jóns Páls nam nákvæmlega 25.940.000 krónum. Hann taldi sig eiga inni 26-föld mánaðarlaun upp á 700.000 krónur, og jafnmargar greiðslur vegna íbúðarkostnaðar (80.000 krónur á mánuði), eldsneytis (30.000 krónur á mánuði) og matarúttektar (30.000 krónur á mánuði). Við það bættist krafa um bætur fyrir röskun á stöðu og högum, upp á þrjár milljónir króna, og miskabætur upp á eina milljón króna þar sem Jón Páll taldi að á hann hefðu verið bornar alvarlegar ávirðingar sem hefðu verið meiðandi og til þess fallnar að valda álitshnekki, eins og segir í dómnum.
Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Dómsmál Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira