Segja Milka þyngri, hægari og fullan af söknuði Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2022 16:31 Dominykas Milka með boltann í leik gegn Stjörnunni. vísir/bára Eftir að hafa verið einn albesti leikmaður efstu deildar Íslands í körfubolta síðustu tvö tímabil hefur Dominykas Milka ekki náð að láta ljós sitt skína eins vel í vetur. Litháinn var til umræðu í Subway Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gær. Í síðustu þremur af fimm leikjum með Keflavík hefur Milka ekki náð að skora tíu stig og það munar svo sannarlega um minna fyrir Keflvíkinga sem verða að láta deildarmeistaratitilinn af hendi. „Maður hefði ekki trúað því hérna í fyrra og hitteðfyrra að þetta væri málið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Milka „Það er rosalega erfitt að festa fingur á það hvað veldur,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson og bætti við: „Þeir eru að spila mikið til sömu kerfi og þetta er svipaður leikstíll en það er eins og sjálfstraustið sé komið niður. Hann var alltaf með 8-10 stig úr sóknarfráköstum og einhverju „búllí-búllí“ inni í teig en það er ekki að gerast mikið lengur.“ „Hann saknar Deane Williams,“ benti Kjartan á, en Bretinn Williams yfirgaf Keflvíkinga síðasta sumar eftir að hafa verið útnefndur besti erlendi leikmaður íslensku deildarinnar. Williams gerði varnarleikinn auðveldari fyrir Milka „Klárlega,“ svaraði Hermann Hauksson. „Deane Williams opnaði rosalega mikið plássið fyrir hann undir körfunni. Hann dró menn til sín og skapaði fyrir hann alls konar færi. Hann gerði líka varnarleikinn fyrir Milka enn auðveldari. Hann þarf að spila betri varnarleik núna og getur ekki treyst eins mikið á hjálparvörn. Kannski fer mikið púst í það,“ sagði Hermann. „Mér finnst hann ekki vera í forminu sem hann var í í fyrra. Mér finnst hann vera þyngri og hægari, og ég held að Keflavík verði að nýta einhvern veginn betur hans hæfileika,“ sagði Hermann og færði frekari rök fyrir máli sínu en umræðuna má sjá hér að ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Í síðustu þremur af fimm leikjum með Keflavík hefur Milka ekki náð að skora tíu stig og það munar svo sannarlega um minna fyrir Keflvíkinga sem verða að láta deildarmeistaratitilinn af hendi. „Maður hefði ekki trúað því hérna í fyrra og hitteðfyrra að þetta væri málið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Milka „Það er rosalega erfitt að festa fingur á það hvað veldur,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson og bætti við: „Þeir eru að spila mikið til sömu kerfi og þetta er svipaður leikstíll en það er eins og sjálfstraustið sé komið niður. Hann var alltaf með 8-10 stig úr sóknarfráköstum og einhverju „búllí-búllí“ inni í teig en það er ekki að gerast mikið lengur.“ „Hann saknar Deane Williams,“ benti Kjartan á, en Bretinn Williams yfirgaf Keflvíkinga síðasta sumar eftir að hafa verið útnefndur besti erlendi leikmaður íslensku deildarinnar. Williams gerði varnarleikinn auðveldari fyrir Milka „Klárlega,“ svaraði Hermann Hauksson. „Deane Williams opnaði rosalega mikið plássið fyrir hann undir körfunni. Hann dró menn til sín og skapaði fyrir hann alls konar færi. Hann gerði líka varnarleikinn fyrir Milka enn auðveldari. Hann þarf að spila betri varnarleik núna og getur ekki treyst eins mikið á hjálparvörn. Kannski fer mikið púst í það,“ sagði Hermann. „Mér finnst hann ekki vera í forminu sem hann var í í fyrra. Mér finnst hann vera þyngri og hægari, og ég held að Keflavík verði að nýta einhvern veginn betur hans hæfileika,“ sagði Hermann og færði frekari rök fyrir máli sínu en umræðuna má sjá hér að ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum