Aldrei fleiri aðfluttir Íslendingar umfram brottflutta Eiður Þór Árnason skrifar 5. apríl 2022 10:21 Af þeim 1.569 íslensku ríkisborgurum sem fluttu af landi brott árið 2021 fóru 813 til Danmerkur, Svíþjóðar eða Noregs Getty/HAGENS WORLD PHOTOGRAPHY Fleiri fluttust til Íslands en frá landinu á árinu 2021 eða 4.920. Flutningsjöfnuður eykst nokkuð frá árinu 2020 þegar aðfluttir umfram brottflutta voru 2.435. Flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara aldrei verið hærri en alls fluttu 828 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því á seinasta ári. Talan var 557 árið 2020. Í fyrsta sinn á þessari öld er flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara jákvæður tvö ár í röð en þetta gerðist síðast árin 1999 og 2000. Þetta kemur fram í nýjum flutningstölum Hagstofu Íslands. Alls fluttust 10.944 til Íslands í fyrra samanborið við 10.429 árið 2020. Alls fluttust 6.024 manns frá landinu á síðasta ári samanborið við 7.994 árið 2020. Ef einungis er litið til erlendra ríkisborgara var flutningsjöfnuður 4.092 manns sem er mikil hækkun miðað við síðasta ár en þó nokkuð lægra en árin þar á undan, að því er fram kemur í samantekt Hagstofunnar. Af þeim 1.569 íslensku ríkisborgurum sem fluttu af landi brott árið 2021 fóru 813 til Danmerkur, Svíþjóðar eða Noregs. Flestir fluttu til Svíþjóðar, eða 367, en næst flestir til Danmerkur eða 238. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu einnig frá þessum löndum eða 1.600 af 2.397. Flestir komu frá Danmörku eða alls 729. Á sama tíma fluttust flestir erlendir ríkisborgarar til Póllands í fyrra eða 1.582 af 4.455. 1.926 af 8.547 aðfluttum erlendum ríkisborgurum komu þaðan á síðasta ári. Fjölmennasti hópur aðfluttra og brottfluttra árið 2021 var á aldursbilinu 20 til 29 ára, líkt og síðustu ár. Rúmlega 36% brottfluttra var á þessum aldri og rúmlega 39% aðfluttra. Tölur Hagstofunnar byggja á upplýsingum um breytingar á lögheimili í íbúaskrá Þjóðskrár. Búferlaflutningar eru gerðir upp á grundvelli skráningardags í Þjóðskrá en ekki ekki eftir því hvenær flutningur átti sér stað. Íslendingar erlendis Innflytjendamál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Í fyrsta sinn á þessari öld er flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara jákvæður tvö ár í röð en þetta gerðist síðast árin 1999 og 2000. Þetta kemur fram í nýjum flutningstölum Hagstofu Íslands. Alls fluttust 10.944 til Íslands í fyrra samanborið við 10.429 árið 2020. Alls fluttust 6.024 manns frá landinu á síðasta ári samanborið við 7.994 árið 2020. Ef einungis er litið til erlendra ríkisborgara var flutningsjöfnuður 4.092 manns sem er mikil hækkun miðað við síðasta ár en þó nokkuð lægra en árin þar á undan, að því er fram kemur í samantekt Hagstofunnar. Af þeim 1.569 íslensku ríkisborgurum sem fluttu af landi brott árið 2021 fóru 813 til Danmerkur, Svíþjóðar eða Noregs. Flestir fluttu til Svíþjóðar, eða 367, en næst flestir til Danmerkur eða 238. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu einnig frá þessum löndum eða 1.600 af 2.397. Flestir komu frá Danmörku eða alls 729. Á sama tíma fluttust flestir erlendir ríkisborgarar til Póllands í fyrra eða 1.582 af 4.455. 1.926 af 8.547 aðfluttum erlendum ríkisborgurum komu þaðan á síðasta ári. Fjölmennasti hópur aðfluttra og brottfluttra árið 2021 var á aldursbilinu 20 til 29 ára, líkt og síðustu ár. Rúmlega 36% brottfluttra var á þessum aldri og rúmlega 39% aðfluttra. Tölur Hagstofunnar byggja á upplýsingum um breytingar á lögheimili í íbúaskrá Þjóðskrár. Búferlaflutningar eru gerðir upp á grundvelli skráningardags í Þjóðskrá en ekki ekki eftir því hvenær flutningur átti sér stað.
Íslendingar erlendis Innflytjendamál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira