Heimurinn þarf að breyta um lífsstíl því tíminn er að renna út Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2022 21:34 Heimurinn þurfi að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og mun hraðar en talað hefur verið um hingað til. AP/Charlie Riedel Sameinuðu þjóðirnar segja að brátt verði of seint að ná þeim markmiðum í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hækkandi hitastig jarðar. Í nýrri skýrslu sem gerð var af helstu vísindamönnum heimsins á þessu sviði segir að einungis umfangsmiklar og hnattrænar aðgerðir geti nú komið í veg fyrir gífurlegar hamfarir. Markmiðið hefur verið að halda hækkun hitastigs við 1,5 gráðu fyrir árið 2030, samkvæmt Parísarsáttmálanum svokallaða frá 2015. Vísindamenn segja það enn hægt en mjög svo erfitt. Meðalhækkun hitastigs jarðarinnar mælist nú 1,1 gráða, borin saman við meðalhita fyrir iðnvæðingu. Þessi hækkun hefur leitt til tíðari og kröftugri öfgaveðra og skógarelda, svo eitthvað sé nefnt. Heimurinn þurfi að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og mun hraðar en talað hefur verið um hingað til. Þó talað hafi verið um losun þessar lofttegunda hafa markmiðin ekki náðst hingað til. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur tíst nokkrum sinnum um skýrsluna í dag en hann hefur farið hörðum orðum um ráðamenn heimsins og forsvarsmenn iðnaðar. Hann segir þá hafa lofað einu en gert annað. Þeir hafi logið og nú sé tíminn til að hætta að brenna plánetuna okkar. Í öðru tísti sagði Guterres að tóm loforð ráðamanna væru að gera jörðina óbyggilega. The latest @IPCC_CH report is a litany of broken climate promises.Some government & business leaders are saying one thing, but doing another.They are lying.It is time to stop burning our planet. https://t.co/xzccxqwvhE— António Guterres (@antonioguterres) April 4, 2022 Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, þar sem fram kemur að áætlað sé að um 40 prósent þeirra gróðurhúsalofttegunda sem hafi borist í andrúmsloftið hafi komið frá Evrópu og Norður-Ameríku þar sem jarðeldsneyti hafa verið brennd lengst. Rúm tólf prósent megi rekja til Asíu en Kína varð ár fyrsta áratug þessarar aldar mesti mengunarvaldurinn. Vísindamennirnir sem komu að skýrslunni segja bestu leiðina sem hægt sé að fara til að sporna við hlýnuninni sé að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að nota sólar- og vindorku og aðra hreina orkugjafa og í senn styðja við bakið á fátækari ríkjum sem hafi ekki burði til að fara sjálf í orkuskipti. Einnig þurfi að draga úr neyslu kjöts. AP hefur eftir Pete Smith, sem kom að skýrslunni, að heimurinn gæti ekki bara farið í megrun. Hann þyrfti að breyta alfarið um lífsstíl. Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Markmiðið hefur verið að halda hækkun hitastigs við 1,5 gráðu fyrir árið 2030, samkvæmt Parísarsáttmálanum svokallaða frá 2015. Vísindamenn segja það enn hægt en mjög svo erfitt. Meðalhækkun hitastigs jarðarinnar mælist nú 1,1 gráða, borin saman við meðalhita fyrir iðnvæðingu. Þessi hækkun hefur leitt til tíðari og kröftugri öfgaveðra og skógarelda, svo eitthvað sé nefnt. Heimurinn þurfi að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og mun hraðar en talað hefur verið um hingað til. Þó talað hafi verið um losun þessar lofttegunda hafa markmiðin ekki náðst hingað til. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur tíst nokkrum sinnum um skýrsluna í dag en hann hefur farið hörðum orðum um ráðamenn heimsins og forsvarsmenn iðnaðar. Hann segir þá hafa lofað einu en gert annað. Þeir hafi logið og nú sé tíminn til að hætta að brenna plánetuna okkar. Í öðru tísti sagði Guterres að tóm loforð ráðamanna væru að gera jörðina óbyggilega. The latest @IPCC_CH report is a litany of broken climate promises.Some government & business leaders are saying one thing, but doing another.They are lying.It is time to stop burning our planet. https://t.co/xzccxqwvhE— António Guterres (@antonioguterres) April 4, 2022 Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, þar sem fram kemur að áætlað sé að um 40 prósent þeirra gróðurhúsalofttegunda sem hafi borist í andrúmsloftið hafi komið frá Evrópu og Norður-Ameríku þar sem jarðeldsneyti hafa verið brennd lengst. Rúm tólf prósent megi rekja til Asíu en Kína varð ár fyrsta áratug þessarar aldar mesti mengunarvaldurinn. Vísindamennirnir sem komu að skýrslunni segja bestu leiðina sem hægt sé að fara til að sporna við hlýnuninni sé að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að nota sólar- og vindorku og aðra hreina orkugjafa og í senn styðja við bakið á fátækari ríkjum sem hafi ekki burði til að fara sjálf í orkuskipti. Einnig þurfi að draga úr neyslu kjöts. AP hefur eftir Pete Smith, sem kom að skýrslunni, að heimurinn gæti ekki bara farið í megrun. Hann þyrfti að breyta alfarið um lífsstíl.
Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira