„Alveg ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. mars 2022 22:12 Runólfur segir að eina veðurfarslega ástæðan sem stöðvað geti lestarsamgöngur milli Keflavíkur og Reykjavíkur sé vindurinn. Vindhraði megi ekki ná meira en 26 metrum á sekúndu en hann telur að við slíkar aðstæður yrði Reykjanesbrautinni eða flugvellinum líklega lokað. Vindhraðinn hafi því tæplega áhrif á fluglestina. Getty Stjórnarformaður í Fluglestinni, þróunarfélagi um lestarsamgöngur, segir ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig. Framkvæmdin yrði gríðarlega dýr og farþegafjöldinn tæpast sá sami og færi milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Á samfélagsmiðlum hefur mikið verið talað um mikilvægi lestarkerfis hér á landi síðastliðna viku eða svo. Jón Gnarr hefur til að mynda talað því að byggðir verði lestarteinar á milli Akureyrar og Reykjavíkur. „Ef lest gengi á milli Akureyrar og Reykjavíkur þá myndum við minnka álag á vegina með þungaflutningum, snarminnka bílaumferð og draga úr slysahættu. Lestir eru hagkvæmur ferðamáti fyrir fjölskyldur og umhverfisáhrifin yrðu bara jákvæð,“ sagði Jón í tísti í vikunni. Notkun myllumerkisins #Lestarflokkurinn hefur einnig vakið athygli á Twitter og ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort að Jón hafi í hyggju að endurvekja stjórnmálaferilinn með nýju stjórnmálafli. Aðspurður segir hann að svo sé ekki. Meðal þeirra sem tekið hafa þátt í umræðum um lestarkerfi hér á landi eru Friðjón Friðjónsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. Hann segir að dæmið gangi eiginlega alls ekki upp. Kostnaður við lest milli Reykjavíkur og Akureyrar yrði allt of mikill. Friðjón tekur dæmi um kostnað við byggingu lestarkerfis í Kína og í Bandaríkjunum. Hann segir kílómeterinn við lagningu lestarteina í Kína kosta um tvo milljarða króna en í Bandaríkjunum kostar kílómeterinn sjö milljarða. „Bein lína frá Ak til Rvk er 250km. Í gegnum jökul, fjöll og ósnortin víðerni. Gefum okkur að lestin kosti mitt á milli Kína og USA, nær Kína samt. 250km x 4ma gefa okkur 1000 milljarða í byggingarkostnað. Við erum enn að fara í beina línu milli Akureyrar og Reykjavíkur,“ segir Friðjón. Við fáum þessa 1000 milljarða að láni og borgum bara 1,5% vexti. Það gerir vaxtabyrði upp á 15 milljarða á ári sem reksturinn yrði að standa undir. Það eru ríflega 41 milljónir á dag. Ef við seljum 1000 ferðir á dag allt árið um kring. 3/5— Friðjón Friðjónsson 🇺🇦 (@fridjon) March 29, 2022 Runólfur Ágústsson stjórnarformaður í Fluglestinni tekur í sama streng og segir að kostnaður við framkvæmdina gæti líklega aldrei staðið undir sér. Fyrsta skref í lestarsamgöngum hér á landi væri að ráðast í framkvæmd fluglestar, sem færi frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. „Það er alveg ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndu aldrei borga sig þannig að fargjöld gætu staðið undir framkvæmdinni - öfugt við lest milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Þannig þyrfti samfélagið að koma inn ef það vildi fá slíka framkvæmd sem myndi vissulega kannski skapa möguleika á því að tengja Reykjavík og Akureyri um kjöl,“ sagði Runólfur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir að meginforsenda fyrir framkvæmdunum sé sú að þær standi að minnsta kosti að einhverju leyti undir sér. Með ferðamönnum, sem kæmu til með að nýta sér fluglest, væri kominn raunhæfur kostur. „Þetta snýst náttúrulega allt um farþegafjölda. Lest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur út frá þessum forsendum, þeir sem eru daglegir notendur eru að greiða allt önnur verð en túristar sem eru að borga eina ferð,“ segir Runólfur. Samgöngur Byggðamál Reykjavík síðdegis Reykjavík Akureyri Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Þungar vikur framundan Innlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira
Á samfélagsmiðlum hefur mikið verið talað um mikilvægi lestarkerfis hér á landi síðastliðna viku eða svo. Jón Gnarr hefur til að mynda talað því að byggðir verði lestarteinar á milli Akureyrar og Reykjavíkur. „Ef lest gengi á milli Akureyrar og Reykjavíkur þá myndum við minnka álag á vegina með þungaflutningum, snarminnka bílaumferð og draga úr slysahættu. Lestir eru hagkvæmur ferðamáti fyrir fjölskyldur og umhverfisáhrifin yrðu bara jákvæð,“ sagði Jón í tísti í vikunni. Notkun myllumerkisins #Lestarflokkurinn hefur einnig vakið athygli á Twitter og ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort að Jón hafi í hyggju að endurvekja stjórnmálaferilinn með nýju stjórnmálafli. Aðspurður segir hann að svo sé ekki. Meðal þeirra sem tekið hafa þátt í umræðum um lestarkerfi hér á landi eru Friðjón Friðjónsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. Hann segir að dæmið gangi eiginlega alls ekki upp. Kostnaður við lest milli Reykjavíkur og Akureyrar yrði allt of mikill. Friðjón tekur dæmi um kostnað við byggingu lestarkerfis í Kína og í Bandaríkjunum. Hann segir kílómeterinn við lagningu lestarteina í Kína kosta um tvo milljarða króna en í Bandaríkjunum kostar kílómeterinn sjö milljarða. „Bein lína frá Ak til Rvk er 250km. Í gegnum jökul, fjöll og ósnortin víðerni. Gefum okkur að lestin kosti mitt á milli Kína og USA, nær Kína samt. 250km x 4ma gefa okkur 1000 milljarða í byggingarkostnað. Við erum enn að fara í beina línu milli Akureyrar og Reykjavíkur,“ segir Friðjón. Við fáum þessa 1000 milljarða að láni og borgum bara 1,5% vexti. Það gerir vaxtabyrði upp á 15 milljarða á ári sem reksturinn yrði að standa undir. Það eru ríflega 41 milljónir á dag. Ef við seljum 1000 ferðir á dag allt árið um kring. 3/5— Friðjón Friðjónsson 🇺🇦 (@fridjon) March 29, 2022 Runólfur Ágústsson stjórnarformaður í Fluglestinni tekur í sama streng og segir að kostnaður við framkvæmdina gæti líklega aldrei staðið undir sér. Fyrsta skref í lestarsamgöngum hér á landi væri að ráðast í framkvæmd fluglestar, sem færi frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. „Það er alveg ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndu aldrei borga sig þannig að fargjöld gætu staðið undir framkvæmdinni - öfugt við lest milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Þannig þyrfti samfélagið að koma inn ef það vildi fá slíka framkvæmd sem myndi vissulega kannski skapa möguleika á því að tengja Reykjavík og Akureyri um kjöl,“ sagði Runólfur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir að meginforsenda fyrir framkvæmdunum sé sú að þær standi að minnsta kosti að einhverju leyti undir sér. Með ferðamönnum, sem kæmu til með að nýta sér fluglest, væri kominn raunhæfur kostur. „Þetta snýst náttúrulega allt um farþegafjölda. Lest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur út frá þessum forsendum, þeir sem eru daglegir notendur eru að greiða allt önnur verð en túristar sem eru að borga eina ferð,“ segir Runólfur.
Samgöngur Byggðamál Reykjavík síðdegis Reykjavík Akureyri Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Þungar vikur framundan Innlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira