Forseti bæjarstjórnar segir sig úr Framsóknarflokknum Bjarki Sigurðsson skrifar 29. mars 2022 16:31 Sigurður Óli Þórleifsson, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Aðsend mynd Sigurður Óli Þórleifsson, forseti bæjarstjórnar í Grindavíkurbæ, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum eftir að honum var tilkynnt að hann myndi ekki leiða lista flokksins í komandi sveitastjórnarkosningum. „Mér er sagt að það sé svokallað „bakland“ flokksins sem vildi fá nýjan oddvita,“ segir Sigurður Óli í samtali við Vísi. Sigurður leiddi lista Framsóknarflokksins í Grindavíkurbæ í sveitastjórnarkosningum árið 2018 og hefur starfað sem forseti bæjarstjórnar þar seinustu fjögur árin. Uppstillingarnefnd vill hins vegar fá nýjan oddvita fyrir kosningarnar í vor. Sigurður er sjálfur ekki sáttur með þessa ákvörðun nefndarinnar og hefði viljað leiða listann aftur í vor. Sigurður deilir upplifun sinni af málinu á Facebook þar sem hann svarar spurningum Björns Birgissonar, þjóðfélagsrýnis úr Grindavík, um málið. „Ég tel mig hafa leitt vinnuna sem forseti bæjarstjórnar með mikilli prýði, og skilað flokknum mun sterkari og hreinlega eftirsóttum. Því kemur þessi atlaga og árás á mig mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Sigurður. Sagt að bakland flokksins vilji breyta til Sigurður segist ekki hafa fengið fullnægjandi svör um hvers vegna fær ekki að leiða listann. „Mér er sagt að það sé svokallað bakland flokksins sem vildi fá nýjan oddvita. Ég hef heyrt eitthvað um að einhverjum finnist ég vera „já-maður“ Sjálfstæðisflokksins en þeir sem hafa unnið með mér í bæjarstjórn vita alveg hvernig ég er,“ segir Sigurður. Á morgun, þann 30. mars, fer fram félagsfundur Framsóknarfélags Grindavíkur þar sem framboðslisti flokksins verður borinn upp til samþykktar. Rætt var við Sigurð um að taka sæti neðar á listanum en hann afþakkaði það. „Ég sagði mig úr flokknum í dag og mun sitja næstu tvo mánuði sem óháður bæjarfulltrúi,“ segir Sigurður en hann fékk að vita af þessari ákvörðun fyrir tveimur vikum síðan. Einn í nefndinni viljað tala við hann Aðspurður hvort hann hafi reynt að ræða við uppstillingarnefnd um ákvörðunina segir hann að einungis einn aðili vilji tala við sig. „Páll Jóhann [Pálsson] er eini í uppstillingarnefnd sem hefur viljað ræða við mig en hin tvö svara mér ekki,” segir Sigurður en einnig sitja þau Guðmundur Grétar Karlsson og Bryndís Gunnlaugsdóttir í nefndinni. Framsóknarflokkurinn Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Sigurður leiddi lista Framsóknarflokksins í Grindavíkurbæ í sveitastjórnarkosningum árið 2018 og hefur starfað sem forseti bæjarstjórnar þar seinustu fjögur árin. Uppstillingarnefnd vill hins vegar fá nýjan oddvita fyrir kosningarnar í vor. Sigurður er sjálfur ekki sáttur með þessa ákvörðun nefndarinnar og hefði viljað leiða listann aftur í vor. Sigurður deilir upplifun sinni af málinu á Facebook þar sem hann svarar spurningum Björns Birgissonar, þjóðfélagsrýnis úr Grindavík, um málið. „Ég tel mig hafa leitt vinnuna sem forseti bæjarstjórnar með mikilli prýði, og skilað flokknum mun sterkari og hreinlega eftirsóttum. Því kemur þessi atlaga og árás á mig mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Sigurður. Sagt að bakland flokksins vilji breyta til Sigurður segist ekki hafa fengið fullnægjandi svör um hvers vegna fær ekki að leiða listann. „Mér er sagt að það sé svokallað bakland flokksins sem vildi fá nýjan oddvita. Ég hef heyrt eitthvað um að einhverjum finnist ég vera „já-maður“ Sjálfstæðisflokksins en þeir sem hafa unnið með mér í bæjarstjórn vita alveg hvernig ég er,“ segir Sigurður. Á morgun, þann 30. mars, fer fram félagsfundur Framsóknarfélags Grindavíkur þar sem framboðslisti flokksins verður borinn upp til samþykktar. Rætt var við Sigurð um að taka sæti neðar á listanum en hann afþakkaði það. „Ég sagði mig úr flokknum í dag og mun sitja næstu tvo mánuði sem óháður bæjarfulltrúi,“ segir Sigurður en hann fékk að vita af þessari ákvörðun fyrir tveimur vikum síðan. Einn í nefndinni viljað tala við hann Aðspurður hvort hann hafi reynt að ræða við uppstillingarnefnd um ákvörðunina segir hann að einungis einn aðili vilji tala við sig. „Páll Jóhann [Pálsson] er eini í uppstillingarnefnd sem hefur viljað ræða við mig en hin tvö svara mér ekki,” segir Sigurður en einnig sitja þau Guðmundur Grétar Karlsson og Bryndís Gunnlaugsdóttir í nefndinni.
Framsóknarflokkurinn Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira