Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2022 12:59 Eins hryllilegar og myndirnar frá Bucha eru, þá hafa margir miðlar eflaust ákveðið að sýna ekki þær allra verstu. Á þeim má sjá höfuðlaus lík, brotnar höfuðkúpur og líkamsparta teygja sig úr plastpokum eða jörðinni. epa/Atef Safadi Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. Í færslu á Facebook segir að íbúar hafi verið látnir í friði á meðan hernám Rússa stóð yfir, getað farið frjálsir um og notað farsíma. Allir hafi þeir getað yfirgefið bæinn ef þeir vildu. Úkraínskar hersveitir hafi hins vegar látið sprengjum og skotum rigna yfir suðurhluta bæjarins. Þá segir að allir rússneskir hermenn hefðu yfirgefið svæðið 31. mars, líkt og fram kom í myndskeiði sem bæjarstjóri Bucha deildi á Facebook, og að svokölluð „sönnunargögn“ um meinta glæpi Rússa í Bucha hafi ekki komið í ljós fyrr en fjórum dögum seinna, þegar úkraínskar öryggissveitir og fjölmiðlar mættu á vettvang. Bæjarstjórinn hefði í myndskeiðinu ekki minnst einu orði á að íbúar hefðu verið skotnir úti á götu og þá virtust þau lík sem hafa birst á myndum og myndskeiðum ekki stirðnuð. Fyrir neðan má sjá myndskeiðið sem Rússar eru líklega að vísa til. Tímalínan Ef betur er að gáð á þetta sér þó skýringar. Myndskeiðið frá bæjarstjóra Bucha var birt 1. apríl klukkan 15.30. Um það bil klukkustund síðar birtist önnur færsla á Facebook-síðu bæjaryfirvalda, þar sem talað er um að Rússar séu farnir og að íbúar hafi verið án vatns, rafmagns og internets. Talað er um að frelsun Bucha hafi kostað mannslíf en hvergi um að íbúar hafi verið skotnir úti á götum. Þetta virðast Rússar vilja meina að sé sönnun þess að hroðaverk þau sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hafi verið sett á svið eftir á. Rétt fyrir hádegi daginn eftir, þann 2. apríl, birta borgaryfirvöld hins vegar myndir frá borginni, sem sýna eyðileggingu eftir hernámið. Í athugasemdunum má sjá íbúa biðla til þess sem ljósmyndar um að taka myndir af hinum og þessum hverfum og götum, til að fólk geti séð hvað hefur orðið um heimaslóðir sínar. Þessar beiðnir má líklega rekja til þess að útgöngubann er í gildi og íbúum hefur ítrekað verið ráðlagt, til dæmis á Facebook-síðunni, að halda sig heima, meðal annars vegna fjölda jarðsprengja sem Rússar hafa skilið eftir. Ofangreint útskýrir hvers vegna fregnir og myndir af líkum á víð og dreif fóru ekki í dreifingu fyrr en um helgina. Í færslu sem birtist á laugardag er tilkynnt um að hreinsunarstarf sé að fara af stað. Um kvöldið berast síðan fyrstu fregnir af fjölda líka á götum úti. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Í færslu á Facebook segir að íbúar hafi verið látnir í friði á meðan hernám Rússa stóð yfir, getað farið frjálsir um og notað farsíma. Allir hafi þeir getað yfirgefið bæinn ef þeir vildu. Úkraínskar hersveitir hafi hins vegar látið sprengjum og skotum rigna yfir suðurhluta bæjarins. Þá segir að allir rússneskir hermenn hefðu yfirgefið svæðið 31. mars, líkt og fram kom í myndskeiði sem bæjarstjóri Bucha deildi á Facebook, og að svokölluð „sönnunargögn“ um meinta glæpi Rússa í Bucha hafi ekki komið í ljós fyrr en fjórum dögum seinna, þegar úkraínskar öryggissveitir og fjölmiðlar mættu á vettvang. Bæjarstjórinn hefði í myndskeiðinu ekki minnst einu orði á að íbúar hefðu verið skotnir úti á götu og þá virtust þau lík sem hafa birst á myndum og myndskeiðum ekki stirðnuð. Fyrir neðan má sjá myndskeiðið sem Rússar eru líklega að vísa til. Tímalínan Ef betur er að gáð á þetta sér þó skýringar. Myndskeiðið frá bæjarstjóra Bucha var birt 1. apríl klukkan 15.30. Um það bil klukkustund síðar birtist önnur færsla á Facebook-síðu bæjaryfirvalda, þar sem talað er um að Rússar séu farnir og að íbúar hafi verið án vatns, rafmagns og internets. Talað er um að frelsun Bucha hafi kostað mannslíf en hvergi um að íbúar hafi verið skotnir úti á götum. Þetta virðast Rússar vilja meina að sé sönnun þess að hroðaverk þau sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hafi verið sett á svið eftir á. Rétt fyrir hádegi daginn eftir, þann 2. apríl, birta borgaryfirvöld hins vegar myndir frá borginni, sem sýna eyðileggingu eftir hernámið. Í athugasemdunum má sjá íbúa biðla til þess sem ljósmyndar um að taka myndir af hinum og þessum hverfum og götum, til að fólk geti séð hvað hefur orðið um heimaslóðir sínar. Þessar beiðnir má líklega rekja til þess að útgöngubann er í gildi og íbúum hefur ítrekað verið ráðlagt, til dæmis á Facebook-síðunni, að halda sig heima, meðal annars vegna fjölda jarðsprengja sem Rússar hafa skilið eftir. Ofangreint útskýrir hvers vegna fregnir og myndir af líkum á víð og dreif fóru ekki í dreifingu fyrr en um helgina. Í færslu sem birtist á laugardag er tilkynnt um að hreinsunarstarf sé að fara af stað. Um kvöldið berast síðan fyrstu fregnir af fjölda líka á götum úti.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira