Tvöfalt fleiri lóðir næstu fimm árin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. apríl 2022 11:57 Dagur kynnti áform borgarinnar í Ráðhúsinu í morgun. vísir/vilhelm Reykjavíkurborg mun tvöfalda lóðaframboð sitt í ár og halda því þannig næstu fimm árin hið minnsta. Borgarstjóri segir stærsta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar gengið í garð. Borgin kynnti þessi áform á opnum fundi í Ráðhúsinu í morgun. Gefið verður verulega í úthlutun lóða og mun borgin næstu árin fara úr því að úthluta lóðum undir þúsund íbúðir á ári í að úthluta lóðum undir tvö þúsund íbúðir á ári. Því ætti uppbygging tíu þúsund nýrra íbúða að hefjast í borginni á næstu fimm árum. „Við erum auðvitað að koma út úr einhverjum stærsta uppbyggingarfasa í sögu borgarinnar. Þannig að það að við séum að tvöfalda það þýðir einfaldlega að öll uppbyggingin sem fólk hefur séð - við eigum von á tvöfalt meiru,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri eftir fundinn. Borgin búin með sitt Hann sagði að nú væri boltinn hjá öðrum sem koma að húsnæðismarkaði. Borgin myndi úthluta nægum lóðum til að anna eftirspurn á markaði. „Það verður aðeins framþungt og við erum í raun að kalla eftir því að allir, bæði uppbyggingaraðilar, fjármálastofnanir og aðrir sem komi að þessu kraftmikla átaki, geri sitt. Borgin er búin að mörgu leyti með sína heimavinnu og er núna að leggja út plönin þannig að allir geti komið samtaka að þessu,“ sagði Dagur. Mikil uppbygging er áætluð í Skerjafirði en uppbyggingin er nú að færast talsvert austur og verður mest á Ártúnshöfða þar sem gert er ráð fyrir um sex þúsund nýjum íbúðum. Einnig er stefnt að mikilli uppbyggingu í Laugardalnum. Vill meiri fyrirsjáanleika Dagur segir þessi áform ein og sér ekki leysa stöðuna á húsnæðismarkaðnum. „Þessar sveiflur á húsnæðismarkaði eru auðvitað ekki góðar fyrir neinn. Við höfum séð matið tvöfaldast á það hvað þarf að byggja og við erum að svara því fyrir okkar parta. Ég hins vegar kallaði eftir því hér í dag kallaði eftir því að að komi meiri langtíma hugsun inn í þetta,“ sagði Dagur. Það þurfi að liggja fyrir hvar og hvenær byggja eigi nýjar íbúðir á næstu árum en einnig hvernig íbúðir. „Þannig að þetta sé ekki svona sveiflukennt og markaðurinn þróist úr bara offramboði í skort á bara tveimur árum,“ sagði Dagur. Húsnæðismál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Borgin kynnti þessi áform á opnum fundi í Ráðhúsinu í morgun. Gefið verður verulega í úthlutun lóða og mun borgin næstu árin fara úr því að úthluta lóðum undir þúsund íbúðir á ári í að úthluta lóðum undir tvö þúsund íbúðir á ári. Því ætti uppbygging tíu þúsund nýrra íbúða að hefjast í borginni á næstu fimm árum. „Við erum auðvitað að koma út úr einhverjum stærsta uppbyggingarfasa í sögu borgarinnar. Þannig að það að við séum að tvöfalda það þýðir einfaldlega að öll uppbyggingin sem fólk hefur séð - við eigum von á tvöfalt meiru,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri eftir fundinn. Borgin búin með sitt Hann sagði að nú væri boltinn hjá öðrum sem koma að húsnæðismarkaði. Borgin myndi úthluta nægum lóðum til að anna eftirspurn á markaði. „Það verður aðeins framþungt og við erum í raun að kalla eftir því að allir, bæði uppbyggingaraðilar, fjármálastofnanir og aðrir sem komi að þessu kraftmikla átaki, geri sitt. Borgin er búin að mörgu leyti með sína heimavinnu og er núna að leggja út plönin þannig að allir geti komið samtaka að þessu,“ sagði Dagur. Mikil uppbygging er áætluð í Skerjafirði en uppbyggingin er nú að færast talsvert austur og verður mest á Ártúnshöfða þar sem gert er ráð fyrir um sex þúsund nýjum íbúðum. Einnig er stefnt að mikilli uppbyggingu í Laugardalnum. Vill meiri fyrirsjáanleika Dagur segir þessi áform ein og sér ekki leysa stöðuna á húsnæðismarkaðnum. „Þessar sveiflur á húsnæðismarkaði eru auðvitað ekki góðar fyrir neinn. Við höfum séð matið tvöfaldast á það hvað þarf að byggja og við erum að svara því fyrir okkar parta. Ég hins vegar kallaði eftir því hér í dag kallaði eftir því að að komi meiri langtíma hugsun inn í þetta,“ sagði Dagur. Það þurfi að liggja fyrir hvar og hvenær byggja eigi nýjar íbúðir á næstu árum en einnig hvernig íbúðir. „Þannig að þetta sé ekki svona sveiflukennt og markaðurinn þróist úr bara offramboði í skort á bara tveimur árum,“ sagði Dagur.
Húsnæðismál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira