Lágt útsvar hækkar ráðstöfunartekjur heimilanna Gunnar Valur Gíslason skrifar 30. mars 2022 08:31 Ársreikningur Garðabæjar 2021 lagður fram Ársreikningur Garðabæjar vegna ársins 2021 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 17. mars sl. Rekstrarniðurstaða ársins var góð, einkum þegar horft er til víðtækra efnahagslegra áhrifa Covid-19 heimsfaraldursins á þjóðfélagið okkar undanfarin tvö ár. Við framlagningu ársreikninga sveitarfélaganna er vert að velta fyrir sér hvernig sveitarfélögin nýta sér heimildir til álagningar skatta á íbúa sína. Af tólf stærstu sveitarfélögum landsins leggur aðeins Garðabær á verulega lægra útsvar en hámarksheimild kveður á um, eða 13,70% og leyfir þar með íbúum sínum að halda eftir umtalsvert stærri hluta tekna sinna. Bæjarsjóður skilaði rúmlega 400 m.kr. hagnaði 2021 Fjárhagsstaða bæjarsjóðs Garðabæjar er sterk. Sú sterka staða byggist fyrst og fremst á ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála bæjarins í gegnum tíðina. A-hluti bæjarsjóðs skilaði neikvæðum rekstrarafgangi á árinu 2021 sem nam 60 milljónum króna en samstæða A- og B-hluta skilaði hagnaði upp á 408 milljónir króna. Rétt er að geta þess að á árinu 2021 var færð til gjalda í rekstrarreikningi bæjarsjóðs aukaleg hækkun á lífeyrisskuldbindingum Garðabæjar sem nam um 600 milljónum króna. Þessi einskiptis hækkun sem byggir að hluta til á breyttum forsendum um lífaldur Íslendinga leiddi til samsvarandi lækkunar rekstrarafgangs á árinu 2021. Hækkunin hefur hins vegar engin áhrif á peningalega stöðu bæjarsjóðs í árslok 2021. Drjúgur peningalegur afgangur Veltufé frá rekstri er ein mikilvægasta kennitalan í rekstri sveitarfélaga. Þetta er fjárhæðin sem afgangs verður þegar búið er að greiða allan rekstrarkostnað og alla vexti af lánum bæjarins. Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs á árinu 2021 var um 3.117 milljónir króna. Samanlagt veltufé frá rekstri bæjarsjóðs Garðabæjar síðastliðin fjögur ár, 2018-2021, nam tæpum 10.000milljónum króna. Á sama tíma hafa Garðbæingar búið við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu. Mikið fjárfest í innviðum Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum á árinu 2021 nam 4.780 milljónum króna og á síðustu fjórum árum, 2018-2021, hefur bæjarsjóður Garðabæjar fjárfest í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir um 15.000 milljónir króna. Uppbygging skóla og íþróttamannvirkja í bænum hefur þar vegið langsamlega þyngst. Í árslok 2021 voru langtímaskuldir Garðabæjar í hlutfalli við veltufé frá rekstri mælt í árum 4,8 ár en var 5,1 ár í árslok 2020. Þetta sýnir að þrátt fyrir mjög mikla fjárfestingu í innviðum á síðasta ári jókst fjárhagslegur styrkur bæjarsjóðs Garðabæjar til uppbyggingar innviða enn á árinu 2021. Þessi góða staða kemur sér vel. Uppbygging íbúðarsvæða er í fullum gangi og mikil þörf verður á áframhaldandi fjárfestingu í innviðum bæjarins á næstu árum. Lágir skattar skipta miklu máli Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ hafa í gegnum tíðina lagt megin áherslu á styrka fjármálastjórn og stöðugleika í fjármálum bæjarins. Þannig hefur verið lagður grunnur að lágum sköttum á bæjarbúa. Um margra ára skeið hefur álagningarhlutfall útsvars í Garðabæ verið langlægst meðal stærri sveitarfélaga landsins eða 13,70% á meðan mörg þeirra leggja á hámarksútsvar 14,52%. Mismunurinn er 0,82% sem bæjarstjórn Garðabæjar lætur íbúana njóta. Sé gengið út frá áætluðum 105 milljarða króna útsvarsstofni Garðabæjar 2022 verður heildar skattsparnaður Garðbæinga af útsvari í ár, miðað við ef hámarksútsvar væri lagt á útsvarsgreiðendur í bænum, um 850 milljónir króna. Árlegar ráðstöfunartekjur heimila í Garðabæ hækka sem þessu nemur. Á heilu kjörtímabili eru þetta þrjú þúsund og fjögur hundruð milljónir króna – fyrir heimilin í Garðabæ. Höfundur er verkfræðingur og MBA, bæjarfulltrúi og formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ársreikningur Garðabæjar 2021 lagður fram Ársreikningur Garðabæjar vegna ársins 2021 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 17. mars sl. Rekstrarniðurstaða ársins var góð, einkum þegar horft er til víðtækra efnahagslegra áhrifa Covid-19 heimsfaraldursins á þjóðfélagið okkar undanfarin tvö ár. Við framlagningu ársreikninga sveitarfélaganna er vert að velta fyrir sér hvernig sveitarfélögin nýta sér heimildir til álagningar skatta á íbúa sína. Af tólf stærstu sveitarfélögum landsins leggur aðeins Garðabær á verulega lægra útsvar en hámarksheimild kveður á um, eða 13,70% og leyfir þar með íbúum sínum að halda eftir umtalsvert stærri hluta tekna sinna. Bæjarsjóður skilaði rúmlega 400 m.kr. hagnaði 2021 Fjárhagsstaða bæjarsjóðs Garðabæjar er sterk. Sú sterka staða byggist fyrst og fremst á ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála bæjarins í gegnum tíðina. A-hluti bæjarsjóðs skilaði neikvæðum rekstrarafgangi á árinu 2021 sem nam 60 milljónum króna en samstæða A- og B-hluta skilaði hagnaði upp á 408 milljónir króna. Rétt er að geta þess að á árinu 2021 var færð til gjalda í rekstrarreikningi bæjarsjóðs aukaleg hækkun á lífeyrisskuldbindingum Garðabæjar sem nam um 600 milljónum króna. Þessi einskiptis hækkun sem byggir að hluta til á breyttum forsendum um lífaldur Íslendinga leiddi til samsvarandi lækkunar rekstrarafgangs á árinu 2021. Hækkunin hefur hins vegar engin áhrif á peningalega stöðu bæjarsjóðs í árslok 2021. Drjúgur peningalegur afgangur Veltufé frá rekstri er ein mikilvægasta kennitalan í rekstri sveitarfélaga. Þetta er fjárhæðin sem afgangs verður þegar búið er að greiða allan rekstrarkostnað og alla vexti af lánum bæjarins. Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs á árinu 2021 var um 3.117 milljónir króna. Samanlagt veltufé frá rekstri bæjarsjóðs Garðabæjar síðastliðin fjögur ár, 2018-2021, nam tæpum 10.000milljónum króna. Á sama tíma hafa Garðbæingar búið við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu. Mikið fjárfest í innviðum Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum á árinu 2021 nam 4.780 milljónum króna og á síðustu fjórum árum, 2018-2021, hefur bæjarsjóður Garðabæjar fjárfest í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir um 15.000 milljónir króna. Uppbygging skóla og íþróttamannvirkja í bænum hefur þar vegið langsamlega þyngst. Í árslok 2021 voru langtímaskuldir Garðabæjar í hlutfalli við veltufé frá rekstri mælt í árum 4,8 ár en var 5,1 ár í árslok 2020. Þetta sýnir að þrátt fyrir mjög mikla fjárfestingu í innviðum á síðasta ári jókst fjárhagslegur styrkur bæjarsjóðs Garðabæjar til uppbyggingar innviða enn á árinu 2021. Þessi góða staða kemur sér vel. Uppbygging íbúðarsvæða er í fullum gangi og mikil þörf verður á áframhaldandi fjárfestingu í innviðum bæjarins á næstu árum. Lágir skattar skipta miklu máli Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ hafa í gegnum tíðina lagt megin áherslu á styrka fjármálastjórn og stöðugleika í fjármálum bæjarins. Þannig hefur verið lagður grunnur að lágum sköttum á bæjarbúa. Um margra ára skeið hefur álagningarhlutfall útsvars í Garðabæ verið langlægst meðal stærri sveitarfélaga landsins eða 13,70% á meðan mörg þeirra leggja á hámarksútsvar 14,52%. Mismunurinn er 0,82% sem bæjarstjórn Garðabæjar lætur íbúana njóta. Sé gengið út frá áætluðum 105 milljarða króna útsvarsstofni Garðabæjar 2022 verður heildar skattsparnaður Garðbæinga af útsvari í ár, miðað við ef hámarksútsvar væri lagt á útsvarsgreiðendur í bænum, um 850 milljónir króna. Árlegar ráðstöfunartekjur heimila í Garðabæ hækka sem þessu nemur. Á heilu kjörtímabili eru þetta þrjú þúsund og fjögur hundruð milljónir króna – fyrir heimilin í Garðabæ. Höfundur er verkfræðingur og MBA, bæjarfulltrúi og formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar