Störfin heim í Fjarðabyggð Jóhanna Sigfúsdóttir skrifar 3. apríl 2022 18:01 Landsbyggðin þekkir vel að með tilkomu net- og tæknivæðingar skiptir staðsetningin minna máli. Störf eru nú í meira mæli auglýst án staðsetningar, sem er ánægjuleg þróun og mun að öllum líkindum aukast með stafrænni þróun. En afhverju erum við í Fjarðabyggð þá ekki að auglýsa störf okkar án staðsetningar? Að mínu mati þá hefur Fjarðabyggð alla burði til þess að bjóða störf án staðsetningar. Fjarðabyggð er fjölkjarnasamfélag, býr yfir mannvirkjum í byggðakjörnum sem mætti nýta betur. Með því að vinna innan byggðarkjarna fær fólk meiri sveigjanleika og frelsi eykst til muna. Einnig mun akstur milli fjarða minnka verulega og skapa umhverfislegan ávinning. Múlinn í Neskaupstað hefur sannað gildi sitt sem skrifstofu- og aðstöðuklasi fjölbreyttrar starfsemi og við ættum að horfa meira til slíkra nýsköpunarsetra og skrifstofuaðstöðu án staðsetningar. Ráðhús gegna ekki eins veigamiklu hlutverki sem þjónustumiðstöð gagnvart almenningi eins og áður og engin þörf á aukinni yfirbyggingu þeirra. Við höfum lært af faraldrinum síðustu tvö ár að tækifæri eru til að starfa á ólíkum starfsstöðum. Við í Fjarðabyggð ættum að vera óhrædd við að stíga þetta skref til fulls, minnka yfirbyggingu og veita sveigjanleika sem starfsfólk fær með því að starfa heiman frá sér eða í sínum byggðarkjarna. Lykillinn er skýr stefna um uppbyggingu stafrænnar þróunar. Upplýsingabyltingin felur í sér byggðafestu framtíðarinnar. Færum ráðhús og stjórnarráðið nær fólkinu. Höfundur skipar 4. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinnumarkaður Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Sjá meira
Landsbyggðin þekkir vel að með tilkomu net- og tæknivæðingar skiptir staðsetningin minna máli. Störf eru nú í meira mæli auglýst án staðsetningar, sem er ánægjuleg þróun og mun að öllum líkindum aukast með stafrænni þróun. En afhverju erum við í Fjarðabyggð þá ekki að auglýsa störf okkar án staðsetningar? Að mínu mati þá hefur Fjarðabyggð alla burði til þess að bjóða störf án staðsetningar. Fjarðabyggð er fjölkjarnasamfélag, býr yfir mannvirkjum í byggðakjörnum sem mætti nýta betur. Með því að vinna innan byggðarkjarna fær fólk meiri sveigjanleika og frelsi eykst til muna. Einnig mun akstur milli fjarða minnka verulega og skapa umhverfislegan ávinning. Múlinn í Neskaupstað hefur sannað gildi sitt sem skrifstofu- og aðstöðuklasi fjölbreyttrar starfsemi og við ættum að horfa meira til slíkra nýsköpunarsetra og skrifstofuaðstöðu án staðsetningar. Ráðhús gegna ekki eins veigamiklu hlutverki sem þjónustumiðstöð gagnvart almenningi eins og áður og engin þörf á aukinni yfirbyggingu þeirra. Við höfum lært af faraldrinum síðustu tvö ár að tækifæri eru til að starfa á ólíkum starfsstöðum. Við í Fjarðabyggð ættum að vera óhrædd við að stíga þetta skref til fulls, minnka yfirbyggingu og veita sveigjanleika sem starfsfólk fær með því að starfa heiman frá sér eða í sínum byggðarkjarna. Lykillinn er skýr stefna um uppbyggingu stafrænnar þróunar. Upplýsingabyltingin felur í sér byggðafestu framtíðarinnar. Færum ráðhús og stjórnarráðið nær fólkinu. Höfundur skipar 4. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun