Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2022 12:59 Eins hryllilegar og myndirnar frá Bucha eru, þá hafa margir miðlar eflaust ákveðið að sýna ekki þær allra verstu. Á þeim má sjá höfuðlaus lík, brotnar höfuðkúpur og líkamsparta teygja sig úr plastpokum eða jörðinni. epa/Atef Safadi Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. Í færslu á Facebook segir að íbúar hafi verið látnir í friði á meðan hernám Rússa stóð yfir, getað farið frjálsir um og notað farsíma. Allir hafi þeir getað yfirgefið bæinn ef þeir vildu. Úkraínskar hersveitir hafi hins vegar látið sprengjum og skotum rigna yfir suðurhluta bæjarins. Þá segir að allir rússneskir hermenn hefðu yfirgefið svæðið 31. mars, líkt og fram kom í myndskeiði sem bæjarstjóri Bucha deildi á Facebook, og að svokölluð „sönnunargögn“ um meinta glæpi Rússa í Bucha hafi ekki komið í ljós fyrr en fjórum dögum seinna, þegar úkraínskar öryggissveitir og fjölmiðlar mættu á vettvang. Bæjarstjórinn hefði í myndskeiðinu ekki minnst einu orði á að íbúar hefðu verið skotnir úti á götu og þá virtust þau lík sem hafa birst á myndum og myndskeiðum ekki stirðnuð. Fyrir neðan má sjá myndskeiðið sem Rússar eru líklega að vísa til. Tímalínan Ef betur er að gáð á þetta sér þó skýringar. Myndskeiðið frá bæjarstjóra Bucha var birt 1. apríl klukkan 15.30. Um það bil klukkustund síðar birtist önnur færsla á Facebook-síðu bæjaryfirvalda, þar sem talað er um að Rússar séu farnir og að íbúar hafi verið án vatns, rafmagns og internets. Talað er um að frelsun Bucha hafi kostað mannslíf en hvergi um að íbúar hafi verið skotnir úti á götum. Þetta virðast Rússar vilja meina að sé sönnun þess að hroðaverk þau sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hafi verið sett á svið eftir á. Rétt fyrir hádegi daginn eftir, þann 2. apríl, birta borgaryfirvöld hins vegar myndir frá borginni, sem sýna eyðileggingu eftir hernámið. Í athugasemdunum má sjá íbúa biðla til þess sem ljósmyndar um að taka myndir af hinum og þessum hverfum og götum, til að fólk geti séð hvað hefur orðið um heimaslóðir sínar. Þessar beiðnir má líklega rekja til þess að útgöngubann er í gildi og íbúum hefur ítrekað verið ráðlagt, til dæmis á Facebook-síðunni, að halda sig heima, meðal annars vegna fjölda jarðsprengja sem Rússar hafa skilið eftir. Ofangreint útskýrir hvers vegna fregnir og myndir af líkum á víð og dreif fóru ekki í dreifingu fyrr en um helgina. Í færslu sem birtist á laugardag er tilkynnt um að hreinsunarstarf sé að fara af stað. Um kvöldið berast síðan fyrstu fregnir af fjölda líka á götum úti. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Í færslu á Facebook segir að íbúar hafi verið látnir í friði á meðan hernám Rússa stóð yfir, getað farið frjálsir um og notað farsíma. Allir hafi þeir getað yfirgefið bæinn ef þeir vildu. Úkraínskar hersveitir hafi hins vegar látið sprengjum og skotum rigna yfir suðurhluta bæjarins. Þá segir að allir rússneskir hermenn hefðu yfirgefið svæðið 31. mars, líkt og fram kom í myndskeiði sem bæjarstjóri Bucha deildi á Facebook, og að svokölluð „sönnunargögn“ um meinta glæpi Rússa í Bucha hafi ekki komið í ljós fyrr en fjórum dögum seinna, þegar úkraínskar öryggissveitir og fjölmiðlar mættu á vettvang. Bæjarstjórinn hefði í myndskeiðinu ekki minnst einu orði á að íbúar hefðu verið skotnir úti á götu og þá virtust þau lík sem hafa birst á myndum og myndskeiðum ekki stirðnuð. Fyrir neðan má sjá myndskeiðið sem Rússar eru líklega að vísa til. Tímalínan Ef betur er að gáð á þetta sér þó skýringar. Myndskeiðið frá bæjarstjóra Bucha var birt 1. apríl klukkan 15.30. Um það bil klukkustund síðar birtist önnur færsla á Facebook-síðu bæjaryfirvalda, þar sem talað er um að Rússar séu farnir og að íbúar hafi verið án vatns, rafmagns og internets. Talað er um að frelsun Bucha hafi kostað mannslíf en hvergi um að íbúar hafi verið skotnir úti á götum. Þetta virðast Rússar vilja meina að sé sönnun þess að hroðaverk þau sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hafi verið sett á svið eftir á. Rétt fyrir hádegi daginn eftir, þann 2. apríl, birta borgaryfirvöld hins vegar myndir frá borginni, sem sýna eyðileggingu eftir hernámið. Í athugasemdunum má sjá íbúa biðla til þess sem ljósmyndar um að taka myndir af hinum og þessum hverfum og götum, til að fólk geti séð hvað hefur orðið um heimaslóðir sínar. Þessar beiðnir má líklega rekja til þess að útgöngubann er í gildi og íbúum hefur ítrekað verið ráðlagt, til dæmis á Facebook-síðunni, að halda sig heima, meðal annars vegna fjölda jarðsprengja sem Rússar hafa skilið eftir. Ofangreint útskýrir hvers vegna fregnir og myndir af líkum á víð og dreif fóru ekki í dreifingu fyrr en um helgina. Í færslu sem birtist á laugardag er tilkynnt um að hreinsunarstarf sé að fara af stað. Um kvöldið berast síðan fyrstu fregnir af fjölda líka á götum úti.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira