Lágt útsvar hækkar ráðstöfunartekjur heimilanna Gunnar Valur Gíslason skrifar 30. mars 2022 08:31 Ársreikningur Garðabæjar 2021 lagður fram Ársreikningur Garðabæjar vegna ársins 2021 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 17. mars sl. Rekstrarniðurstaða ársins var góð, einkum þegar horft er til víðtækra efnahagslegra áhrifa Covid-19 heimsfaraldursins á þjóðfélagið okkar undanfarin tvö ár. Við framlagningu ársreikninga sveitarfélaganna er vert að velta fyrir sér hvernig sveitarfélögin nýta sér heimildir til álagningar skatta á íbúa sína. Af tólf stærstu sveitarfélögum landsins leggur aðeins Garðabær á verulega lægra útsvar en hámarksheimild kveður á um, eða 13,70% og leyfir þar með íbúum sínum að halda eftir umtalsvert stærri hluta tekna sinna. Bæjarsjóður skilaði rúmlega 400 m.kr. hagnaði 2021 Fjárhagsstaða bæjarsjóðs Garðabæjar er sterk. Sú sterka staða byggist fyrst og fremst á ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála bæjarins í gegnum tíðina. A-hluti bæjarsjóðs skilaði neikvæðum rekstrarafgangi á árinu 2021 sem nam 60 milljónum króna en samstæða A- og B-hluta skilaði hagnaði upp á 408 milljónir króna. Rétt er að geta þess að á árinu 2021 var færð til gjalda í rekstrarreikningi bæjarsjóðs aukaleg hækkun á lífeyrisskuldbindingum Garðabæjar sem nam um 600 milljónum króna. Þessi einskiptis hækkun sem byggir að hluta til á breyttum forsendum um lífaldur Íslendinga leiddi til samsvarandi lækkunar rekstrarafgangs á árinu 2021. Hækkunin hefur hins vegar engin áhrif á peningalega stöðu bæjarsjóðs í árslok 2021. Drjúgur peningalegur afgangur Veltufé frá rekstri er ein mikilvægasta kennitalan í rekstri sveitarfélaga. Þetta er fjárhæðin sem afgangs verður þegar búið er að greiða allan rekstrarkostnað og alla vexti af lánum bæjarins. Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs á árinu 2021 var um 3.117 milljónir króna. Samanlagt veltufé frá rekstri bæjarsjóðs Garðabæjar síðastliðin fjögur ár, 2018-2021, nam tæpum 10.000milljónum króna. Á sama tíma hafa Garðbæingar búið við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu. Mikið fjárfest í innviðum Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum á árinu 2021 nam 4.780 milljónum króna og á síðustu fjórum árum, 2018-2021, hefur bæjarsjóður Garðabæjar fjárfest í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir um 15.000 milljónir króna. Uppbygging skóla og íþróttamannvirkja í bænum hefur þar vegið langsamlega þyngst. Í árslok 2021 voru langtímaskuldir Garðabæjar í hlutfalli við veltufé frá rekstri mælt í árum 4,8 ár en var 5,1 ár í árslok 2020. Þetta sýnir að þrátt fyrir mjög mikla fjárfestingu í innviðum á síðasta ári jókst fjárhagslegur styrkur bæjarsjóðs Garðabæjar til uppbyggingar innviða enn á árinu 2021. Þessi góða staða kemur sér vel. Uppbygging íbúðarsvæða er í fullum gangi og mikil þörf verður á áframhaldandi fjárfestingu í innviðum bæjarins á næstu árum. Lágir skattar skipta miklu máli Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ hafa í gegnum tíðina lagt megin áherslu á styrka fjármálastjórn og stöðugleika í fjármálum bæjarins. Þannig hefur verið lagður grunnur að lágum sköttum á bæjarbúa. Um margra ára skeið hefur álagningarhlutfall útsvars í Garðabæ verið langlægst meðal stærri sveitarfélaga landsins eða 13,70% á meðan mörg þeirra leggja á hámarksútsvar 14,52%. Mismunurinn er 0,82% sem bæjarstjórn Garðabæjar lætur íbúana njóta. Sé gengið út frá áætluðum 105 milljarða króna útsvarsstofni Garðabæjar 2022 verður heildar skattsparnaður Garðbæinga af útsvari í ár, miðað við ef hámarksútsvar væri lagt á útsvarsgreiðendur í bænum, um 850 milljónir króna. Árlegar ráðstöfunartekjur heimila í Garðabæ hækka sem þessu nemur. Á heilu kjörtímabili eru þetta þrjú þúsund og fjögur hundruð milljónir króna – fyrir heimilin í Garðabæ. Höfundur er verkfræðingur og MBA, bæjarfulltrúi og formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Ársreikningur Garðabæjar 2021 lagður fram Ársreikningur Garðabæjar vegna ársins 2021 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 17. mars sl. Rekstrarniðurstaða ársins var góð, einkum þegar horft er til víðtækra efnahagslegra áhrifa Covid-19 heimsfaraldursins á þjóðfélagið okkar undanfarin tvö ár. Við framlagningu ársreikninga sveitarfélaganna er vert að velta fyrir sér hvernig sveitarfélögin nýta sér heimildir til álagningar skatta á íbúa sína. Af tólf stærstu sveitarfélögum landsins leggur aðeins Garðabær á verulega lægra útsvar en hámarksheimild kveður á um, eða 13,70% og leyfir þar með íbúum sínum að halda eftir umtalsvert stærri hluta tekna sinna. Bæjarsjóður skilaði rúmlega 400 m.kr. hagnaði 2021 Fjárhagsstaða bæjarsjóðs Garðabæjar er sterk. Sú sterka staða byggist fyrst og fremst á ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála bæjarins í gegnum tíðina. A-hluti bæjarsjóðs skilaði neikvæðum rekstrarafgangi á árinu 2021 sem nam 60 milljónum króna en samstæða A- og B-hluta skilaði hagnaði upp á 408 milljónir króna. Rétt er að geta þess að á árinu 2021 var færð til gjalda í rekstrarreikningi bæjarsjóðs aukaleg hækkun á lífeyrisskuldbindingum Garðabæjar sem nam um 600 milljónum króna. Þessi einskiptis hækkun sem byggir að hluta til á breyttum forsendum um lífaldur Íslendinga leiddi til samsvarandi lækkunar rekstrarafgangs á árinu 2021. Hækkunin hefur hins vegar engin áhrif á peningalega stöðu bæjarsjóðs í árslok 2021. Drjúgur peningalegur afgangur Veltufé frá rekstri er ein mikilvægasta kennitalan í rekstri sveitarfélaga. Þetta er fjárhæðin sem afgangs verður þegar búið er að greiða allan rekstrarkostnað og alla vexti af lánum bæjarins. Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs á árinu 2021 var um 3.117 milljónir króna. Samanlagt veltufé frá rekstri bæjarsjóðs Garðabæjar síðastliðin fjögur ár, 2018-2021, nam tæpum 10.000milljónum króna. Á sama tíma hafa Garðbæingar búið við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu. Mikið fjárfest í innviðum Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum á árinu 2021 nam 4.780 milljónum króna og á síðustu fjórum árum, 2018-2021, hefur bæjarsjóður Garðabæjar fjárfest í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir um 15.000 milljónir króna. Uppbygging skóla og íþróttamannvirkja í bænum hefur þar vegið langsamlega þyngst. Í árslok 2021 voru langtímaskuldir Garðabæjar í hlutfalli við veltufé frá rekstri mælt í árum 4,8 ár en var 5,1 ár í árslok 2020. Þetta sýnir að þrátt fyrir mjög mikla fjárfestingu í innviðum á síðasta ári jókst fjárhagslegur styrkur bæjarsjóðs Garðabæjar til uppbyggingar innviða enn á árinu 2021. Þessi góða staða kemur sér vel. Uppbygging íbúðarsvæða er í fullum gangi og mikil þörf verður á áframhaldandi fjárfestingu í innviðum bæjarins á næstu árum. Lágir skattar skipta miklu máli Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ hafa í gegnum tíðina lagt megin áherslu á styrka fjármálastjórn og stöðugleika í fjármálum bæjarins. Þannig hefur verið lagður grunnur að lágum sköttum á bæjarbúa. Um margra ára skeið hefur álagningarhlutfall útsvars í Garðabæ verið langlægst meðal stærri sveitarfélaga landsins eða 13,70% á meðan mörg þeirra leggja á hámarksútsvar 14,52%. Mismunurinn er 0,82% sem bæjarstjórn Garðabæjar lætur íbúana njóta. Sé gengið út frá áætluðum 105 milljarða króna útsvarsstofni Garðabæjar 2022 verður heildar skattsparnaður Garðbæinga af útsvari í ár, miðað við ef hámarksútsvar væri lagt á útsvarsgreiðendur í bænum, um 850 milljónir króna. Árlegar ráðstöfunartekjur heimila í Garðabæ hækka sem þessu nemur. Á heilu kjörtímabili eru þetta þrjú þúsund og fjögur hundruð milljónir króna – fyrir heimilin í Garðabæ. Höfundur er verkfræðingur og MBA, bæjarfulltrúi og formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun